Morgunblaðið - 14.10.2011, Síða 12

Morgunblaðið - 14.10.2011, Síða 12
Morgunblaðið/Árni Sæberg St. Jósefsspítali Loka á 18 rúma deild á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 1. desember nk., en þar starfa 26 manns. Björn sagði að meðallegutími á spítalanum væri hættur að styttast. „Í dag eru t.d. 42 sjúklingar á spít- alanum sem eru með svokallað gilt vistunarmat og bíða eftir plássi á hjúkrunarheimili. Þeir hafa ekki ver- ið svona margir í langan tíma. Við er- um með aðra 20 sem bíða á bráða- deildum eftir að komast í endurhæfingu á öldrunardeildunum á Landakoti. Allt þetta hægir á starf- seminni og það mun hægja meira á henni á næstunni.“ Aukning á þessu ári Björn sagði að lítil aukning hefði orðið á starfsemi Landspítalans á ár- unum 2009 og 2010, en nú væru komnar fram skýrar vísbendingar um að breyting væri að verða á. Á fyrstu 8 mánuðum þessa árs hefði orðið 8% fjölgun á inniliggjandi sjúk- lingum, 4% aukning í komum á bráðamóttökur og 4% fleiri skurð- aðgerðir hefðu verið gerðar það sem af er ári en í fyrra. Björn var spurður hvort ástæða hefði verið til að grípa til aðgerða núna strax þar sem ekki væri búið að samþykkja fjárlagafrumvarpið. Hann sagði að síðustu tvö ár hefðu stjórnendur spítalans gripið til að- gera strax eftir að frumvarpið var lagt fram enda hefði ekkert komið fram hjá stjórnvöldum um annað en að spítalinn ætti að spara meira. Vandinn yrði bara erfiðari viðfangs ef beðið væri með ákvarðanir fram til áramóta því að breytingar á starfs- mannahaldi þyrftu að eiga sér að- draganda. Erfiðara að útskrifa sjúklinga  Landspítalinn hefur gripið til aðgerða sem miða að því að lækka útgjöld spítalans um 630 milljónir  Forstjórinn segir aðgerðirnar hægja á starfsemi spítalans og fækkun rúma hafi áhrif á þjónustuna Morgunblaðið/Gollli Landakot Ákveðið hefur verið að loka líknardeild á Landa- kotsspítala og flytja starfsemina í Kópavog. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Sogn Loka á réttargeðdeildinni á Sogni í Ölfusi. Starfsemin verður flutt á Klepp. Sparnaðurinn er áætlaður 54 milljónir. Morgunblaðið/Árni Sæberg Landspítali Sparnaðaraðgerðirnar voru kynntar fyrir starfsmönnum Land- spítala í gær. Starfsmönnum hans hefur fækkað um 700 frá árinu 2007. BAKSVIÐ Egill Ólafsson egol@mbl.is „Afleiðingar af þessum aðgerðum verða þær að það verður erfiðara að útskrifa sjúklinga af bráðadeildum. Þessi fækkun rúma mun hafa áhrif á þjónustuna. Það verður fleira fólk sem festist á spítalanum, a.m.k. tímabundið,“ sagði Björn Zoëga, for- stjóri Landspítala, þegar hann kynnti sparnaðaraðgerðir á spít- alanum fyrir starfsfólki. Landspít- alanum er gert að lækka útgjöld um 630 milljónir á næsta ári. Fækka á starfsmönnum um 85. Björn sagðist vona að með þessum aðgerðum væri niðurskurð- araðgerðum á spítalanum lokið. Hann hefði reyndar sagt þetta líka í fyrra, en hann yrði að trúa því að þetta væri síðasta ár niðurskurðar. Frá 2007 hefur Landspítalinn lækkað rekstrarútgjöld um 23%. Ef mið er tekið af fjárlagafrumvarpi næsta árs þá lækka útgjöld spítalans um 9.624 milljónir frá 2007 til 2012. Loka þremur deildum Sparnaðaraðgerðirnar eru í nokkrum liðum. Loka á St. Jós- efsspítala í Hafnarfirði, en áætlað er að það spari 180 milljónir. Loka á réttargeðdeildinni á Sogni og flytja starfsemina á Klepp. Áætlað er að það spari 54 milljónir. Loka á líkn- ardeildinni á Landakoti og sameina hana líknardeildinni í Kópavogi. Það eru 9 rúm á Landakoti og 8 í Kópa- vogi, en við sameininguna á að fækka rúmum um 4. Stjórnendur spítalans ætla sér að spara 100 milljónir með því að lækka kostnað vegna útboða og með end- urskipulagningu á lagerum. Þá er ætlunin að spara enn frekar í lyfja- kostnaði með útboðum og lag- erstjórn. Þetta á að spara um 60 milljónir. Þá er ætlunin að samþætta starfsemi stoðeininga og breyta skipuriti á ýmsum einingum spít- alans sem skila á 50 milljóna sparn- aði. Ennfremur er ætlunin að hag- ræða á rekstrar- og fjármálasviðum, í sjúkraskrárritun og skjalavistun og í ýmsum smærri verkefnum. Björn viðurkenndi aðspurður að það rímaði ekki vel saman að fækka rúmum og grípa til aðgerða sem leiddu til þess að erfiðara yrði að út- skrifa sjúklinga af bráðadeildum. Staðan væri hins vegar þannig að það væri ekki hægt að hagræða meira í þjónustu við sjúklinga. Menn stæðu því frammi fyrir því að hætta einhverri starfsemi og aðgerðirnar tækju mið af því. 