Morgunblaðið - 14.10.2011, Side 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 2011
✝ Herdís Jóns-dóttir fæddist í
Kópavogi 28. febr-
úar 1954. Hún lést
á heimili sínu 4.
október 2011. For-
eldrar hennar voru
Guðrún Berglind
Sigurjónsdóttir
ljósmóðir, ættuð úr
Flóanum, f. 1932,
d. 2001 og Jón
Bogason rann-
sóknarmaður, ættaður úr Flat-
ey, f. 1923, d. 2009. Systkini
Herdísar eru: Sigurborg Inga
kennari, f. 1956; Bogi þúsund-
þjalasmiður, f. 1960; Sig-
urbjörg búfræðingur, f. 1963
og Berglind hjúkrunarfræð-
ingur, f. 1967.
Eiginmaður Herdísar er
Halldór Snorri Gunnarsson
Rafn Erlingsson öryggisvörður.
4) Gunnar Már nemi, f. 1988.
Herdís ólst upp á erfðafestul-
andi fjölskyldu sinnar við Ný-
býlaveg. Þar hafa þau Halldór
búið síðustu tuttugu árin í hús-
inu sem faðir hennar byggði.
Hún gekk í Kópavogsskóla, Víg-
hólaskóla og lauk kennaraprófi
frá Kennaraháskólanum árið
1978. Herdís starfaði sem kenn-
ari alla tíð, fyrst við Mýrarhúsa-
skóla á Seltjarnarnesi en lengst
af við Digranesskóla í Kópavogi
(sem nú heitir Álfhólsskóli).
Þess utan átti hún sæti í ýmsum
nefndum og sinnti heima-
kennslu utan venjubundinna
starfa.
Útför Herdísar fer fram frá
Digraneskirkju í dag, 14. októ-
ber 2011, og hefst athöfnin
klukkan 15.
verkefnisstjóri á
kjarasviði Starfs-
mannafélags
Reykjavík-
urborgar, f. 1953.
Þau giftust árið
1977. Börn þeirra
eru fjögur: 1)
Berglind Björk
kennari og gisti-
húsaeigandi, f.
1977, eiginmaður
hennar er Hannes
Þór Baldursson húsasmíða-
meistari. Þau eiga þrjú börn:
Baldur Rökkva, f. 2005, Halldór
Hvannar, f. 2007 og Herdísi
Lóu, f. 2010. 2) Svanhildur Sif
nemi, f. 1985, sambýlismaður
hennar er Hjalti Geir Pétursson
nemi. 3) Lovísa Lára förð-
unarfræðingur, f. 1987, sam-
býlismaður hennar er Ársæll
Í minningargreinum lítur fólk
yfir farinn veg, sigtar í gegnum
minningarnar, tínir til þær bestu
og sleppir tökum á hinum. Það
þarf ekki að gera það í tilfelli
mömmu því allar minningarnar
eru góðar. Það er sárt að fara í
gegnum þær núna en er tíminn
líður munu þær verða algjörir
gullmolar sem við getum ornað
okkur við og búið að um ókomna
tíð. Hún var algjörlega einstök
kona. Engill á jörðu, löngu áður
en hún varð engill á himnum.
Vinir mínir og systkina minna
hafa alla tíð minnst á það við mig
hvað þeim fyndist mamma mín
frábær og hlý og margir þeirra
litið á hana sem einskonar auka-
mömmu sína. Ég get ímyndað
mér að nemendum hennar hafi
fundist það líka. Það gefa kortin,
gjafirnar og blómin sem hún fékk
á hverju ári við skólalok til
kynna.
Hér við ævilok eru aftur að
berast blóm og kveðjur og mér
þykir afskaplega vænt um allan
þann stuðning og hlýju og kær-
leik sem við fjölskyldan finnum
áþreifanlega fyrir þessa dagana.
Við munum sjá til þess að þetta
sorglega fráfall mikilvægustu
manneskjunnar í fjölskyldukeðj-
unni verði ekki til þess að slíta
hana heldur til að binda hlekkina
þéttar saman. Það þætti henni
vænt um og ég er algjörlega viss
um að hún verður með okkur í
anda þar til við hittumst á ný.
