Morgunblaðið - 14.10.2011, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.10.2011, Blaðsíða 20
FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is S veitarstjórnarmenn troð- fylltu fundarsal Hilton Nordica hótelsins í gær þegar árleg fjármála- ráðstefna sveitarfélaga hófst. Þeir standa margir hverjir frammi fyrir erfiðum ákvörðunum en fjárhagsstaða sveitarfélaganna er þó æði misjöfn eins og Halldór Halldórsson, formaður Sambands ísl. sveitarfélaga, benti á við setn- ingu ráðstefnunnar. Fjölmargar upplýsingar um fjárhagsstöðu sveitarfélaga hafa verið lagðar fram á fjármálaráð- stefnunni. Skuldir sveitarfélaganna og skuldbindingar voru 586 millj- arðar um seinustu áramót. Ef skuldir Orkuveitu Reykja- víkur og 47 milljarða lífeyris- skuldbindingar sveitarfélaganna eru frátaldar, standa samanlagðar skuldir sveitarfélaganna í 310 millj- örðum kr., sem er 20% af vergri landsframleiðslu og 154% af tekjum þeirra að því er fram kom hjá Karli Björnssyni, framkvæmdastjóra Sambands ísl. sveitarfélaga. Lækka skuldir um 80-126 milljarða til að ná markmiði Markmið sem ríkisstjórnin hef- ur sett sveitarfélögunum er að skuldir þeirra verði komnar niður í 12-15% af landsframleiðslu 2020. Verkefnið sem sveitarstjórnarmenn standa frammi fyrir er því að finna leiðir til að lækka skuldir um 80 til 126 milljarða kr. til að standast þessi markmið ríkisstjórnar. Skv. nýsettum sveitarstjórnar- lögum eiga skuldir sveitarfélaga ekki að fara fram yfir 150% af tekjum en þau fá þó aðlögunartíma til að ná því marki. Til að uppfylla þetta markmið þarf að lækka skuld- ir um 66 milljarða kr. Reiknað er með að það geti tekið sum sveit- arfélög allt að 10 ár. Karl Björnsson segir að í reynd séu þau sveitarfélög örfá sem eiga í mjög alvarlegum vanda þegar litið er á brúttóskuldir þeirra og geta þurft á klæðskerasniðnum lausnum að halda. Einhver þeirra þurfi að gera samninga við eftirlits- nefndina með fjármálum sveitarfé- laga. Þau gætu þurft að grípa til að- gerða sem kosti allt að 25% álag á útsvar og fasteignaskatta og kalla á enn frekari niðurskurð. Karl bendir á að almennt sé fjárhagsstaða sveitarfélaga við- unandi en mörg þurfa að bæta framlegð sína. Innan við 10 sveit- arfélög af 76 þurfi hins vegar að taka mjög fast á vanda sínum. 11,7 milljarða raunlækkun útgjalda frá árinu 2008 Sum sveitarfélög hafa komist í gegnum erfiðleikana án mikils nið- urskurðar í rekstri og þjónustu á sama tíma og önnur hafa orðið fyrir miklum fjárhagslegum áföllum, „sérstaklega þau sveitarfélög sem voru í mikil þenslu á árunum fyrir hrun og skulduðu mikið í erlendum gjaldmiðlum,“ sagði Halldór. „Við sjáum hærri skuldir 2010 en 2009 vegna þess að sveit- arfélögin hafa ekki náð almennilega vopnum sínum til að greiða niður skuldir en fyrst og fremst vegna þess að skuldbindingar sem áður voru utan efnahags eru nú komnar inn í efnahagsreikninga sveitarfé- laga.“ Sveitarfélögin hafa gripið til mikils niðurskurðar frá banka- hruninu. Raunlækkun útgjalda á 3 árum (2008-2010) er 11,7 milljarðar. Sparað hefur til að mynda verið um 4,9 milljarða í 1.-7. bekk grunnskóla og 2,9 milljarða í íþrótta- og tóm- stundamálum. Sum þurfa að taka á honum stóra sínum Hagræðing hjá sveitarfélögum Framlög og sparnaður hjá sveitarfélögum á verðlagi 2010 í milljörðum króna 2008 2009 2010 Breyting Hlutfallsleg 2008 - breyting 2010 2008 - 2010 Málaflokkar Íþr.- og tómst.mál 30,2 26,8 27,3 -2,9% -9,6% Leikskólar 14,5 14,0 12,9 -1,6% -11,0% Grunnsk. 1.-7. b. 45,2 42,0 40,3 -4,9% -10,8% Grunnsk. 8.