Morgunblaðið - 14.10.2011, Side 13

Morgunblaðið - 14.10.2011, Side 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 2011 Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is „Við erum að reyna að fá fólk til að hugsa úr fyrir normið, af hverju flokkum við fólk og hvað eru minni- hlutahópar í stóra samhenginu, því við tilheyrum öll einhverjum minni- hlutahópi, oft án þess að vita það,“ segir Eva Rún Snorradóttir, með- limur í framandverkaflokknum Kviss búmm bang sem stendur nú fyrir verkinu „Svo eðlilegur náungi“ á Háskólatorgi Háskóla Íslands. Verkið er hluti af Jafnréttisdögum sem hófust í háskólanum í gær og standa til 27. október. „Í verkinu erum við búnar að skipta öllum 56 borðunum í Hámu, sem er aðalmatsölustaðurinn á Há- skólatorgi, upp í minnihlutahópa. Þannig að þú getur ekki setið í Hámu nema vera merktur ein- hverjum minnihlutahópi. Á hverju borði er merki og texti sem hvetur fólk til að ræða hvað það á sameig- inlegt. Borðin eru til dæmis merkt minnihlutahópunum; hvítir gagn- kynhneigðir karlmenn, bifreiðaeig- endur, fólk úr úthverfi, kristnir á sakaskrá og vændiskaupendur en við höfum heyrt að það sé enginn sestur við það borð ennþá. Þetta er gert til að vekja fólk til umhugs- unar, fá það til að velta þessu fyrir sér og tengjast,“ segir Eva Rún. Er brýnt að hólfa fólk niður? Ásamt Evu Rún skipa Kviss búmm bang Vilborg Ólafsdóttir og Eva Björk Kaaber. Hópurinn hefur starfað saman síðan 2009 og farið víða um heim með verk sín. „Við erum í rauninni að gera minnihlutahópum af öllum stærðum og gerðum hátt undir höfði. Við er- um að skoða hvernig fólk er sett í minnihlutahópa og hvernig allir í rauninni tilheyra einum eða fleiri minnihlutahópum. Við viljum fá fólk til að spyrja sig hvort það sé nauð- synlegt að hólfa fólk niður og finna út hvaða hópi það tilheyrir, til þess að geta fljótt og örugglega dregið ályktanir um hvaða mann það hefur að geyma,“ segir Eva Rún. Uppskeruhátíð Jafnréttisdaga fer fram í Tjarnarbíói 27. október og þar eiga allir minnihlutahóparnir kost á að vera með skemmtiatriði. Því fleiri minnihlutahópar, þeim mun meiri fjölbreytileiki er markmið Kviss búmm bang. „Þar vonumst við til að hóparnir við borðin komi með atriði. Við erum þegar komnar með nokkur atriði frá allskonar minnihlutahóp- um.“ Við tilheyrum öll minnihlutahópum  Kviss búmm bang hjálpar háskólanemum að flokka sig í minnihlutahópa  Hluti af Jafnréttis- dögum Háskóla Íslands sem fara nú fram  Gert til að vekja fólk til umhugsunar og tengjast Morgunblaðið/Árni Sæberg Flokkarar Eva Rún Snorradóttir, Eva Björk Kaaber og Vilborg Ólafsdóttir gera minnihlutahópum hátt undir höfði. S T Y R K T A R F É L A G L A M A Ð R A O G F A T L A Ð R A SÖLUTÍMABIL 12.- 26. OKTÓBER Casa - Kringlunni og Skeifunni | Epal - Skeifunni, Hörpu og Leifsstöð | Kokka - Laugavegi | Kraum - Aðalstræti og Garðatorgi Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhúsinu | Líf og list - Smáralind | Hafnarborg - Hafnarfirði | Módern - Hlíðarsmára Þjóðminjasafnið - Suðurgötu | Blóma- og gjafabúðin - Sauðárkróki | Póley - Vestmannaeyjum | Valrós - Akureyri Verslanir Póstsins um allt land og í netverslun á kaerleikskulan.is STYRKJUM FÖTLUÐ BÖRN OG UNGMENNI MEÐ ÞVÍ AÐ KAUPA KÆRLEIKSKÚLUNA 2011. ... fyrir Ísland með ástarkveðju H V ÍT A H Ú SI Ð /S ÍA - 11 -1 80 8 JÓLIN ERU KOMIN HJÁ OKKUR! www.rumfatalagerinn.is Háskóli Íslands hefur sett sér það markmið að vera ávallt í fararbroddi í jafnréttismálum. Jafnréttisdagar 2011 standa yf- ir dagana 13.-27. október og er það þriðja árið í röð sem efnt er til Jafnréttisdaga í skólanum. Markmiðið með þeim er að stuðla að fræðslu og aukinni umræðu og skilningi á jafnrétt- ismálum, innan sem utan há- skólasamfélagsins, og stuðla að því að gera jafnréttismál sýni- legri. Fræðileg umfjöllun og fjöl- breyttir listviðburðir munu ein- kenna dagskrána í ár. Hægt er að fylgist með á; facebo- ok.com/jafnrettisdagar og á www.jafnretti.hi.is. Gera jafn- réttismál sýnilegri JAFNRÉTTISDAGAR „Landssamband eldri borgara mótmælir harð- lega lokun líknar- deildarinnar því þarna er enn ver- ið að ganga á hlut eldri borgara,“ segir formaður landssambands- ins, Jóna Val- gerður Kristjáns- dóttir, um lokun líknardeildarinnar fyrir aldraða á Landakoti. „Þetta er eina deildin hér sem hef- ur þetta hlutverk og með lokun hennar glatast sú sérfræðiþekking sem þarna hefur skapast,“ segir hún. „Og hvert á að vísa fólki? Á það bara að liggja heima? Mér er sagt að það sé tómt mál að tala um að bæta því við í Kópavogi,“ segir Jóna. Níu rúm séu nú á deildinni á Landakoti en þeim fækkar um fjögur þegar þjónustan flyst í Kópavog. Jóna segir ekkert liggja fyrir um hvernig framtíðarfyrirkomulag deildarinnar í Kópavogi verði en starfsemi deildanna tveggja og þjón- usta sé að mörgu leyti ólík. Hætta vonandi við að loka Jóna segist vonast til þess að ekki verði af því að loka deildinni á Landakoti, enda hljóti að vera hægt að forgagnsraða öðruvísi í niður- skurðaraðgerðum. „Við viljum að fólk fái að lifa og deyja með reisn en það er ekki hægt með svona framkomu. Einnig gagn- vart aðstandendum, það er ekki hægt að gera þeim það að hafa deyj- andi fólk heima,“ segir hún. holmfridur@mbl.is „Fólk fái að lifa og deyja með reisn“ Jóna Valgerður Kristjánsdóttir  Mótmæla lokun líknardeildarinnar „Þetta er æðislegt. Við höfum feng- ið tæpa 35 hnúta og þá fer skipið mjög vel með mannskapinn og gott í sjó að leggja,“ segir Sigurður Steinar Ketilsson, skipherra varð- skipsins Þórs, um hvernig skipið hefur reynst á leiðinni frá Síle. Þór er nú í höfn í Boston en á mánudagsmorgun verður förinni heitið til Halifax í Kanada að sækja búnað fyrir skipið. kjartan@mbl.is Þór fer vel með mannskapinn Varðskipið Þór er á leið til Kanada.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.