Morgunblaðið - 14.10.2011, Síða 30

Morgunblaðið - 14.10.2011, Síða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 2011 ✝ GuðmundurÞórarinn Þor- valdsson fæddist á Þingeyri 6. sept- ember 1926. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Suð- urnesja 8. október 2011. Foreldrar hans voru Þorvaldur Ólafsson bóndi og sjómaður, f. 1883, d. 1949 og Andrea Guðnadótt- ir húsfreyja, f. 1892, d. 1962. Þau voru bæði frá Sveinseyri við Dýrafjörð, hófu búskap þar og bjuggu til ársins 1922, en síðan á Þingeyri til 1939 þegar þau fluttu til Keflavíkur. Systkini Guðmundar eru Ragnheiður Guðný, f. 1911, d. 1966, Magnús Jón, f. 1913, d. 2003, Guðni Ragnar, f. 1914, d. 1991, Kristín Ágústa, f. 1919, Ólafur Sigurbjörn, f. 1920, d. 1998 og Sigurbjörn Ingi, f. Ástmar, f. 1960, eiginkona hans er Helena Gunnarsdóttir, f. 1964, börn þeirra eru Gunn- ar, f. 1995 og Signý, f. 1999. Sonur Benedikts er Guð- mundur Snorri, f. 1981, unn- usta Kristín Birna Stef- ánsdóttir, f. 1988, dóttir þeirra er Amelía Björg, f. 2008. Guðmundur ólst upp á Þing- eyri en lauk barnaskólagöngu í Keflavík og fermdist þar. Hann hóf störf á sjó 16 ára gamall árið 1942 og starfaði næstu árin á fiskveiðiskipum af ýmsum stærðum og gerð- um. Guðmundur fór síðan í nám til að afla sér skipstjórn- arréttinda, lauk fiskimanna- prófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1951 og starfaði eftir það áfram til sjós fram til 1971 sem stýrimaður og skip- stjóri. Eftir að sjósóknarár- unum lauk vann hann hjá Netaverkstæði Suðurnesja ár- in 1972 til 1975 og sem hafn- arvörður í Keflavík og Njarð- vík frá 1976 til starfsloka 1996. Útför Guðmundar verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag, 14. október 2011, og hefst athöfnin kl. 14. 1931, d. 1995. Guðmundur kvæntist 31. maí 1958 Björgu Ingv- arsdóttur, f. 1926, frá Balaskarði í Laxárdal í Austur- Húnavatnssýslu. Foreldrar hennar voru Ingvar Stef- án Pálsson bóndi þar, f. 1895, d. 1968 og Signý Benediktsdóttir húsfreyja, f. 1900, d. 1991. Þau Guðmundur og Björg hófu búskap sinn ár- ið 1958 í Lyngholti 17 í Kefla- vík og bjuggu þar í yfir 50 ár. Síðustu árin hafa þau búið á Njarðarvöllum 6 í Njarðvík. Afkomendur Guðmundar og Bjargar eru: 1) Andrés Ingvar, f. 1957, eiginkona hans er Bergljót Kristinsdóttir, f. 1962, börn þeirra eru Bene- dikt Reynir, f. 1987 og Andrea Björk, f. 1989. 2) Benedikt Elsku afi í Keflavík. Takk fyrir öll góðu árin sem við áttum saman og allar ynd- islegu minningarnar. Það var alltaf jafn gaman að koma í laufabrauðsgerð og á annan í jól- um, fá góðan mat og spila fimm upp. Þú hefur alltaf verið okkur mjög kær og ávallt sýnt okkur hlýju og stuðning í því sem við gerðum, hvort sem það var í námi eða í íþróttum. Við lofum að hugsa vel um ömmu og við mun- um alltaf hugsa til þín. Kær kveðja Gunnar og Signý. Með söknuði og þakklæti kveð ég í dag elskulegan tengdaföður minn, Guðmund Þ. Þorvaldsson. Guðmundur, eða Gummi afi eins og hann var alltaf kallaður, var hjartahlýr maður. Hann var af þeirri kynslóð sem bar ekki