-10. b. 19,8 18,4 17,5 -2,3% -11,7% Samtals 109,7 101,2 98,0 11,7 -10,7% Heimild: Samband íslenskra sveitarfélaga 20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Bæjarstjór-inn í Hafn-arfirði taldi sig hafa loforð for- svarsmanna rík- isins um að ekki yrði gerð sú aðför að Sólvangi í Hafnarfirði, sem nú hefur ver- ið gerð. Guðbjartur Hann- esson velferðarráðherra stað- festi í viðtölum að bæjarstjórinn segði satt og rétt frá gefnum loforðum. Og ekki varð betur skilið en þar með væri málinu lokið að mati ráðherrans. Hann liti svo á að ekkert nýtt hefði komið fram, þótt hann hafi verið minntur á loforð ríkisins sem verið væri að svíkja. Guðbjarti er svo sem vor- kunn. Flokkur hans er í stjórnarsamstarfi við annan flokk þar sem fínast alls þykir að svíkja loforð og er þá ekki átt við skrípaflokkinn í borg- arstjórn. Og það er auðvitað rétt mat hjá Guðbjarti að göm- ul loforð eru ekki ný. Í næsta þætti fjárlaga- leikritsins kom einn af þing- mönnum Suðurlands dig- urmæltur í ræðustól og virtist hinn versti yfir því að loka ætti réttargeðdeild að Sogni í Ölf- usi vegna sparnaðar. Þótti þingmanninum, Björgvini Sig- urðssyni, þetta vera mikil ósv- inna. En verst þótti honum þó að farið væri í þetta verk fyr- irvaralaust af spítalamönnum, án nokkurs samráðs við yf- irvöld heilbrigðismála. Ekki hafði sjónvarpið fyrr sleppt að spila spóluna með Björgvini þingmanni en það beindi vél sinni að Guðbjarti Hannessyni vel- ferðarráðherra. Ekki varð betur séð og heyrt en að ráðherrann væri heldur betur með á nótunum, vissi allt um niðurlagninguna í Ölfusi og væri sáttur mjög við að starfsemin að Sogni flytti öll með manni og mús og yrði upp frá þessu inni við hin bláu sund höfuðborgarinnar. Eitt- hvað virtist Björgvin Sigurðs- son því hafa verið illa upp- lýstur þegar hann dreif sig upp í ræðustólinn til að for- dæma framgöngu og pukur þeirra Landspítalamanna. Minnir það allt illilega á lýs- ingu Darlings, fyrrum fjár- málaráðherra Bretlands, á sögufrægum fundi sem Björg- vin Sigurðsson fór til, sem eins konar fylgdarmaður Jóns Sig- urðssonar, þáverandi for- manns Fjármálaeftirlitsins, en stjórn Fjármálaeftirlitsins lokaði í nærri þrjá mánuði vegna sumarleyfa á því herr- ans ári 2008, svo ótrúlegt sem það kann að hljóma. En Björg- vin Sigurðsson talaði sem sagt digurbarkalega og skýrt um niðurlagningu réttargeðdeild- arinnar að Sogni og það gerðu fleiri þingmenn. Velferðarráðherrann góð- kunni, Guðbjartur Hannesson hlustaði umburðarlyndur á allt það tal. Og mun það mál við- staddra að honum hafi þótt sem ekkert nýtt hafi komið fram í máli þeirra sem þá töl- uðu. Það er ekki endilega víst að það viti á gott. Leikþættir settir á svið í sölum Alþingis} Ekkert nýtt kom fram, sem er svo sem ekkert nýtt Málstaður fjár-málaráð- herra í málefnum fjármálafyr- irtækjanna sést ágætlega á því hvernig hann svarar fyrir- spurnum um þau efni. Í gær spurði Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður hann um málefni Byrs og SpKef og fyrstu viðbrögð fjármálaráðherra voru að finna að því að þingmaðurinn léti sig þetta varða og hefði fjallað um það að und- anförnu, auk þess sem hann hnýtti persónulega í fyr- irspyrjanda. Það er aumur málstaður sem kallar á slík viðbrögð og vissulega er málstaður Stein- gríms J. Sigfússonar aumur. Hann hefur, eins og Guð- laugur Þór benti á, sjálfur farið með eigandavald í Byr og SpKef á þeim tíma sem brotin hafa verið lög um eiginfjárhlutfall og fleira ámóta verið afrekað. Sú var tíð að Steingrímur J. Sigfússon hefði farið mikinn og krafist afsagnar ráðherra af mun minna tilefni en því sem snýr að meðferð hans sjálfs á Byr og SpKef. Nú þarf hins vegar að verja ráðherrastólinn og þá verður allt annað að víkja um leið og réttlætanlegt þykir að ráðast persónulega að þeim sem reyna að veita aðhald. Það sem Steingrímur virðist ekki átta sig á er að slík framganga gerir ekkert annað en styðja þá skoðun að nauðsynlegt sé þegar fram í sækir að fram fari rannsókn á embættisfærslu hans. Ekkert er eftir í vopnabúri ráð- herrans nema per- sónulegu árásirnar} Aumur málstaður S ú var tíðin að ekki var hægt að ná í fólk hvar og hvenær sem var og þótti engum neinn sérstakur ami að því. Ekki er betur vitað en að allir þeir, sem áttu erindi hver við annan, á þessum fornu tímum (fyrir u.