Morgunblaðið - 14.10.2011, Side 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 2011
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Dýrahald
Yndislegir labradorhvolpar
15. ágúst fæddust 8 yndislegir labra-
dorhvolpar, aðeins ein tík og einn
rakki eftir, 8 vikna, eru búin í sprautu
og örmerkingu. Veglegur hvolpapakki
fylgir, 60 þús. Uppl. 846 4483.
Papillon til sölu
Yndislegur 11 vikna papillon-rakki til
sölu, heilsufarsskoðaður, örmerktur
og með ættbók frá HRFÍ. Á sama stað
er 2 ára tík til sölu á rétt heimili.
Uppl. í s. 692 7949.
Geymslur
Gónhóll Eyrarbakka
mttp://www.gonholl.is
Vetrargeymsla
Geymdu gullin þín í Gónhól.
Húsbíl-húsvagn-tjaldvagn o.fl.
Skráðu sjálf/ur:
http://www.gonholl.is
Uppl. og pantanir í s. 771-1936.
Sumarhús
Bjóðum sumarhús á tilboði
í vetur
Sumarhús, 55 fm, á verði frá kr. 3.840
þús. Gesthús, 24 fm, á verði frá kr.
1.680 þús. Sterk og vel einangruð hús
með timbur- eða báruálklæðningu.
Val um liti. Fagmenn að verki. Húsin
tekin út af byggingarfulltrúa.
Upplýsingar í s. 894 0048, Haraldur.
husogparket@gmail.com
Sumarhús - Gestahús
- Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla -
Endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892 3742 og 483 3693,
www.tresmidjan.is
Blekhylki og tónerar
í flestar gerðir prentara, 50-70%
ódýrari, öll hylki framleidd af
ORINK.
Blekhylki.is, Fjarðargötu 11,
Hafnarfirði, sími 517-0150.
Rýmum! 30% afsláttur
á vönduðum úrum. Þessa viku
rýmum við fyrir nýjum úrum og
seljum eldri úr með afslætti.
Gríptu gæsina, eignastu vandað
úr með 2ja ára ábyrgð.
ERNA, Skipholti 3, s. 5520775,
www.erna.is
Óska eftir
KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum allt gull. Kaupum silfur-
borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar-
leg viðskipti. Aðeins í verslun okk-
ar Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
KAUPI GULL!
Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða-
meistari, kaupi gull, gullpeninga og
gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt,
gamalt og illa farið.
Leitið til fagmanns og fáið góð ráð.
Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000
eða komið í Pósthússtræti 13 (við
Austurvöll).
Verið velkomin.
Ýmislegt
Ný sending af tískuúrum
Margir litir. Tilvalin gjöf.
Verð frá kr. 3.500,-
Skarthúsið,
Laugavegi 44.
Sími 562 2466.
Hlýtt fyrir haustið
Hringtreflar, alpahúfur, vettlingar,
ný töskusending.
Skarthúsið,
Laugavegi 44.
Sími 562 2466.
Óska eftir bíl fyrir allt að 100.000
staðgreitt
Verður að vera skoðaður og gangfær.
Upplýsingar í síma 663 3857.
Til sölu
Óska eftir
Kaupi gamla mynt og seðla
Kaupi gömul mynt- og seðlasöfn. Met
og geri tilboð á staðnum. Áralöng
reynsla. Kaupi einnig minnispeninga
og orður. Gull- og silfurpeninga.
Sigurður, s. 821 5991.
- nýr auglýsingamiðill
569-1100
finnur@mbl.is
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is
Bridsfélag Reykjavíkur
Sveit Chile er með smá forystu að loknum 2
kvöldum hjá BR. Staðan er þessi...
Chile 128
Ástralía 100
Nýja-Sjáland 70
Lokaumferðin er spiluð næsta þriðjudag.
