Morgunblaðið - 14.10.2011, Page 22

Morgunblaðið - 14.10.2011, Page 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 2011 Í dag eru 150 ár lið- in frá fæðingu sr. Bjarna Þorsteins- sonar, tónskálds, þjóð- lagasafnara og prests í Siglufirði. Hann fæddist á Mel í Hraunhreppi á Mýr- um 14. október 1861, var sonur Þorsteins Helgasonar bónda þar og konu hans Guð- nýjar Bjarnadóttur bónda og skipasmiðs Einarssonar í Straum- firði. Hann varð stúdent í Reykja- vík 1883 og lauk guðfræðiprófi frá Prestaskólanum 1888. Á náms- árunum var hann bæjarfóg- etaskrifari í Reykjavík, stunda- kennari við latínuskólann og sýsluskrifari í Vatnsdal. Hann var settur prestur í Hvanneyr- arprestakalli í Siglufirði 28. sept- ember 1888 og veitt það kall 18. mars 1889 og átti eftir að þjóna íbúum staðarins til 1. júní 1935, eða í 47 ár. Hann kvæntist Sigríði Lárusdóttur Blöndals sýslumanns á Kornsá í Vatnsdal 26. ágúst 1892. Þeim varð fimm barna auðið. Þótt Bjarni væri afburða prest- ur, var það sem tónskáld að hann komst fyrst í snertingu við þjóðina. Brautryðjendaverkið var „Íslenzk- ur hátíðasöngur – víxlsöngur milli prests og safnaðar á stórhátíðum kirkjunnar, sem prentaður var í Kaupmannahöfn 1899 og átti eftir að sigra hjörtu landsmanna og er enn notaður um allt land á mestu hátíðum íslensku þjóðkirkjunnar – jól- um, páskum og hvíta- sunnu. Sr. Bjarni hóf einn- ig á síðustu tveimur áratugum 19. aldar að safna og bjarga þann- ig frá gleymsku ís- lenskum þjóðlögum og fékk þau prentuð í Kaupmannahöfn á ár- unum 1906-1909. Baldur Andrésson (1897-1972) segir um þetta í óútgefnu handriti: „Áður en rit Bjarna um þjóðlögin kom út, var sú skoðun almenn, að ekki væri um auðugan garð að gresja hjá okkur Íslendingum, hvað þjóð- lög snertir. Aðeins 16 íslenzk þjóðlög höfðu verið birt á prenti, þegar hann fór að safna þjóðlögum á seinni hluta 19. aldarinnar. Og það var reyndar skoðun margra, að íslenzk þjóðlög væru svo léleg og ljót, að þau væru ekki þess virði að þeim væri safnað – þau væru þjóðinni til minnkunar. Og svo var það álit margra, að þau væru ekki einu sinni íslenzk að uppruna, heldur afskræming á erlendum lögum. Þessir menn báru ekki það traust til þjóðarinnar, að hún gæti lagt neitt til frá eigin brjósti í þessum efnum. En annað átti eftir að koma á daginn, þegar stórvirki hans, upp á um 1.000 blaðsíður, kom fyrir almenningssjónir. Mun það eitt nægja til að halda nafni sr. Bjarna á lofti um ókomna fram- tíð í íslenskri tónlistar- og þjóð- arsögu. Hann samdi líka um ævina fjölda alkunnra sönglaga, eins og t.a.m. „Ég vil elska mitt land?, „Sólsetursljóð? og „Sveitin mín?, og eitthvað af söngtextum líka, þar sem kunnastur er vafalaust „Það liggur svo makalaust ljómandi á mér.“ Upp úr aldamótunum 1900 fór hann að gefa sig meira að opinber- um málefnum og framkvæmdum í kauptúninu nyrðra, og átti fyrir það eftir að verða nefndur „faðir Siglufjarðar“ Hann mótaði byggð- ina og gerði t.d. skipulagsuppdrátt af bæjarstæðinu, löngu áður en slíkt tíðkaðist á Íslandi. Og flest er hér þó óupptalið, sem hann kom að. Árið 1930 var hann sæmdur pró- fessorsnafnbót fyrir afrek sín og riddarakrossi íslensku fálkaorð- unna. Og heiðursborgari Siglu- fjarðarkaupstaðar var hann kjör- inn 1936. Hann andaðist í Reykjavík 2. ágúst 1938. Mikil hátíð verður í dag, á morg- un og á sunnudag á Siglufirði til að minnast 150 ára afmælisins, í samvinnu helstu stofnana byggð- arlagsins og með þátttöku fjölda bæjarbúa, yngri sem eldri. 