Berglind Björk
Halldórsdóttir
Það var algjört reiðarslag þeg-
ar við fengum hringingu um að
Dísa hefði fengið hjartaáfall og
væri farin frá okkur. Tíminn
stoppaði og hefur ekki komist
aftur af stað. Fallega, flotta Dísa
á besta aldri sem vildi öllum vel
og var alltaf til staðar fyrir alla og
öllum líkaði við. Af hverju hún?
Það er erfitt að finna jafn hlýja og
góða mannekju eins og amma
Dísa var. Hún vildi allt fyrir okk-
ur gera og krökkunum okkar
fannst æðislegt að fara í Auð-
brekkuna og leika við ömmu sína.
Hún gaf sig alla í leikina með
þeim og það var auðséð að henni
fannst ekki kvöð að gæta þeirra
og vera með þeim. Söknuðurinn
er mikill hjá fjölskyldunni. Dísa
var okkar stoð og stytta og ekki
er hægt að fylla í það tómarúm
sem hefur núna myndast. Við
munum varðveita hana í hjörtum
okkar og passa með hjálp mynda
og frásagna að börnin okkar
muni áfram minnast hennar um
ókomna tíð. Ég þakka henni fyrir
allar stundirnar sem við fjöl-
skyldan áttum saman og vil
kveðja hana með þessu fallega
ljóði:
Eitt andartak stóð tíminn kyrr,
æddi síðan inn um glugga og dyr,
hreif burt vonir, reif upp rætur.
Einhvers staðar engill grætur.
Hvers vegna hér – menn spá og spyrja.
Spurningar flæða, hvar á að byrja?
Fólkið á þig kallar, Kristur,
kvölin nístir bræður og systur.
Tárin eru leið til að lækna undir
lífið er aðeins þessar stundir
Gangverk lífsins þau látlaust tifa
og við lærum með sorginni að lifa.
(Bubbi Morthens)
Hannes Þór Baldursson.
Þó kynni mín af Herdísi hafi
ekki byrjað fyrr en fjölskyldur
okkar tengdust, þegar Hannes
sonur okkar og Bedda dóttir
þeirra hófu sambúð, vissi ég af
henni löngu áður. Við gengum
báðar í Víghólaskólann í Kópa-
vogi. Hún var árinu eldri en ég og
mér mjög minnisstæð fyrir ein-
hverja óútskýranlega útgeislun
sem stafaði frá henni.
Þegar við hjónin svo kynnt-
umst henni um tuttugu árum
seinna fann ég þessa sömu út-
geislun. Það var auðvelt að kynn-
ast Dísu. Hún kom til dyranna
eins og hún var klædd og tók öðr-
um bara eins og þeir voru. Það
þurfti ekki að þykjast neitt í nær-
veru hennar.
Við hjónin deilum barnabörn-
um okkar með ömmu Dísu og afa
Dóra og þau hafa misst mikið við
fráfall hennar. Þau áttu í henni
hvert bein og hún var alltaf mjög
dugleg að sinna barnabörnunum,
bjóða þeim í heimsókn og næt-
urgisting var oft í boði. Amma
Dísa var líka í miklu uppáhaldi og
það verður ekki reynt að fylla í
það skarð en hlúð að minningum
um góða ömmu.
Vertu ekki grátinn við gröfina mína
góði, ég sef ekki þar.
Ég er í leikandi ljúfum vindum,
ég leiftra sem snjórinn á tindum.
Ég er haustsins regn sem fellur á fold
og fræið í hlýrri mold.
Í morgunsins kyrrð er vakna þú vilt,
ég er vængjatak fuglanna hljótt og
stillt.
Ég er árblik dags um óttubil
og alstirndur himinn að nóttu til.
Gráttu ekki við gröfina hér –
gáðu – ég dó ei – ég lifi í þér.
