Morgunblaðið - 04.10.2011, Blaðsíða 36
ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 277. DAGUR ÁRSINS 2011
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550
1. Kærastinn reyndist vera kona
2. Unnu í Noregi fyrir lúsarlaun
3. Kutcher: Kynsvall á brúðkaups…
4. Ashton Kutcher hefur ekkert að …
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Tónlistargagnrýnandi Morg-
unblaðsins fer lofsamlegum orðum
um tónleika Sinfóníuhljómsveit-
arinnar í Hörpu síðasta fimmtudag.
„Tónleikarnir voru einfaldlega stór-
kostlegir,“ segir m.a. »30
Morgunblaðið/Eggert
Volkov og Melkorka
fá fullt hús hjá rýni
RIFF lauk um
helgina en nokkr-
ar myndir sem
nutu vinsælda og
vöktu umtal verða
áfram í sýningum.
Þetta eru mynd-
irnar Le Havre,
Pina, Wuthering
Heights, Bobby
Fischer Against the World, Martha
Marcy May Marlene, Project Nim, We
Need To Talk About Kevin og The
Snows Of Kilimanjaro.
Nokkrar myndir
RIFF halda áfram
Fjórða kvöldið í tónleikaröðinni
Kaffi, kökur & rokk & ról fer fram í
Edrúhöllinni, Efstaleiti 7, í kvöld. Í
þetta skiptið koma
Sóley og Samaris
fram. Húsið
verður opnað
kl. 20, það er
talið í á slag-
inu 20.30 og
tónleikum lýkur
fyrir 22. Að-
gangseyrir er
500 kr.
Sóley og Samaris
í Edrúhöllinni
Á miðvikudag N 5-10, en NA 10-15 m/s á Vestfjörðum. Stöku
skúrir sunnanlands, rigning og slydda til fjalla. Hiti 1 til 9 stig.
Á fimmtudag Norðan 8-15 m/s, hvassast austast. Rigning eða
slydda en þurrt á S- og SV-landi. Hiti svipaður.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan 8-15 m/s og slydda eða snjókoma á
N-verðu landinu, en þurrt að mestu syðra. Hiti 0 til 9 stig.
VEÐUR
Íslenska karlalandsliðið í
knattspyrnu mun leika hinn
erfiða lokaleik í undan-
keppni EM í Portúgal á
föstudagskvöld án sinna
öflugustu sóknarmanna.
Eiður Smári Guðjohnsen,
Kolbeinn Sigþórsson og Al-
freð Finnbogason eru allir
úr leik vegna meiðsla og ný-
lega ákvað baráttujaxlinn
leikreyndi Heiðar Helguson
að leggja landsliðsskóna á
hilluna. »1
Hvorki Eiður né
Kolbeinn með
Matthías Vilhjálmsson, fyrirliði FH, er
besti leikmaðurinn í Pepsi-deild karla
í fótbolta árið 2011, samkvæmt ein-
kunnagjöf Morgunblaðsins. Í blaðinu
í dag er farið ítarlega yfir einkunna-
gjöfina, birt
hverjir urðu
í fimm efstu
sætum í
hverju liði
deildarinnar og
úrvalslið ársins
er valið. »2-3
Matthías besti leik-
maður deildarinnar
Morgunblaðið valdi Daníel Frey Andr-
ésson, markvörð FH, leikmann 2. um-
ferðar í N1-deildinni í handknattleik.
„Það er algjör snilld að fá svona út-
nefningu,“ sagði Daníel við Morg-
unblaðið þegar honum var greint frá
valinu. Rætt er við markvörðinn í
íþróttablaðinu í dag og lið umferð-
arinnar er kynnt en þar eiga Íslands-
meistarar FH þrjá fulltrúa. »4
Daníel Freyr Andrésson
leikmaður 2. umferðar
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
„Strákarnir vilja hafa mig áfram og
ég verð því líka á bekknum með
Lúlla næsta sumar,“ segir Magnús
Máni Kjærnested, átta ára liðsstjóri
hjá Íslands- og bikarmeisturum KR
í knattspyrnu.
