Morgunblaðið - 04.10.2011, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍFÚtivist og hreyfing
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2011
María Ólafsdóttir
maria@mbl.is
K
ristinn Jóhannsson
hætti að spila fót-
bolta í meistaraflokki
þegar hann útskrif-
aðist úr háskóla og
flutti til útlanda. Eftir það tók við
vanabundið líf vinnandi fjölskyldu-
föður en fyrir um tveimur og hálfu
ári byrjaði Kristinn í Boot Camp.
Það má að vissu leyti þakka eigin-
konu hans sem byrjaði í Boot
Camp eftir að þau hjónin eign-
uðust aðra dóttur sína og á end-
anum sá Kristinn að það dugði lít-
ið að hanga heima. Kristinn lét þó
Boot Camp ekki duga heldur gerði
sér líka lítið fyrir og hljóp
Berlínarmaraþonið nú í sept-
ember.
Hlaupin enn á kantinum
„Ég sá strax og ég byrjaði í
Boot Camp og fór að bera mig
saman við hina að ég var aumari
en ekki eins lélegur í hlaupunum.
Síðan fór ég að fara í almennings-
hlaup með Boot Camp en ekki að
æfa hlaup ein og sér. Ég fór að
hafa gaman af þessu en hlaupin
eru þó enn hliðarverkefni. Síðan
er mikið verið að mana fólk upp í
alls konar vitleysu í Boot Camp og
Maraþonið var
hliðarverkefni
Kristinn Jóhannsson hljóp nýlega Berlínarmaraþonið og náði góðum árangri
þrátt fyrir litla reynslu af hlaupum. Kristinn hljóp í hóp með félögum sínum úr
Boot Camp en eiginkona hans tók einnig þátt í maraþoninu.
Garpur Kristinn tók sig vel út þar sem hann hljóp um götur Berlínarborgar.
Að hjóla er frábær líkamsrækt sem
eykur bæði þol og styrk. Hjólreiðar
hafa líka þann dásamlega kost að þær
eru ávallt stundaðar utandyra og súr-
efnisupptaka er því næg, veitir ekki af
fyrir þá sem hanga inni allan daginn.
Reiðhjól er þar fyrir utan frábært far-
artæki, ekki þarf að punga út fjár-
munum fyrir eldsneyti. Allir sem
áhuga hafa á reiðhjólum ættu að kíkja
inn á vefsíðu hins ítalska vörumerkis
Colnago: colnago.com en þar eru gull-
falleg hjól í röðum, borgarhjól, vega-
hjól, utanvegahjól o.s.frv. Auk þess
hjólaföt, fylgihlutir og græjur. Njótið!
Vefsíðan www.colnago.com
Hjól, hjólaföt og fylgihlutir
Eins og alþjóð sjálfsagt veit þá tókst
Kára Steini Karlssyni að setja nýtt Ís-
landsmet í maraþonhlaupinu í Berlín
í lok september og hljóp á 2:17:12
klst. Auk þess náði hann Ólympíu-
lágmarkinu fyrir London 2012 sem
var 2:18:00. Þjóðin getur sannarlega
verið stolt af þessum unga manni og
fyrir þá sem vilja sjá brot úr hlaupi
Kára í Berlín er um að gera að fara
inn á hlaup.is og skoða myndband af
honum undir flokknum Fréttir.
Endilega …
… horfið á Kára
Stein í Berlín
Morgunblaðið/Eggert
Kári Steinn Íslands eina von.
Það ætti að halda áhugafólki um
hlaup við efnið að taka þátt í hvers-
konar hlaupakeppnum sem haldnar
eru hér á landi allan ársins hring.
Núna á laugardag 8. okt. er
fyrsta hlaupið í hlauparöðinni Víða-
vangshlaup New Balance og Fram-
fara.
Daginn eftir, sunnudag 9. okt., er
svo Geðhlaupið vinsæla.
Fimmtudaginn 13. okt er fyrsta
Powerade-vetrarhlaup 2011-2012.
Laugardaginn 15. okt. er annað
hlaupið í hlauparöðinni Víðavangs-
hlaup New Balance og Framfara.
Sunnudaginn 16. okt. verður
keppt í Heiðmerkurtvíþrautinni, en
keppnin er þrískipt og keppt í
hlaupum og hjólreiðum.
Laugardaginn 22. okt. er Haust-
maraþon Félags maraþonhlaupara.
Laugardaginn 29. okt. er fyrsta
hlaupið í hlauparöðinni Vetr-
arhlaupið á Egilsstöðum 2011-2012.
Þann sama dag er einnig fyrsta
hlaup í hlauparöðinni Vetrarhlaup
UFA 2011-2012.
nánar: www.hlaup.is
Hlaup fyrir alla, konur, karla og krakka
Fjölmörg hlaup framundan
núna í októbermánuði
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
–– Meira fyrir lesendur
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Tíska & förðun
SÉ
RB
LA
Ð
Morgunblaðið gefur út glæsilegt
sérblað um Tísku og förðun
föstudaginn 14. október 2011.
Í Tísku og förðun verður
fjallað um tískuna veturinn 2011
í förðun, snyrtingu og fatnaði,
fylgihlutum auk umhirðu
húðarinnar, dekur og fleira.
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, mánudaginn 10. október.
MEÐAL EFNIS:
Förðunarvörur
Förðun
Krem
Umhirða húðar
Ilmvötn
Brúnkukrem
Neglur og naglalakk
Fylgihlutir
Skartgripir
Nýjar og spennandi vörur
Haust- og vetrartíska kvenna
Haust- og vetrartíska karla
Íslensk hönnun
Fullt af öðru
spennandi efni