150 ár frá fæðingu sr. Bjarna Þorsteinssonar Eftir sr. Sigurð Ægisson » Þótt Bjarni væri af- burða prestur, var það sem tónskáld að hann komst fyrst í snertingu við þjóðina. Sigurður Ægisson Höfundur er sóknarprestur í Siglu- firði. Sumir trúa að sam- þjöppun auðs á fáar hendur sé skaðlaus, því auðmennirnir beini fé sínu aftur í hagkerfið. Gott sé að hafa kapítal- ista sem séu öflugir o.s.frv. Ástandið í BNA, höfuðvígi kapít- alismans, segir sína sögu. Það 1% sem rík- ast er fer með 40% auðsins. Þau 10% sem ríkust eru fara með nær 80% auðs- ins. Vandinn fer vaxandi. Neytendur hafa verið keyrðir áfram með skulda- söfnun. Hver á að kaupa fram- leiðsluvörur fyrirtækja kapítalist- anna ef neytendur eru gjaldþrota? Djúp kreppa vofir yfir. Milljónamæringar Síðasta öld var samfelld sig- urganga Íslendinga í efnahags- og atvinnumálum. Nýsköpun varð á öll- um sviðum og enn standa fyrirtæki á þeim grunni. Þetta varð ekki sjálf- krafa. Að baki hverju fyrirtæki stóð frumkvöðull sem sýndi kjark, úthald og útsjónarsemi. Nöfn eins og Einar Guðfinnsson, Sveinn B. Valfells, Ingvar Vilhjálmsson, Pálmi Jónsson, Alfreð Elíasson og ótal önnur lýsa upp þessa glæstu sögu, sem kom okkur úr örbirgð í fremstu röð á fáum áratugum. Þeir uxu með fyr- irtækjum sínum, þekktu umhverfi þeirra, mátu framlag starfsfólksins, þolinmæði kröfuhafa og tryggð við- skiptavina. Enginn þeirra sá pen- ingana „vaxa á trjánum“. Þeir voru sjálfir jafn sparsamir og fyrirtæki þeirra. Þeir gættu hagsmuna allra sem sýndu þeim traust. Margir eru enn að, en basla í samkeppni við fé- lög sem féllu í afskriftarsjóð bank- ans, eftir aðkomu nýrrar kynslóðar. Milljarðamæringar Eignatilfærslur frá fjöldanum til fárra eru kúnst hinna nýju. Skuld- sett einkavæðing, verðbólur á eigna- mörkuðum, sjálftaka ofurlauna og skuldsettar yfirtökur eru af þessum toga. Slík samþjöppun auðs byggist ávallt á forréttindum og er ,,auð- okun“ af því að tapið lendir á al- menningi. Hagfræðin nefnir þá eina „fjárfesta“ sem leggja fé í fram- leiðslutæki. Þegar keypt eru verð- bréf með lánsfé, er rætt um „spá- kaupmennsku“. Hún skapar enga atvinnu, en veldur samþjöppun auðs. Það er auðokunin sem veldur verð- bólum sem springa með skelfilegum afleiðingum. Fátítt er að spákaup- menn gerist fjárfestar, þeir stoppa stutt við, hesthúsa skyndigróða og snúa sér svo að öðru. „Féflettar“ er orð sem lýsir iðju þeirra. Þeir eiga ekkert skylt við fjárfesta eins og þá sem lögðu grunn að velferð okkar. Allir „útrásarvíkingarnir“ eiga nafn- bótina skilið. Látum þá njóta hennar. Menn kveinka sér Í Morgunblaðinu 6. október bera þeir Árni Hauksson og Hallbjörn Karlsson, sem keyptu Húsasmiðjuna á sínum tíma, sig aumlega. Þeir mót- mæla því ekki að yfirtakan var skuldsett, en finnst óþarft að aðferð þeirra skuli vera rædd, þó með því hafi byrjað ný tækni við eigna- tilfærslu. Í kjölfarið voru t.d. Skelj- ungur og Sterling seld fram og til baka milli sömu aðila. Alltaf hækkaði verðið, seljandi bók- færði gróða, kaupandi eignfærði „goodwill“, sem var bara loft. Sjá má tölur um slíkar „óefnislegar eignir“ Húsasmiðjunnar í með- fylgjandi töflu. Sé „loft- ið“ dregið frá bókfærðu eigin fé kemur féflett félag í ljós. Afkoman var fölsk, sem sést af nær 13 milljarða kr. tapi í lokin. Samt voru gríðarlegar fjárhæðir greiddar fyrir