Keppnistímabili meistaraflokks
karla í fótbolta hérlendis lauk um
helgina. Þar með lauk starfi Magn-
úsar Mána í starfi liðsstjóra að
sinni enda eins gott því æfingar í 6.
flokki hófust á ný í gær. „Við æfum
á mánudögum, miðvikudögum og
laugardögum,“ segir hann og bætir
við að það sé nóg að gera hjá sér
því hann sé líka í 3. bekk í Ingunn-
arskóla í Grafarholti.
Eftir að fótboltavertíðinni lauk
var Lúðvík J. Jónsson, liðsstjóri
KR frá 1996, verðlaunaður fyrir að
hafa gegnt starfinu í 16 ár, en hann
hefur verið liðsstjóri í 629 opinber-
um leikjum og aðeins misst úr einn
leik – var veðurtepptur erlendis
vegna ösku þegar KR mætti
Stjörnunni í deildabikarkeppninni
sl. vor. Magnús Máni stóð hins veg-
ar vaktina í hverri viðureign en
fékk reyndar ekki að fara með í
Evrópuleikina á útivelli. „Ég missti
ekki af neinum leik og hefði farið
með út í Evrópuleikina en það er
svo dýrt að fara til útlanda og þess
vegna fór ég ekki,“ segir hann. „En
ég var grautfúll.“
Sér um vatnið
Kristinn Kjærnested, pabbi
Magnúsar Mána og formaður
Knattspyrnudeildar KR, á eðli-
lega hlut að máli. „Ég þurfti að
lýsa leik í KR-útvarpinu og
fékk Lúlla til þess að hafa
strákinn hjá sér á bekkn-
um á meðan,“ segir
hann. „Hann vorkenndi
mér, fannst ég hafa mikið að
bera og ég lét hann strax fá verk-
efni, að sjá um vatnið fyrir strákana
og hann hefur séð um það síðan,“
segir Lúðvík. „Leikurinn hefst ekki
fyrr en hann hefur hlaupið með
vatnsbrúsa til Hannesar í markinu,“
heldur hann áfram.
Magnús Máni mætir til leiks í
jakkafötum, hvítri skyrtu og með
bindi eins og hinir í hópnum.
„Strákarnir gáfu mér fötin,“ segir
hann og finnst þetta eðlilegasti
hlutur í heimi. En hann fylgist líka
vel með í hverjum leik og ekki
stendur á svarinu þegar spurt er
um eftirminnilegasta atvik sumars-
ins. „Það var skemmtilegast á móti
Keflavík í Keflavík, þegar Aron
kom fljúgandi og skoraði sig-
urmarkið,“ segir hann.
Yngsti liðsstjórinn áfram
Magnús Máni
Kjærnested 8 ára
stjóri á bekknum
Morgunblaðið/Golli
Liðsstjórar KR Magnús Máni Kjærnested og Lúðvík J. Jónsson fyrir leikinn á móti Val að Hlíðarenda um helgina.
Lúðvík J. Jónsson hefur ver-
ið liðsstjóri hjá KR í 16 ár
auk þess sem hann gegnir
sama embætti hjá U21 árs
landsliði karla. „Ég hef
ákveðið verkefni hjá KR,“
segir hann. „Ég sé um
búningana, merki þá sjálfur,
setti til dæmis 5. stjörnuna
á fyrir síðasta leik, geng frá
leikskýrslunni minnst
klukkutíma fyrir leik, sé um
allar sjúkravörur, kaupi þær og
fylli á.“ Hann bætir við að auk þess
sjái hann um að hafa vatn og orku-
drykki til taks á bekknum.
Magnús Máni Kjærnested fékk
nasasjón af starfinu í vetr-
arleikjum í Egilshöll og til þess að
Lúðvík gæti haft hann áfram í Ís-
landsmótinu varð hann að setja
strákinn á leikskýrslu. „Ég hef
fundið handa honum verkefni síð-
an,“ segir Lúðvík.
LÚÐVÍK J. JÓNSSON REYNDASTI LIÐSSTJÓRINN
Magnús Máni
Kjærnested
Í mörgu að snúast í 16 ár