Bridsdeild Breiðfirðingafélagsins
Nú er lokið tveim kvöldum í fjögurra kvölda
tvímenningskeppni. Staða efstu para er þessi
Sigrún Andrews - Ólöf Ingvarsd. 574
Magnús Sverriss. - Halldór Þorvaldss. 547
Þórður Ingólfss. - Björn Arnarsson 524
Oddur Hanness. - Árni Hannesson 518
Unnar A. Guðmss. - Hulda Hjálmarsd. 518
Ragnar Haraldsson - Bernhard Linn 502
Hæsta skor sunnudaginn 9/10 í Norður/Suð-
ur
Magnús Sverriss. - Halldór Þorvaldss. 285
Ólöf Kjartansd. - Kjartan Ingvarsson 280
Hulda Hjálmarsd. - Unnar A. Guðmss. 248
Austur/Vestur
Þórður Ingólfsson - Björn Arnarsson 252
Ragnar Haraldss. - Bernhard Linn 240
Solveig Jakobsd. - Ingibj. Guðmundsd. 227
Spilað er í Breiðfirðingabúð Faxafeni 14 á
sunnudögum kl. 19
Eldri borgarar Hafnarfirði
Þriðjudaginn 11. október var spilað á 16 borð-
um hjá FEBH, með eftirfarandi úrslitum í N/S:
Ólafur Gíslason – Guðm. Sigurjónss. 366
Ólafur Ingvarss. – Oddur Halldórsson 365
Knútur Björnsson – Sæmundur Björnss. 343
Júlíus Guðmss – Óskar Karlsson 340
Auðunn Guðmunds. – Guðm. Péturss. 335
A/V.
Erla Sigurjónsd. – Jóhann Benediktss. 418
Anton Jónsson – Ólafur Ólafsson 375
Kristján Þorláksson – Haukur Guðmss. 360
Kristrún Stefánsd. – Sverrir Gunnarsson 355
Bjarnar Ingimars – Bragi Björnss. 347
Látin er amma mín, Aðal-
björg Guðmundsdóttir. Amma
var fædd árið 1923 og því af
þeirri kynslóð sem á ævikvöldi
býr ekki aðeins að reynslu
mannsævinnar heldur einnig
sögu samfélagsins eins og við
þekkjum það í dag. Norðfjörður
var heimasveitin. Þar ólst hún
upp við þröngan kost, yngst í
stórum systkinahópi. Það var
veganesti sem fylgdi henni alla
tíð. Dagleg breytni og lífsvið-
horf voru mörkuð af samfélag-
inu eystra og aðstæðum í upp-
Aðalbjörg
Guðmundsdóttir
✝ Aðalbjörg Hall-dóra Guð-
mundsdóttir fædd-
ist að Laufási í
Norðfirði 16. mars
1923. Hún andaðist
á heimili sínu í
Kópavogi 2. októ-
ber 2011.
Útför Að-
albjargar fór fram
frá Kópavogskirkju
12. október 2011.
vextinum. Amma
fylgdist ávallt vel
með þjóðfélagsum-
ræðu og deildi sýn
sinni með okkur
sem yngri erum.
Tíminn hefur leitt í
ljós að það er vega-
nesti sem fær auk-
ið vægi með hverj-
um degi sem líður.
Ekkert skipti
ömmu jafn miklu
og velferð afkomenda, tengda-
barna og fjölskyldunnar allrar.
Allt til hinsta dags vakti hún
með takmarkalausri umhyggju
yfir okkur öllum, með góðum
óskum og hugsunum sem okkur
fylgdu. Amma vissi sitthvað
sem við hin festum ekki hendur
á þó sjaldan vildi hún ræða það.
Andlegur styrkur hennar og
æðruleysi var þó til marks um
það.
Samband ömmu við barna-
börn og barnabarnabörn var af-
ar náið. Gilti þá einu hvort af-
komendurnir voru hálffertugir
eða ungabörn. Væntumþykja
var yfir og allt um kring í öllum
samskiptum ömmu samhliða
glettni og gamansemi sem einn-
ig einkenndi hana. Sjálfur naut
ég þess að búa hjá ömmu og afa
framan af háskólaárum. Ævin-
lega kvaddi amma mig þegar
próf eða aðrar áskoranir stóðu
fyrir dyrum með þeim orðum að
ég þyrfti aðeins að treysta því
að allt færi eins og mér væri
fyrir bestu. Þannig var amma.
Óskir um heilbrigði, velferð, ást
og umhyggju, voru öðru ofar.
Minningarnar eru endalaus-
ar. Þjóðsögurnar sem amma var
óþreytandi við að lesa fyrir okk-
ur í barnæsku, sem nú eru
sagðar barnabarnabörnum
hennar eftir minni, kvæðin sem
hún kenndi og kleinurnar og
smákökurnar sem komu í köss-
um fyrir sérhver jól. Samtölin
öll og samveran alla tíð.