til- finningar sínar á torg en með nærverunni og hlýjunni sem frá honum streymdi lét hann það í ljós. Það fann ég frá fyrsta degi er ég kom í heimsókn inn á heim- ili þeirra í Lyngholtinu fyrir rúmum tuttugu árum og ekki síð- ur síðustu ár á Njarðarvöllum en þar sá Gummi alltaf um að hella upp á kaffið. Meira segja undir það síðasta er hann átti erfitt með gang þá kom ekki annað til greina en að hella upp á kaffi með meðlætinu hennar Bjargar. Guðmundur var mikill nátt- úruunnandi. Hann hafði gaman af að segja frá og sýna okkur myndir af ferðum þeirra hjóna upp um fjöll og firnindi. Þegar Gummi var áttræður áttum við stórfjölskyldan ógleymanlegan dag á fallegum haustdegi á Þing- völlum og þar í kring. Gummi hefur alltaf reynst mér og fjöl- skyldunni minni vel og verið til staðar fyrir sína nánustu. Það er komið að leiðarlokum hjá Guðmundi nú þegar haustar og náttúran skartar sínum feg- urstu litum. Minning um góðan mann lifir. Allt fram streymir endalaust, ár og dagar líða. Nú er komið hrímkalt haust, horfin sumars blíða. (Kristján Jónsson.) Hafðu þökk fyrir allt, Helena Gunnarsdóttir. Guðmundur Þ. Þorvaldsson Að skrifa minningagrein Ekkert gjald er tekið fyrir birtingu minningagreina. Þær eru einnig birtar á www.mbl.is/minningar. Skilafrestur minningagreina er á hádegi tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, en á föstudegi vegna greina til birtingar á mánudag og þriðjudag. Fjöldi greina í blaðinu á útfarardag ræðst af stærð blaðsins hverju sinni en leitast er við að birta allar greinar svo fljótt sem auðið er. Hámarkslengd minningagreina er 3.000 tölvuslög með bilum. Lengri greinar eru vistaðar á vefnum, þar sem þær eru öllum opnar. ✝ Guðni Ólafssonfæddist í Reykjavík 8. október 1924. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 1. október 2011. Foreldrar hans voru Valgerður Anna Guðnadóttir, f. 13. janúar 1893 að Kröggólfsstöðum í Ölfusi, d. 26. júní 1960 og Ólafur Jó- hannsson vélstjóri, f. 27. nóv- ember 1888 að Hrófá, Stranda- sýslu. Hann fórst með b.v. Jóni forseta 28. febrúar 1928. Bróðir Guðna var Páll Ólafsson, f. 20. júní 1922, d. 30. apríl 2003. Kona gekk í Miðbæjarskólann og síðan í Iðnskólann í Reykjavík. Hann lauk sveinsprófi í vélvirkjun í Vél- smiðjunni Jötni hf. Þaðan lá leiðin í Vélstjóraskólann í Reykjavík. Hann lauk námi þar 1949 og Raf- magnsdeildinni 1950. Guðni var starfandi vélstjóri hjá Skipaút- gerð ríkisins á m.s. Heklu 1950 til 1954. Hann vann ýmis störf í landi fram í ársbyrjun 1961, en eftir það lá leiðin aftur á sjóinn. Fyrst var hann vélstjóri á skipum Land- helgisgæslunnar fram í október 1961. Þá réðst hann til Jökla hf. og sigldi á skipum þeirra til 1978, þar af yfirvélstjóri frá 1965. Árið 1978 fór hann í land og gerðist vélstjóri í Gömlu Elliðaárstöðinni í Reykjavík, þar sem hann starf- aði til starfsloka, 1994. Útför Guðna fór fram frá Lágafellskirkju 11. október 2011. hans er Ásgerður G. Jakobsdóttir, f. 9. janúar 1926. Guðni kvæntist 5. september 1932 Magneu S. Magn- úsdóttur, f. 21. sept- ember 