(Þýð. Ásgerður Ingimarsdóttir. Höf.
ókunnur)
Við vottum öllum aðstandend-
um okkar dýpstu samúð og megi
guð styrkja þá í sorginni.
Guðný og Baldur.
Það var árið 1978 og við nýút-
skrifaðar úr Kennaraháskólan-
um. Haustið kom og við fórum
báðar að kenna við Mýrarhúsa-
skóla. Árin okkar í Kennarahá-
skólanum vissum við hvor af ann-
arri en ekki mikið meira. Nú
fórum við að kenna saman og
studdum hvor aðra þetta fyrsta
ár okkar í kennslu. Við áttum
gott samstarf og þarna var líka
lagður grunnur að ævilangri og
traustri vináttu. Eftir átta ára
kennslu á Nesinu flutti ég mig yf-
ir í Kópavoginn og fór að kenna í
Digranesskóla (seinna Álfhóls-
skóla) og nokkrum árum seinna
komst þú líka þangað og við fór-
um aftur að kenna saman.
Þú varst brosmild, skemmti-
leg, hjálpleg og alltaf gott að vera
nálægt þér. Ég minnist ferðalag-
anna, skemmtananna, samveru-
stundanna á kennarastofunni, en
umfram allt minnist ég góðu,
traustu vináttunnar sem ég
þakka þér kærlega. Dóri og fjöl-
skylda, ykkar missir er mikill og
sendi ég mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Hvíl þú í friði, mín góða vin-
kona.
Hildur.
Þakklæti er okkur efst í huga
er við minnumst okkar kæru vin-
konu, Herdísar. Þakklæti fyrir að
hafa kynnst þessari frábæru
konu er við vorum allar saman í
Kennaraháskóla Íslands. Þakk-
læti fyrir vináttu hennar, sam-
verustundir, gleði, sorgir, kær-
leika, faðmlög og mánaðarlega
saumaklúbba í 36 ár. Hún hafði
alltaf tíma til að hlusta. Þakklæti
fyrir innsýn hennar á lífið, hún sá
alltaf það góða í öllu og öllum.
Hún var alltumvefjandi. Fjöl-
skyldan var henni allt. Nemend-
ur hennar áttu líka stóran sess í
lífi hennar.
Dísa, eins og við kölluðum
hana, var hugmyndarík og
skemmtileg. Uppákoma, sem hún
stóð fyrir í sumar þegar við átt-
um saman yndislega viku í Belg-
íu, lýsir henni vel. Eitt kvöldið las
hún fyrir okkur frumsamda
ferðasögu þar sem hún lýsti á
gamansaman hátt atburðum og
uppákomum sem gerst höfðu í
ferðinni. Við ætluðum aldrei að
geta hætt að hlæja. Svona var
Dísa, gleðin og hláturinn aldrei
langt undan.
Stórt skarð er höggvið í
saumaklúbbinn okkar en minn-
ingin um frábæra vinkonu mun
ávallt lifa í hjörtum okkar. Megi
Guð styrkja fjölskyldu hennar á
þessum erfiðu tímum.
Elín Anna, Guðrún,
Kristín, Sigríður,
Unnur og Þóra.
5. okt. sl. fengum við í vinahópi
Herdísar Jónsdóttur þær sorgar-
féttir að Dísa hefði fengið hjarta-
áfall heima hjá sér sem svo leiddi
hana til dauða. Við vorum sem
lömuð þann daginn og ætluðum
varla að gangast við þeirri stað-
reynd. Allt of fljótt og allt of
snöggt, óásættanlegt. Dísa er
mörgum harmdauði og auðvitað
mestur skaðinn fyrir eiginmann
hennar Halldór Gunnarsson, vin
okkar og börnin. Ekki verður
hægt að minnast Dísu án þess að
minnast á eiginmann hennar,
Dóra, svo samrýnd og samhuga
sem þau voru.
