Morgunblaðið - 04.10.2011, Side 1

Morgunblaðið - 04.10.2011, Side 1
Þ R I Ð J U D A G U R 4. O K T Ó B E R 2 0 1 1  Stofnað 1913  232. tölublað  99. árgangur  FRÁBÆRIR TÓN- LEIKAR MUGISONS Í FRÍKIRKJUNNI OURLIVES LAGÐI SIG 100% FRAM KÚNST AÐ BLANDA MARAÞONI VIÐ VINNU OG FJÖLSKYLDULÍF GEFA ÚT NÝJA PLÖTU 32 MARAÞONIÐ VAR HLIÐARVERKEFNI 10ÁREYNSLULAUS SJARMI 31  Íslandsbanki hyggst gefa út sértryggð skuldabréf, með veði í fast- eignalánum, fyr- ir allt að fimm milljarða króna fyrir áramót. Verður það að líkindum fyrsta skuldabréfaút- gáfa nýs aðila í kauphöll frá því fyr- ir hrun 2008. Bankinn hyggst til að byrja með bjóða innlendum fjárfestum skulda- bréfin til sölu. Að sögn Birnu Ein- arsdóttur, bankastjóra Íslands- banka, er það meðal annars gert til að styrkja fjármálamarkaðinn. »14 Gefur út bréf fyrir allt að 5 milljarða Birna Einarsdóttir Umræður á þingi » Ræðumönnum varð tíðrætt um mótmælendur fyrir utan al- þingishúsið og gerðu fjölmarg- ar tilraunir til að túlka mót- mælin sér í hag. » Þá gagnrýndi forsætisráð- herra bankana og sagði sam- félagslega skyldu þeirra að skila hagnaði aftur til sam- félagsins. Andri Karl andri@mbl.is Forseti Íslands kom nokkuð við sögu í umræðum um stefnuræðu forsætis- ráðherra á Alþingi í gærkvöldi. Ann- ars vegar lagði Jóhanna Sigurðar- dóttir forsætisráðherra honum línurnar þegar kemur að því að tjá sig opinberlega og hins vegar gagnrýndi Svandís Svavarsdóttir umhverfisráð- herra málflutning forsetans við þing- setningu á laugardag. Svandís sagði forsetanum ætlað að flytja boðskap samstöðu og samein- ingar með þjóðinni. Það hefði hann ekki gert við þingsetninguna. „For- setinn tók til máls sem stjórnmála- maður en ekki forseti. Þingheimur átti þess ekki kost að svara honum á sama vettvangi heldur sátum við eins og þægur skólabekkur undir lestrin- um.“ Að lokum hvatti Svandís þingmenn til að láta ekki Ólaf Ragnar spilla fyrir þeim góða vilja til samstöðu sem ríki í stjórnarskrármálinu og ríkti í stjórn- lagaráði. Áður sagði Jóhanna að ekki væri hægt að ráða það af stjórnskipun landsins að forsetinn talaði fyrir öðr- um áherslum í pólitískum álitamálum en þeim sem stjórnvöld hefðu mótað. Hann þyrfti aukinheldur að vera yfir dægurþras stjórnmálanna hafinn. Þegar leitað var eftir viðbrögðum forseta í gærkvöldi sagði Örnólfur Thorsson forsetaritari í samtali við Morgunblaðið að Ólafur Ragnar myndi ekki tjá sig að svo komnu máli. Að því er kom fram í sjónvarpsfrétt- um Ríkisútvarpsins í gærkvöldi voru ágreiningsmál ríkisstjórnarinnar og forsetans ekki rædd á ríkisráðsfundi sem fram fór á Bessastöðum í gær. Forseta lagðar línur  Forsætisráðherra og umhverfisráðherra gerðu forseta Íslands að umtalsefni  Ekki forsetans að tala fyrir öðrum áherslum en þeim sem stjórnvöld ákveða MHagnaði verði skilað »2 Andri Karl andri@mbl.is „Fyrsti liðurinn var sýnu óljósast- ur og víðtækastur; eiginlega alls- herjarákæra. Náttúrlega er mik- ilvægt að fá þessa liði út því þeir voru svo óljósir að ekki var hægt að átta sig á því hvernig bregðast ætti við þeim,“ sagði Andri Árna- son, verjandi Geirs H. Haarde, eft- ir að Landsdómur vísaði fyrstu tveimur ákæruliðunum af sex frá í gærdag. Sigríður