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 2011 „Þetta er ömurleg staða. Það ríkir sorg á þessum vinnu- stað,“ segir Soffía Anna Steinarsdóttir, aðstoðardeild- arstjóri á líknardeildinni á Landakoti, en ákveðið hefur verið að loka deildinni. Á líknardeildinni eru rúm fyrir níu sjúklinga, en þar starfa 17 hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar, auk lækna. Deildin, sem á 10 ára afmæli 26. október nk., er sér- hæfð líknardeild fyrir aldraða sjúklinga. Allir sjúklingar eru á einbýlum og vel búið að þeim. Soffía sagði að á stuttum fundi með forstjóra spítalans í gær hefði komið fram að deildinni yrði lokað „sem fyrst“. Jafnframt kom fram að einhverjum starfs- mönnum yrði sagt upp. Hún sagðist ekki vita hvenær uppsagnarbréfin bærust, en starfshópur væri að fara yfir málefni deildarinnar. Fyrirhugað er að sjúklingar á líknardeildinni verði fluttir inn á líkn- ardeild í Kópavogi, en sú deild hefur verið með áherslu á yngri sjúklinga. Soffía sagðist hafa áhyggjur af því að við þessar breytingar yrði dregið úr þjónustu við aldraða eins og reyndar væri tilhneiging til að gera þegar spara þyrfti í heilbrigðisþjónustu. „Aldraðir eru hópur sem aldrei biður um neitt og því kannski auðveldara að þrengja að þeim.“ „Það ríkir sorg á vinnustaðnum“ Soffía Anna Steinarsdóttir „Við fengum þau svör að ekki væri hægt að lofa öllum sem hér starfa vinnu á Landspítala,“ segir Birna Stein- grímsdóttir, deildarstjóri á lyflæknadeild á St. Jós- efsspítala, en deildinni verður lokað eftir 5 vikur. Á deildinni starfa 26 hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar. Birna sagði að starfsfólkið hefði verið farið að gruna að svona færi. Þessi 18 rúma deild væri eina deildin sem eftir væri í spítalanum, en hann er á fjórum hæðum. 1. september var meltingarfærasjúkdómadeild lokað og í fyrravetur var skurðstofum og handlækningadeild lok- að. Starfsemin á St. Jósefsdeild hefur því smátt og smátt verið að lognast út af. Birna sagði að starfsmenn væru sorgmæddir yfir því að búið væri að loka þessum stóra og öfluga spítala. Birna hefur starfað á St. Jósefsspítala í um 20 ár. Hún sagðist reikna með að flestir starfsmenn myndu láta reyna á yfirlýsingar stjórnenda Landspítala um annað starf. Fólk sem ætti kost á öðru starfi myndi fara til starfa á þeim deildum þar sem væri laust starf. Ekki myndu þó allir þiggja boðið, en a.m.k. tveir starfsmenn eru búnir að fá starf annars staðar. Ekki hægt að lofa öllum starfi á LSH Birna Steingrímsdóttir Allir starfsmenn réttargeðdeildarinnar á Sogni fá upp- sagnarbréf fyrir næstu mánaðamót. 30 stöðugildi eru við deildina og búa allir starfsmenn, utan einn, á Suður- landi. Drífa Eysteinsdóttir, deildarstjóri á Sogni, segir að stjórnendur Landspítalans hafi sagt á starfsmanna- fundi að þeir vonuðust eftir að flestir fengju starf á Kleppi, en fyrirhugað er að flytja starfsemina þangað. „Fólk var auðvitað mjög slegið yfir þessum fréttum og hver og einn er að íhuga sína stöðu. Það er von á fólki frá mannauðsdeild spítalans sem ætlar á næstu dögum að ræða við alla starfsmenn,“ sagði Drífa. Hún sagði að fram hefði komið á starfsmannafund- inum að spítalinn myndi ekki greiða starfsmönnum ferðakostnað vegna ferða til Reykjavíkur. Fólk þyrfti því sjálft að greiða 2500-3000 kr. á dag í bensínkostnað til að komast til og frá vinnu. Af þessum 30 starfsmönnum er 21 í öryggisgæslu. Hún sagði að flestir þeirra væru búnir að ljúka félagsliðanámi og taka ýmis námskeið sem tengjast starfinu. Flestir ættu að baki langan starfsaldur og sumir hefðu starfað á Sogni frá því deildin var stofnuð 1992. Fá ekki greiddan ferðakostnað Drífa Eysteinsdóttir 23% Frá 2007 hafa rekstrargjöld Landspítala lækkað um 23%. 9.624 Í krónum talið fara útgjöldin úr 41.376 milljónum árið 2007 í 31.752 milljarða árið 2012. 28% Frá 2002 hefur framleiðni vinnuafls Landspítala aukist um 28%. 19% Rannsóknum á spítalanum hefur fækkað um 19% frá árinu 2007. 90 Rúmum hefur fækkað um 90 frá 2007, en þau eru núna rúmlega 650. ‹ 700 FÆRRI STARFSMENN › »

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.