Þegar við vorum að upplifa
unglingsárin nokkrir strákar úr
Vogahverfinu kynnumst við
stelpuvinahóp úr Kópavogi. Sum
ástarsambönd mynduðust þarna,
sum þeirra leiddu til trúlofana og
síðar giftinga og þarna fann Dóri,
eiginmaður Dísu til tæpra 40 ára,
hana Dísu sína. Þau hafa staðið
þétt saman í gegnum lífið sem
hefur verið þeim farsælt. Dísa
lærði til kennara og starfaði við
það alla tíð. Ekki ætlum við að
rekja hennar vinnuferil hér, við
vitum að það gera aðrir sem unnu
með henni en við vitum að Dísa
var gríðarlega mikils metin sem
kennari og persóna bæði af sam-
starfsfólki og nemendum. Sum
okkar sem voru í þessum grúpp-
um höfum haldið hópinn alla tíð.
Að loknum unglingsárunum
fórum við að feta lífsins veg eins
og gengur. Fórum að búa,vinna,
eiga börn, sumir fluttu til útlanda
og aðrir út á land, en aldrei slitn-
aði vinasambandið. Við hittumst
reglulega, í matarklúbb, fórum í
bíó, leikhús, við strákarnir á
íþróttaviðburði, fórum á böll og
útilegur og sumarbústaðaferðir.
En þó að okkur lynti svona vel
saman þýddi það ekki endilega að
við værum alltaf sammála. Dísa
hafði alveg sínar skoðanir og stóð
á þeim og gaf sig ekkert ef því var
að skipta en Dísa var ein af þeim
sem alltaf halda ró sinni og virtist
alltaf geta rætt við fólk án þess að
æsa sig, enda hafði hún einstak-
lega þægilega nærveru. Með ár-
unum og meiri nálægð búsetu
jukust bara samskiptin. Flest
okkar ánetjuðust golfbakteríunni
og það leiddi til enn meiri sam-
veru. Gaman er að segja frá því að
Dísa toppaði sig í golfinu núna í
sumar, stóð á verðlaunapalli í
mótum og því verður ekki með
orðum lýst hvað við eigum eftir að
sakna hennar þar sem annars
staðar.
En lífið er ekki alltaf gleði eða
sanngjarnt. Dísa fékk ýmsa góða
kosti í vöggugjöf en hún fékk líka
í vöggugjöf að fæðast með hjarta-
galla. Aldrei talaði hún um það,
aldrei bitur og satt að segja var
ekki hægt að sjá það á henni á
nokkurn hátt að hún væri í raun
haldin lífsættulegum sjúkdómi.
Dauði Dísu er Dóra vini okkar að
sjálfsögðu mikill harmur og
hvernig getum við huggað vin
okkar við slíkar aðstæður? Hann
hefur átt yndislega konu og átt
með henni gott líf, fjögur heil-
brigð börn og 3 barnabörn. Við
vonum að hann fái styrk til að
takast á við framtíðina og ég veit
að við vinahópurinn og börnin
hans munum gera allt sem í okkar
og þeirra valdi er til að hjálpa
honum að komast í gegnum þetta
mikla áfall.
Rúnar, Kristín, Örn,
Geirlaug, Magnús, Edda,
Konráð og Þórunn.
Það er eitthvað fagurt við fólk
með góða nærveru og þá sýn á til-
veruna að mæta henni með brosi
og jákvæðu hugarfari. Þannig
upplifði ég Herdísi Jónsdóttur.
Hún var samstarfsmaður minn í
tvo áratugi í Digranesskóla og
síðar í Álfhólsskóla. Nú er hún
horfin úr lífi okkar og við, sem
þekktum hana, finnum til þess
tómleika sem snöggt fráfall veld-
ur.
Herdís var umfram allt annað í
mínum huga góður starfsfélagi og
vinur sem alltaf hafði eitthvað
gott fram að færa. Ýmislegt er
talið góðum kennurum til tekna,
agastjórn, fjölbreyttar kennslu-
aðferðir eða hvað það nú heitir.
