Morgunblaðið - 04.10.2011, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.10.2011, Blaðsíða 11
Kátir Kristinn (lengst til hægri) ásamt félögum sínum að nýloknu maraþoni, f.v. Pétur Smári Sigurgeirsson, Eyþór Kristjánsson, Friðleifur Friðleifsson. strákarnir sem hafa verið með mér í liði í liðakeppni í þrekmóta- röð voru allir búnir að hlaupa maraþon. Þeir hvöttu mig til að hlaupa Laugaveginn sem ég gerði núna í sumar. Ég var sáttur við árangurinn en ég náði að vera í fyrsta sæti í sveitakeppninni og 11. sæti í hlaupinu. Fljótlega eftir það voru nokkrir úr Boot Camp farnir að skrá sig í Berlínar- maraþonið. Ég ákvað að slá til og er heppinn að konan mín hljóp líka og við fengum að upplifa þetta saman,“ segir Kristinn. Lítill tími til að finna lausn Kristinn byrjaði að æfa hlaup eftir prógrammi hlaupaþjálfara í mars og lauk síðasta hlaupinu í því nú um helgina en það hlaup var eftirfylgni eftir maraþonið. Hann segir að með réttum undir- búningi hafi ekki verið svo erfitt að hlaupa Laugaveginn, jafnvel þó að vegalengdin sé lengri en í maraþoni. Maraþonhlaupið sem slíkt hafi hins vegar verið erfiðara en hann hélt og reynsluleysið hafi komið honum nokkuð í koll. Hann lauk þó hlaupinu á 3:06:12 sem teljast má mjög góður árangur. „Þar sem ég hafði ekki mikla hlaupareynslu að baki fann ég að ég hafði lítinn tíma til að finna rétta lausn á þeim vandamálum sem komu upp. Maður hefur ein- faldlega ekki möguleika á að bregðast nógu skjótt við og taka réttar ákvarðanir. Í 30 km mark- inu fékk ég t.d. heiftarlegan magaverk af orkugeli og mér datt ekkert í hug til að losna við verk- inn nema bíða eftir að ég fengi vatn. Reynslumeiri hlaupari hefði hins vegar kannski bara verið með vatn á sér til að eiga möguleika á að leysa slíkt vandamál hratt. Það kom mér líka á óvart hvað maður þarf að drekka mikið þegar á hólminn er komið og hversu marg- ir voru í hlaupinu. Ég og félagar mínir tveir úr Boot Camp lögðum saman upp hlaupaplan og náðum að halda því að einhverju leyti. En keppendur voru það margir að það tók miklu meiri orku en maður reiknaði með að komast að og maður þurfti að vera pínulítið frekur,“ segir Kristinn. Líkamlegur veggur Kristinn segist hafa verið sáttur við árangurinn þó að hann hafi ætlað sér að ná þriggja tíma markinu. Hann hafði þó verið var- aður við að líklega væri það nokk- uð bjartsýnt miðað við fyrri reynslu. Hann segist ekki hafa hlaupið á vegg eins og stundum er talað um en telur það hafa bjargað sér hvað hann drakk mikið eftir magaverkinn. Veggurinn sé ekki endilega andlegur heldur frekar að gríðarlega mikið af mjólkur- sýru losni út í líkamann og drekki fólk ekki nóg byrji vöðvarnir að stífna upp. Eftirvænting í hópnum Kristinn segir það hafa verið skemmtilega upplifun að taka þátt í Berlínarmaraþoninu. „Það er feikilega gaman að vera í hóp þar sem allir eru með sama markmið. Það var mikil eftirvænting í loftinu og allir svo glaðir og spenntir. Svo er magnað að upplifa svona stórt hlaup. Við héldum saman nokkur í hóp en 90 Íslendingar voru skráðir í hlaupið og þarna var meðal annars stór hópur frá Árbæjarskokki. Það ríkti mikil samkennd og ég lærði mikið af þeim sem höfðu hlaupið áður og lærði hluti sem mér hefðu aldrei dottið í hug, bara t.d. eins og að hlaupa ekki í svörtu,“ segir Kristinn. Langt æfingatímabil að baki Þó að Kristinn hafi mikla ánægju af hlaupunum segist hann þó ekki ætla að einbeita sér ein- göngu að þeim hér eftir heldur halda áfram í Boot Camp og hlaupa í og með. Þannig haldi hann sér í góðu jafnvægi styrks og úthalds og best sé að vera í al- hliða góðu formi „Ég er byrjaður aftur núna í Boot Camp og er að æfa fyrir mót í þrekmótaröðinni sem heitir 5x5 og verður haldið í Vestmanna- eyjum um miðjan október. Svo ætla ég til Berlínar aftur á næsta ári og vonandi til Boston 2013. Ætli maður reyni ekki að taka eitt maraþon á ári en það er dálítil kúnst að blanda þessu við vinnu og fjölskyldulíf þar sem undirbún- ingur fyrir hlaup er miklu tíma- frekari en ég hafði ímyndað mér í byrjun,“ segir Kristinn. Morgunblaðið/Golli Tekið á Þau eru heilmikil átökin í Boot Camp eins og sjá má hér á Kristni í hádegistíma í gær. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2011

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.