þ.b. 15 árum) hafi á endanum náð saman og átt samskipti, jafnvel þó að ekki væri hægt að ná sambandi við alla öllum stundum. Fólk hittist, gekk frá mál- um, gladdist, reifst og sættist og allt þar á milli. Í kringum 1995 eða svo fóru farsímar síðan að sjást að einhverju marki í lúkum lands- manna. Í byrjun þóttu þeir stöðutákn, sumum þótti slík símaeign argasta snobb og gjarnan var híað á farsímaeigendur og gert gys að þeim. „Þykistu vera svona mikilvægur“? var við- kvæðið þegar einhver tilkynnti rjóður í kinnum að hann væri stoltur eigandi farsíma. Gamansögur komust á kreik um fólk sem stóð í bið- röðum í troðfullum bankaútibúum og þóttist vera að ganga frá mikilvægum málum í farsímanum sínum, þegar síminn hringdi skyndilega og viðkomandi stóð kindarlegur frammi fyrir fullum banka af flissandi vandlætingarpost- ulum. Það þótti nefnilega ferlega asnalegt og hámark plebbaskaparins að tala í síma á almannafæri fyrir allra augum og eyrum. Eftir því sem fleiri sáust halda tóli upp að eyra og tala á almannafæri hætti þetta að vera asnalegt. Á góðum degi í matvöruverslun síðdegis á föstudegi má til dæmis fá ýms- ar krassandi upplýsingar um einkahagi bláókunnugs fólks. Maður heyrir að vísu bara helming sam- talsins og þarf því að geta allverulega í eyð- urnar, en af þessu getur orðið hin besta skemmtun. Reyndar er slíkt símamal orðið eins og hver önnur umhverfishljóð, þetta heyr- ist varla lengur nema staldrað sé við og lagt við hlustir. Svo varð til hugtakið „að vera alltaf ínáan- leg“ og það var talið fólki til tekna að hægt væri að ná tali af því hvenær sem var. Nokkrum árum síðar þurfti fólk síðan að vera enn meira ínáanlegt. Ekki var lengur nóg að við gætum alltaf svarað símtölum, heldur náði það ekki nokkurri átt að við gátum ekki lesið og sent tölvupósta hvar og hvenær sem var. Það er aftur á móti ekkert sérlega hent- ugt að rogast með tölvu í fanginu daginn út og inn í þessum tilgangi, en svo skemmtilega vildi til að hægt var að koma þessum möguleika haganlega fyr- ir í farsímanum. Sem var gert. Þó að eitthvað sé tæknilega mögulegt (eins og til dæmis að kaupa bensín með símanum sínum) þarf þá endilega að gera það? Og hverjum tókst að selja gjörvallri heims- byggðinni þá hugmynd að allir þyrftu að vera ínáanlegir öllum stundum? Vorum við kannski svona ginnkeypt fyrir þessari hugmynd vegna þess að okkur fannst við öll vera orðin svo mikilvæg? Annars væri gaman að fá að vita hvort við eigum inni- haldsríkari samskipti nú, en þegar við vorum minna ínáan- leg. annalilja@mbl.is Anna Lilja Þórisdóttir Pistill Appaðu þig og vertu ínáanleg STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Gagnrýnt var á fjármálaráð- stefnunni að stjórnvöld hafa ákveðið að verja 300 milljónum af 700 milljóna aukaframlagi jöfnunarsjóðs til sveitarfé- lagsins Álftaness. Eftir standi 400 milljónir til að mæta fjár- hagserfiðleikum annarra. Þó eðlilegt sé að Álftanes fái fram- lagið sé ranglátt að sveitarfélög sem háð eru aukaframlaginu taki þetta á sig. Halldór Hall- dórsson, formaður Sambands ísl. sveitarfélaga, sagði koma til greina að setja upp sérstakan neyðarsjóð. Steingrímur J. Sig- fússon fjármálaráðherra ávarp- aði ráðstefnuna síðdegis. Minnti hann á að við afgreiðslu fjárlaga í fyrra var 700 millj- ónum sérstaklega bætt inn sem aukaframlagi ,,og við merktum það sérstaklega sveitarfélögum í sérstökum fjárhagsvanda og það vissu allir hvað var verið að tala um“. Það sé svo ákvörðun sveitarfélaganna hvernig þau beiti jöfnunarafli jöfnunarsjóðs. Gæti þurft neyðarsjóð DEILT UM AUKAFRAMLÖG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.