Herdís var þannig kennari að það
var óþarfi að velta slíkum hlutum
fyrir sér. Hún var fjölhæf en hin
seinni ár einbeitti hún sér að ís-
lensku og stærðfræði á unglinga-
stigi og henni var jafneðlilegt að
kenna og draga andann. Hinir
tæknilegu þættir kennslu vöfðust
aldrei fyrir henni.
En Herdís hafði í ríkum mæli
einnig aðra þætti í sínu fari sem
gerðu hana að afburðakennara og
góðri manneskju. Það er stundum
sagt að öll höfum við ljós innra
með okkur sem lýsir okkur leið-
ina æviveginn. Það er hamingja
okkar og forréttindi sem störfum
við kennslu að fá að lýsa öðrum
með þessu ljósi. Það gerði Herdís
betur en margir og ávallt var
bjart í kringum hana. Hún kenndi
á kærleiksríkan hátt. Þess vegna
hafði starfsþróun hennar verið
með þeim hætti að hún var í
auknum mæli farin að sinna þeim
nemendum sem voru brothættir.
Fáir voru hæfari en hún að
hjálpa nemendum með brotna
sjálfsmynd vegna námsörðug-
leika eða erfiðra lífsskilyrða. Í
hennar fórum var alltaf gnótt af
hlýlegum brosum og elskulegu
hrósi sem hjálpaði þeim til að öðl-
ast trú á sjálfa sig að nýju. Hún
var jafnframt yndislegur starfs-
félagi sem lagði sig fram um sam-
starf í anda vináttu. Þær eru ófá-
ar hlýju minningarnar sem sækja
að við fráfall hennar.
Herdísar Jónsdóttur er sár-
lega saknað í Álfhólsskóla. Nem-
endur hennar hafa átt erfiða
daga að undanförnu en sýnt
minningu hennar ræktarsemi
með ýmsum hætti.
Sama gildir um okkur starfs-
félaga hennar. Sjálfur á ég erfitt
með að trúa því að hún, sem var
svo lífsglöð og færði okkur svo
mikla birtu, skuli nú vera horfin
okkur. En nú er kveðjustundin
komin. Hugur minn er með
manninum hennar og börnunum
sem ég sendi hugheilar samúðar-
kveðjur.
Skafti Þ. Halldórsson
Ég kynntist fyrst Herdísi fyrir
um það bil ellefu árum. Þá var ég
tíu ára gömul. Ég var búin að
vera hjá sérkennara í stærðfræði
í gamla grunnskólanum mínum
sem mér líkaði alls ekki við. For-
eldrar mínir ákváðu að taka mig
úr tímunum og koma mér frekar í
tíma hjá sérkennara út í bæ, og
var það Herdís. Verður að segja
að ég var ekki sú ánægðasta þar
sem ég var viss um að hún væri
ekkert betri en hinn sérkennar-
inn minn.
Þetta var eftirminnileg stund
þegar ég hitti hana svo fyrst, ég
var kannski ekki sú auðveldasta í
skapinu og þegar ég var búin að
ákveða eitthvað var erfitt að
hagga því. Síðar sagði hún mér að
ég hefði minnt hana á Ronju ræn-
ingjadóttur og var það ekki svo
fjarstæðukennt. Það tók ekki
meira en eina kennslustund til að
fá mig til að skipta um skoðun.
Herdís hafði þann öfundsverða
eiginleika að ná til fólks og tók
ekki langan tíma fyrir hana að ná
mér á sitt band. Með tíma og
endalausri þolinmæði náði hún
ekki bara að kenna mér stærð-
fræði, sem virtist hið ómöguleg-
asta mál, heldur einnig náði hún
að byggja mig upp sem einstak-
ling og kenndi hún mér að hafa
trú á sjálfri mér.
Ég veit fyrir víst að ég hefði
aldrei náð þeim árangri sem ég
hef náð í dag ef það hefði ekki
verið fyrir hana Herdísi og ég
verð henni ævinlega þakklát fyrir
það sem hún gerði. Ég þakka fyr-
ir þann verndarengil sem vísaði
mér til hennar.