1932. For- eldrar hennar voru Sveinsína Þ. Jóns- dóttir, f. 12. mars 1900, d. 21. sept- ember 1932 og Magnús G. Guðbjartsson, vél- stjóri, f. 17. mars 1899, d. 14. júní 1976. Fóstursonur Magneu og Guðna er Jakob Þór Haraldsson, f. 14. nóvember 1962. Guðni ólst upp í Reykjavík, Með þessum orðum vil ég minnast Guðna Ólafssonar vél- fræðings sem lést nú í október, tæplega 88 ára að aldri. Guðni var örugglega hvíldinni feginn þar sem síðustu mánuðir höfðu verið honum ansi erfiðir sökum veikinda. Öll eigum við sjálfsagt til minningar um fólk er við kynn- umst snemma á lífsleiðinni og nær að skapa sér sérstakan sess í hjarta manns, sess sem það held- ur hjá manni alla ævi. Guðni á einmitt svona sess í hjarta mínu. Guðni var mér alltaf góður, hann var rólegur, ekki með neinn æs- ing, alltaf stutt í grínið. Það er reyndar varla hægt að tala um Guðna í eintölu, það hef- ur einfaldlega alltaf verið Guðni og Nea. Svo náin hefur manni alltaf fundist þau vera. Nú verður breyting á þessu en andi Guðna mun ávallt áfram vera þar sem Nea frænka verður. Megnið af sinni starfsævi var Guðni vél- stjóri. Ég man eftir honum á strandferðaskipunum en best man ég þó eftir honum hjá Jökl- unum, þá á Hofsjökli, bæði þeim gamla og nýja. Þegar Guðni hætti á sjónum þá réðst hann til Rafmagnsveitu Reykjavíkur sem vélfræðingur við Elliðaárvirkjun. Þar leið hon- um vel enda hafði hann gaman af að vera innan um þessar gömlu vélar og lagði sitt af mörkum við að viðhalda upprunalegu ástandi þeirra. Þegar hann hætti störfum hjá Orkuveitunni sökum aldurs kom sér vel fyrir hann að eiga bílskúr og garð. Hann var mikið að smíða í bílskúrnum, t.d. messing-kerta- stjaka og forláta kleinujárn. Þetta eru mjög fallegir gripir og bera þess merki að Guðni var góður smiður og hönnuður. Við erum svo heppin að eiga nokkra gripi eftir hann, þetta eru gripir sem eiga eftir að ganga á milli ættliða og halda uppi merki hans sem smiðs og hönnuðar. Á sumr- in var það svo garðurinn, hann var stór og bauð upp á mikið starf. Guðni fór einnig að mála málverk. Þau eru ófá málverkin sem liggja eftir hann, fallegar myndir af íslenskri náttúru. Hin síðari ár fórum við Guðni að veiða saman, aðallega í Elliða- árnar en þær voru honum mjög kærar. Þarna fórum við í nokkur ár á meðan heilsan hans leyfði og kannski aðeins lengur. Guðni var mikill veiðimaður, kunni vel á maðkinn. Minnisstæðasti fiskur- inn sem hann fékk er síðasti lax- inn sem hann náði. Þá átti hann orðið mjög erfitt með gang. Við leiddumst milli þúfnanna og náð- um niður að Árbæjarhyl. Ég studdi hann út í hylinn þar sem ég skildi hann eftir með flugu- stöng í hendi. Þó krafturinn hafi verið orðinn lítill í hendinni lét hann það ekkert hafa áhrif á sig. Með seiglunni tókst honum að koma flugunni út í hylinn og setja í fallegan fisk sem hann náði í land eftir snarpa rimmu. Eins og vera ber slepptum við þessum fallega fiski aftur út í ána. Minn- ingarnar um þessar fallegu og skemmtilegu stundir við ána munu varðveitast í hjarta mínu við hlið allra hinna ljúfu