J. Friðjónsdóttir, sak- sóknari Alþingis, sagði niðurstöðu Landsdóms litlu breyta fyrir und- irbúning málsins og málsmeðferð- ina. „Ef Sigríður metur það svo að þetta hafi ekki þýðingu þá veltir maður fyrir sér hvers vegna hún ákærði undir þessum liðum,“ segir Andri sem krafðist þess að málinu yrði vísað frá í heild. Gat ekki haldið uppi vörnum Ákæruliðirnir sem vísað var frá snúa annars vegar að því að Geir hafi ekki brugðist við stórfelldri hættu sem vofði yfir með því að beita sér fyrir aðgerðum, löggjöf, útgáfu almennra stjórnvaldsfyrir- mæla eða töku stjórnvaldsákvarð- ana og með því afstýrt fyrirsjáan- legri hættu fyrir heill ríkisins. Hins vegar fyrir að hafa ekki látið vinna heildstæða og faglega greiningu á fjárhagslegri áhættu. Krafan um frávísun var í fimm atriðum en henni hafnað að öllu leyti, nema í áðurnefndum tilvik- um. Fyrri ákæruliðurinn þótti ekki nægilega skýr til að hægt væri að halda uppi vörnum og í þeim síðari þóttu sakargiftir, þ.e. að láta ekki vinna greiningu, ekki refsiverðar. MMálinu vísað frá að hluta » 4 „Mikilvægt að fá þessa liði út“  Fyrstu tveimur ákæruliðum í máli gegn Geir H. Haarde vísað frá Landsdómi Geir H. Haarde Sigríður J. Friðjónsdóttir Á annað þúsund manns tóku þátt í mótmælum við Alþingishúsið á Austurvelli á meðan umræð- ur um stefnuræðu forsætisráðherra fóru fram innandyra. Lögregla telur mótmælin hafa farið friðsamlega fram, þó að ýmsu lauslegu hafi verið grýtt í þinghúsið og eldur hafi verið kveiktur. Enginn slasaðist og þurfti lögregla ekki að hafa afskipti nema af sárafáum mótmælendum, og engan að handtaka. »12 Taktfast slegið á tunnur við Alþingishúsið Morgunblaðið/Árni Sæberg  Verði samþykkt að lækka hlutfall skattafrádráttar vegna séreign- arsparnaðar úr 4% í 2%, er komið í veg fyrir þann möguleika að fólk leggi 4% af tekjum sínum til hliðar í séreignarlífeyrissjóði. Talsmenn lífeyrissjóða segja að með þessu dragi úr langtímasparnaði. Enginn hvati sé að leggja 4% af tekjum til séreignarsparnaðar, þar sem um tvískattlagningu yrði að ræða. »6 Draga mun úr langtímasparnaði  Framkvæmda- stjóri FÍB segir að með 5,1% hækkun bensín- gjalds séu stjórn- völd að ganga þvert á þær yf- irlýsingar að ekki eigi að hækka skatt á almenning. For- svarsmenn fjármálafyrirtækja gagnrýna boðaðan launaskatt stjórnvalda á fjármálafyrirtækin og segja áhrifin fara beint út í verðlag- ið og á starfsmannahaldið. »6 Hefur áhrif á iðgjöld og bensínverð  Forstöðumenn heilbrigðisstofn- ana úti á landi segja að ekki sé hægt að mæta niðurskurðarkröfum án uppsagna og verulegrar skerð- ingar á þjónustu. Það sé tvískinn- ungur að ræða um atvinnu- uppbyggingu á landsbyggðinni á sama tíma og skorið sé niður og stofnunum gert að segja upp. »16 Skert þjónusta og uppsagnir Prófessor í félagsfræði segir að hafa þurfi í huga þá reiði sem mót- mæli, líkt og við setningu Alþingis á laugardag, byggist á. Fólk telji að stjórnvöld hafi ekki forgangsraðað rétt. Ofan á það bætist sár von- brigði með að stjórnvöld sem marg- ir töldu að myndu halda öðruvísi á málum hafi ekki staðið undir vænt- ingum. »8 Reiði og brostnar vonir mótmælenda

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.