Herdís var einstök manneskja
og sú ljúfasta sem ég hef kynnst.
Ég efast ekki um að hún hafi
hjálpað mörgum börnum í bar-
áttu sinni við námið. Hún hjálp-
aði ekki bara mér heldur einnig
systur minni sem var einnig hjá
henni í sérkennslu. Við sjáum
báðar ofboðslega eftir henni og
munum við sakna hennar mikið.
Ég og fjölskylda mín viljum
senda okkar innilegustu samúð-
arkveðjur til fjölskyldu og að-
standenda Herdísar.
Ég kveð þig, Herdís, kennari
og vinkona, með sorg í harta.
Þakka þér fyrir allt sem þú gerð-
ir, ég verð þér ævinlega þakklát.
Þorbjörg Ásgeirsdóttir
og fjölskylda.
Síðustu vikuna hefur verið
gengið hljóðlega um ganga Álf-
hólsskóla sem venjulega iða af lífi
og fjöri. Starfsmenn skólans og
nemendur syrgja góðan sam-
starfsmann og kennara.
Herdís Jónsdóttir var vinsæll
kennari. Hún hóf störf við Digra-
nesskóla í Kópavogi árið 1992 og
kenndi þar óslitið til ársins 2010.
Þegar Álfhólsskóli var stofnaður
á grunni Digranes- og Hjalla-
skóla kenndi hún áfram við ung-
lingadeild þess skóla. Herdís var
dýrmætur og traustur vinur sam-
starfsmanna sinna sem nú kveðja
vin sinn með miklum söknuði.
Herdís var róleg og brosmild
kona, hógvær í viðmóti en um leið
hrókur alls fagnaðar á gleði-
stundum. Það fór aldrei mikið
fyrir henni en hún var klettur í
skólasamfélaginu sem hægt var
að reiða sig á. Hún lét sér annt
um samferðafólk sitt og var stoð
og stytta margra þegar erfiðleik-
ar steðjuðu að í lífi þeirra.
Herdís var alltaf boðin og búin
að hjálpa til og leggja sitt af
mörkum þar sem hún gat. Á milli
hennar og nemenda ríkti djúp og
gagnkvæm virðing. Hún var
mörgum nemendum innan hand-
ar jafnt í leik og starfi. Síðustu
árin sinnti hún sérkennslu í aukn-
um mæli þar sem hæfileikar
hennar komu glöggt fram við að
mæta þörfum þeirra sem þurftu á
séraðstoð að halda. Herdís vann
frumkvöðlastarf í vinnu við ein-
eltisáætlun skólans, Saman í sátt.
Hún sat árum saman í stýri-
hópi verkefnisins og fór meðal
annars í minnisstæða ferð til
Noregs vegna þess. Allir sem
kynntust Herdísi í skólastarfinu
eiga um hana góðar og ljúfar
minningar sem ylja. Minningar
um ógleymanlegar kennaraferð-
ir, skólaferðalög, árbókavinnu,
Kapp Abel-verkefni og ótal
margar fleiri frábærar stundir.
Herdís var sterk persóna og
var styrkur margra. Samstarfs-
fólk og nemendur Álfhólsskóla
þakka samferðina og senda eig-
inmanni og börnum Herdísar
innilegar samúðarkveðjur á erf-
iðri stundu. Megi ljós kærleikans
lýsa ykkur á sorgarstundu.
Minning um Herdísi lifir björt og
hlý.
Fyrir hönd nemenda og starfs-
manna Álfhólsskóla,
Magnea Einarsdóttir
og Sigrún Bjarnadóttir,
skólastjórar.
Herdís Jónsdóttir HINSTA KVEÐJA
Takk fyrir samveruna,
amma. Okkur fannst gam-
an þegar við vorum að lita
saman og baka piparkökur.
Baldur Rökkvi og Halldór
Hvannar Hannessynir.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla út-
gáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðn-
ir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi liður, "Senda inn minningargrein", valinn úr
felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að
hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu-
degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist
áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri
en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein-
göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Minningargreinar