minning- anna um Guðna Ólafsson, mann- inn sem alltaf var gott að hitta. Elsku Nea, ég bið góðan Guð um að styrkja þig á þessum erf- iða tíma í lífi þínu. Þó söknuður- inn sé mikill þá veit ég að þú ert mjög sátt við að Guðni hafi fengið hvíldina. Hvíl í friði, kæri frændi. Magnús Kristbergsson. Guðni Ólafsson Við Kolla fædd- umst með eins dags millibili og áttum svo óendanlega margt sameiginlegt, eitt af því var óþreytandi veislugleði. Við fögnuðum litlum og stórum sigr- um og notuðum hvert tækifæri til að gera okkur dagamun. Fyrir 5 árum þegar 35 ára afmælið blasti við höfðum við áætlað að halda mikla veislu en ekkert varð úr þar sem við gátum einfaldlega ekki ákveðið framkvæmdina – kemur kannski ekki á óvart enda fæddar undir merki vogarinnar Kolbrún Ólafsdóttir ✝ Kolbrún Ólafs-dóttir fæddist í Reykjavík 9. októ- ber 1971. Hún lést á sjúkrahúsi í London 19. júlí 2009. Útför Kolbrúnar fór fram frá Dóm- kirkjunni 30. júlí 2009. og óákveðnar með eindæmum. Sem dæmi tók það okkur eitt sinn tæpa hálfa klukkustund að velja tannkrem í súper- markaði í Peking. Eftir 35 ára af- mælið var stefnan því strax sett á næsta stórafmæli og Kolla hafði háar hugmynd- ir um grímupartí með tilheyrandi búningum, kokteilum og glimmeri enda hafði hún sér- staklega gaman af því að dressa sig upp. En veislan okkar verður að bíða betri tíma. Í stað þess mun ég klæða mig upp í kína- slopp með glimmergloss og skála fyrir þér í Cosmopolitan og Bai- leys með Wild Boys á blastinu. Blessuð sé minning þín, Kolla mín – þín er óskaplega sárt sakn- að hér í höllinni. Hrafnhildur Mooney. Beggi hefur yfirgefið sviðið. Í hinsta sinn. Hvílíkur meist- ari. Þar var hann í essinu sínu, uppi á sviði. Á leiksviði, í hljóm- sveit, í fertugsafmælinu sínu: „langur millikafli?“ sagði hann. Og jóðlaði. Hjörtu okkar eru full af þakk- læti. Að hafa fengið að standa við hlið hans í gleði og fjöri. Að sitja með honum á erfiðum stundum. Að ganga með honum gegnum líf- ið. Að hafa átt hann að í hvers- dagslegu dundi jafnt sem stórum aðgerðum. Að hafa átt hann sem vin. Hann hafði svo mikið að gefa og okkar lán er óendanlegt að hafa fengið að þiggja þessar gjaf- ir. Vináttu hans. Hjálpsemina. Stuðið. Og stuðið í gæjanum. Því- líkur gæi. Kynþokkafyllstur. Alltaf. Elsku Auður og Laufey, Óttar og Elísabet, Lóa og Viddi, systk- ini Begga. Mikið hafið þið átt. Og mikið hafið þið misst. En við eigum hann áfram í hjörtum okkar. Árni Pétur og Erla. Þorbergur Auðunn Viðarsson ✝ ÞorbergurAuðunn Við- arsson var fæddur á Akranesi 19. mars 1970. Hann lést í faðmi eig- inkonu sinnar og fjölskyldu á líkn- ardeild Landspít- alans 4. október 2011. Útför Þorbergs fór fram frá Foss- vogskirkju 13. október 2011. Þorbergur, eða Beggi eins og við vinirnir kölluðum hann, er farinn. Hann var hluti af stórum vinahópi af Akranesi sem hefur haldið saman í gegnum árin, sem kallar sig stundum Smíðaklúbbinn. Nú er skarð höggvið í þann hóp, og það er skrýtin en um leið erfið tilhugs- un. Beggi kemur ekki aftur, skarð hans verður ekki fyllt. Þorbergur var