Morgunblaðið - 14.10.2011, Side 11

Morgunblaðið - 14.10.2011, Side 11
Skrafað Betra er að bera vel saman bækur sínar áður en svarað er. „Sumt kemur úr eigin vitneskju en síðan les maður líka mikið og nýt- ir sér netið. Það er best að grúska nógu mikið þá dettur maður inn á eitthvað. Ég reyni að hafa spurning- arnar eins fjölbreyttar og hægt er en finnst skemmtilegastar þær spurningar sem eru dálítið misvís- andi,“ segir Hannes Daði. Í keppninni eru hraðaspurning- ar, bjölluspurningar, vísbend- ingaspurningar og þríþraut. Blaða- manni þykir rétt að skjóta hér að hvort hringja megi í vin, líkt og í spurningaþættunum Útsvari, en Hannes Daði svarar í léttum dúr að það sé bannað að hringja í vin. Eykur samstöðu Síðastliðin tvö ár hefur keppnin verið fjármögnuð með þátttöku- gjaldi en einnig er leitað til fyr- irtækja um styrki og verðlaun. Í fyrra var úrslitakeppninni útvarpað beint á Rás 2 og verður sami háttur hafður á í ár. Er jafnvel hugsanlegt að undanúrslitunum verði einnig út- varpað þetta árið. „Þetta er skemmtileg og fræð- andi keppni og eykur samstöðu inn- an skólanna. Þetta er líka annar vettvangur utan íþróttanna bæði fyrir þá sem þær stunda svo og hina. Oftast er einhver sem sér um liðið, kennari eða gamall nemandi, en eins er algengt að liðið sjái um þetta sjálft. Keppnin er líka ágætur skóli fyrir þá sem vilja reyna fyrir sér í Gettu betur síðar meir,“ segir Hann- es Daði. Hann tók á sínum tíma þátt í Nema hvað? á sínum grunn- skólaárum svo og í innanskóla- keppnum í menntaskóla. Úrslitunum útvarpað Oftast eru þrír í liði og einn varamaður. Í ár hafði Hannes Daði samband við Raftækniskólann um að hjálpa sér að búa til rafræna bjöllu. Um leið og hún er tilbúin geta leikar hafist og verður það líklegast í kringum næstu mánaðamót. Á höf- uðborgarasvæðinu er keppnin hald- in í skólunum sjálfum, en úti á landi fer slíkt allt eftir aðstæðum. Hannes Daði segir gestafjölda fara nokkuð eftir stærð skólanna þó alltaf skapist góð stemning í kringum keppnina. Spurningakeppni Frá úrslitum árið 2009, spyrill er Ágúst Bogason. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 2011 Fátt er glataðra við vel smurðar varir en þegar varaliturinn er farinn af að hluta eftir ákveðinn tíma, og sú sem varirnar tilheyra hefur kannski ekkert komist í spegil til að sjá. Því hafa ver- ið fundin upp ótal ráð til að láta vara- liti endast. Eitt er það ráð sem vert er að gefa gaum, en það er að bera barnapúður á milli tveggja laga sem smurt er á varirnar af varalitnum. Þetta snilldarráð á að halda litnum ferskum og fínum lengur en ella. Skýringin er sennilega sú að barna- púðrið virkar sem einhverskonar festir fyrir fyrra lagið af varalitnum, og sem grunnur fyrir seinna lagið sem borið er þar yfir. Barnapúður er málið! Að láta vara- litinn endast Mér finnst gaman aðhlusta á tónlist, lesa ogslaka á. Ég er hinsvegar þeim galla gæddur að vera allt of duglegur við að taka að mér alls konar verkefni og hjálpa flestum við flest og er því, eins og margir aðrir, alltaf á þönum og þeytingi hingað og þangað. Það er ótrúlegt hvaða geggjun er farin að drífa allt áfram og hvernig áður sjálfsagðir hlutir eins og að setjast bara niður yfir kaffibolla eru orðnir að munaði sem maður hefur yfir- leitt ekki tíma fyrir. Ég hef fundið lausn á al- heimsvandanum, ég náði að búa til tíma fyrir sjálfan mig þar sem ég sit í rólegheitum, oftast með góða músík í eyr- unum og bók í hendi; ég tek strætó. Ég hef vissulega þurft að hí- rast úti í kuldanum, renn- blautur og fúll því strætó kom ekki eftir að ég tók sprettinn til að vera kominn í tæka tíð. En það skipti svo sem engu máli því þegar ég kom heim var bara notalegra að komast í heita sturtu. Og hefði ég misst af einhverju væri það ekki mér að kenna því jú, ég var mættur á réttum tíma. Ég held að það væri öllum hollt að reyna að taka strætó reglulega. En í staðinn fyrir að stressast og pirrast á því að þurfa að bíða og skipuleggja ferðina og kvarta síðan undan því hvað þetta tekur nú langan tíma allt saman, þá á bara að njóta þess. Það er sjaldan sem maður fær tíma til að vera einn með hugsunum sínum og njóta þess að maður hafi ekkert með það að segja hvað ferð- in tekur langan tíma, maður kemst á áfangastaðinn. Ég segi: Taktu strætó, njóttu þess að geta slakað aðeins á og í guðanna bæn- um, ef þú sérð mig og ég sé þig ekki, þá bið ég þig að reið- ast ekki. Ég er í mínum heimi. »Ég hef vissulega þurftað hírast úti í kuld- anum, rennblautur og fúll því strætó kom ekki eftir að ég tók sprettinn til að vera kominn í tæka tíð en það skipti svo sem engu máli. Heimur Hjalta Hjalti Stefán Kristjánsson hjaltistef@mbl.is Hreyfill / Bæjarleiðir er styrktaraðili árveknisverkefnis Krabbameinsfélagsins í október og nóvember Af því tilefni höfum við sérmerkt bílana okkar enn á ný með bleikum taxaljósum og munu bílstjórarnir taka fagnandi á móti þér Taktu bleikan bíl næst flegar flú pantar leigubíl! „Bleika slaufan” er til sölu í bílunum okkar frá 1. – 15. október. Ökum undir bleikum merkjum enn á n‡

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.