félagið. Hefðir þú, lesandi góður, fengið t.d. milljarð eða tvo að láni í banka til að kaupa félag, án viðeigandi eigin fjár? Nei, forréttindi voru lykilatriði. Hallbjörn starfaði í Búnaðarbank- anum til þessa tíma með Sigurjóni Árnasyni og þeir verkfræðingarnir hönnuðu fléttuna. Þegar þeir Hall- björn og Árni seldu á ný var kaup- andinn Jón Ásgeir Jóhannesson, í samstarfi við Pálma Haraldsson og Hannes Smárason. Jón og Pálmi léku sér sem kunnugt er eins með Skeljung og Hannes Smárason kom við sögu Sterling ásamt Pálma. Sá snúningur sem tekinn var á þessum félögum, þ.m.t. Húsasmiðjunni við seinni söluna, var langtum stærri en áður, verðin fjarstæðukenndari og bankinn misnotaður herfilega. Þeir félagar Árni og Hallbjörn veittu gríðarháu fölsku söluverði Húsa- smiðjunnar viðtöku. Hér voru engir fermingardrengir að selja kór- drengjum. Tölurnar tala sínu máli. Traust og almannafé Umsjón almannafjár, innlána og lífeyrissjóða, hæfir ekki þeim sem sækjast eftir auði í skjóli forréttinda. Stjórnmálamenn verða að þola að umsvif þeirra og maka þeirra séu undir smásjá. Þegar álitamál koma upp eiga þeir að stíga til hliðar og hreinsa sig af grun áður en þeir reyna fyrir sér að nýju. Þeir félagar segja mig hafa borið eiginkonu ann- ars þeirra „þungum sökum“. Sjá má í grein minni 30. september að engar sakir voru á hana bornar. Aðferð þeirra er að láta fullyrðingar standa gegn staðreyndum. Undir lok grein- ar sinnar reyna þeir að draga úr trú- verðugleika mínum með gömlu bragði. Þeir vitna í óskylt þriggja ára gamalt samkeppnismál, sem Kast- ljós Sjónvarpsins tók upp á ný fyrr á árinu, af greiðasemi. Að baki þeim sem bað um greiðann stóð féflettir sem þótti ég standa í vegi sínum. Mér var meinuð aðkoma að málinu hjá Samkeppniseftirlitinu, þar sem ég var ekki málsaðili. Ég vék samt strax úr störfum mínum fyrir Lífeyr- issjóð verslunarmanna og Framtaks- sjóð Íslands, til að hlífa umbjóðanda mínum VR í aðdraganda kosninga innan félagsins. Ég get því leyft mér að hafa þessa afstöðu. Gamla trixið missir marks. Viltu vinna milljarð? Eftir Ragnar Önundarson Ragnar Önundarson » Þeir félagar Árni og Hallbjörn veittu gríðarháu fölsku sölu- verði Húsasmiðjunnar viðtöku. Tölurnar tala sínu máli. Höfundur er viðskiptafræðingur og fv. bankamaður. „Óefnislegar eignir” Húsasmiðjunnar Þús. kr Óefnislegar Skuldir Bókfært Afkoma eignir eigið fé ársins Ár 1999 12.780 2.974.340 -2.321.294 +317.936 2000 252.925 5.097.557 -2.958.226 +317.936 2001 219.896 6.412.516 -3.361.370 +186.367 2002 149.496 3.416.212 -3.954.463 +704.905 2003 152.016 2.828.412 -4.288.573 +34.4111 2004 2.191.402 6.781.674 -1.724.239 +34.9112 2005 6.108.032 10.953.459 -2.506.667 +396.454 2006 6.180.032 12.598.895 -1.759.453 -747.214 2007 6.191.485 11.657.375 -4.027.670 +968.829 2008 0 16.868.104 +8.789.514 -12.717.797 –– Meira fyrir lesendur MEÐAL EFNIS: Jólahlaðborð á veitingahúsum. Jólahlaðborð heima. Girnilegar uppskriftir. Fallega skreytt jólahlaðborð. Tónleikar og aðrar uppákomur. Ásamt full af spennandi efni. Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um jólahlaðborð, tónleika og uppákomur í nóvember og desember föstudaginn 28. október 2011 PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 24. október. Jólahlaðborð NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir kata@mbl.is Sími: 569-1105 SÉRBLAÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.