glaðvær, já- kvæður, hress og skemmtilegur. Hann sá ávallt björtu hliðarnar á málunum. Hann var heillandi persóna, hafði fallega útgeislun og hreif fólk með sér. Beggi var tónlistarmaður og poppsöngvari af guðs náð, var sí- fellt að semja lög og texta. Lag- stúfur hér og textabútur þar og síðan var sest niður með gítarinn og sett saman frábær popp- og rokklög. Vinahópurinn hefur brallað margt í gegnum tíðina. Tónleika- hald, söngvakeppni, ferðir til út- landa, fótbolti, partí og útilegur, hestaútgerð og svo mætti lengi telja. Þar sem Beggi var, þar var stuð. Hann tók ekki annað í mál. Beggi gerði allt vel sem hann gerði. Hann var góður maður og hans er nú sárt saknað. Þóroddur, Jón Ingi, Halldór Geir, Guðmundur Þórir, Gunnar, Gautur Garðar, Logi, Bjarni Þór, Kristján Björn, Jóhann Bjarki og Pétur Kristþór. Elísa Jóhanna Edna Kjærne- sted fæddist í Reykjavík 20. júlí 1938. Hún lést á Dvalarheimilinu að Kumbaravogi 6. október 2011. Útför Elísu fór fram frá Kefla- víkurkirkju 12. október 2011. Elsku Elísa okkar, núna ert þú farin frá okkur. Við munum ávallt sakna þín. Þú sem varst svo hlý, góð og gefandi. Það er margs að minnast, oft var hlegið saman á góðum stundum. Þú áttir í miklum veikindum en núna vitum við að þér líður betur og ljósið mun alltaf skína hjá þér, elsku Elísa mín, við þökkum fyrir að hafa átt þig sem vinkonu. Takk fyrir allt sem þú gafst okkur með nærveru þinni. Guð blessi minningu þína. Við sendum öllum aðstandend- um þínum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð styrki ykk- ur. Guðrún og Alfa. Nú er mín uppáhaldsfrænka, hún Lísa, dáin. Hún var 11 árum eldri en ég og passaði mig oft þegar ég var smástelpa. Hún var alveg einstaklega hjartahlý kona, Elísa Kjærnested ✝ Elísa JóhannaEdna Kjærne- sted fæddist í Reykjavík 20. júlí 1938. Hún lést á Dvalarheimilinu að Kumbaravogi 6. október 2011. Útför Elísu fór fram frá Keflavík- urkirkju 12. októ- ber 2011. alltaf boðin og búin til að hjálpa öðrum og alltaf gat ég leit- að til hennar þegar ég þurfti að tjá mig. Hún var aldrei dóm- hörð í garð annarra, fann alltaf eitthvað jákvætt í fari fólks. Ég man að pabbi minn sagði oft: Hún Lísa er allt of góð manneskja fyrir þennan heim. Hún var búin að vera heilsu- laus í mörg ár, en aldrei kvartaði hún yfir því. Henni þótti svo mik- ið vænt um öll börnin sín, tengda- börn, barnabörn og langömmu- börnin. Hún giftist frábærum og traustum manni Charles (Chuck) sem er bandarískur, en hann valdi sér nafnið Kári Þór. Á þeim tíma þurfti fólk að taka upp ís- lenskt nafn. Ég man svo vel þegar þau giftu sig fyrir 37 árum í Neskirkju, þá átti ég von á barni. Hún fór með mér og keypti óléttuföt á mig og gaf syni mínum Kjartani Sævari oft föt, eins kom hún færandi hendi með ýmislegt í eldhúsið hjá mér þegar ég sjálf byrjaði að búa. Ég vil senda mínar innilegustu samúðarkveðjur til Chucks og allra þeirra sem stóðu henni næst. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Annie Kjærnested Steingrímsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.