Amma var manneskja sem
ávallt var trú uppruna sínum og
sannfæringu. Manneskja sem
nær skilyrðislaust lifði lífi sínu
á þann veg að þeim sem henni
þótti vænt um mætti auðnast
hvaðeina sem lífið hefur uppá
að bjóða. Manneskja sem gaf og
gaf og gaf. Þannig man ég
ömmu.
Svavar.
Mat fólks á verðmætum lífs-
ins breytist með aldrinum.
Hismið, rykið sem samtíðin
þyrlar upp hættir að fanga og
kjarni í hæverskum einfaldleika
sínum stígur hljóðlátur fram. Í
huganum rifjast upp myndir af
köllurum hrópa erindi sín en
innihald þeirra horfið í móðu.
Andstæðan, hógværðin og lít-
illætið, fá margfalt gildi. Þau
eru af ætt þess sannleika,
Þóra
Gunnarsdóttir
✝ Þóra Gunn-arsdóttir fædd-
ist á Moshvoli í
Hvolhreppi 19.
ágúst 1919. Hún
lést á Heilbrigðis-
stofnun Suðurlands
hinn 19. september
2011.
Útför Þóru
Gunnarsdóttur fór
fram frá Hvíta-
sunnukirkjunni í
Kirkjulækjarkoti 1. október
2011.
þeirrar speki, sem
aldrei líður undir
lok og leitar
óþreytandi þeirra
sem maklegir eru
og láta þá finna
sig. Því spekin er
mannelskur andi.
Fyrir langa
löngu kom ég í
samkomu fámenns
trúarsafnaðar í
Kirkjulækjarkoti í
Fljótshlíð. Þátttakendur voru
tólf manns. Allt sem fram fór
vakti undrun og furðu. Tungu-
tak, sálmaval, tjáning og til-
beiðsla svo gjörólíkt öllu áður
kunnu. Andi einlægrar trúar,
einlægrar auðmýktar og þakk-
lætis til frelsarans sem gaf líf
sitt í sektarfórn.
Þessari litlu hjörð tilheyrði
Þóra Gunnarsdóttir. Hljóðlát
kom hún í samkomurnar, sett-
ist með sálmabók og tók þátt.
Hljóðlát fór hún að samkomu
liðinni þegar aðrir tóku tal
saman. Og hljóðlát sinnti hún
endalausum heimilisstörfum í
stórri fjölskyldu. Níu barna
móðirin.
Í mínum augum var Þóra
tákn þolgæðis. Öllum tilbrigð-
um lífsins virtist hún taka með
einstöku æðruleysi. Þeim erfiðu
þó fremur. Síðar kynntumst við
betur. Þau hjónin, Þóra og
Markús Grétar (d. 2001) urðu
góðir vinir okkar og áttum við
ánægjulegar stundir saman. Þá
var gjarnan rætt um atvikin
þar sem Kristur reyndist
leggja lið og opna sund sem
virtust lokuð. Þá brosti Þóra og
sýndist manni hún eiga dýpri
og áþreifanlegri trúarreynslu
en við hin. „Það er nú líkast
til,“ sagði hún einhvern tíma
þegar ég sagði frá trúarreynslu
sem mér þótti mikið til koma.
Það var svo sjálfsagt mál fyrir
henni. „Það er nú líkast til.“
Með þessum fátæklegu síð-
búnu orðum vottum við Þóru
Gunnarsdóttur virðingu okkar.
Sjaldgæf kona, stólpi og hetja,
hefur kvatt. Blessuð sé minning
hennar. Börnum Þóru og öðr-
um ástvinum vottum við ein-
læga samúð.
Óli Ágústsson,
Ásta Jónsdóttir.
Elsku afi.
Nú er skammt stórra högga á
milli og það er ekki laust við að
okkur líði eins og verið sé að
kippa grunnstoðunum undan til-
veru okkar, einni af annarri. Við
vorum langt í frá tilbúin til að
kveðja þig þegar þú veiktist og
varðst aldrei heill á ný.
Það var alltaf gaman að koma
í heimsókn til ykkar á Klepps-
veginn og við systkinin eigum
margar góðar minningar úr
heimsóknunum þangað. Dregið
var fram Domino og raðað af
mikilli list á mjúka teppinu í
stofunni. Einnig var gaman að
leika með stóru postulíns-
hundana, skrítna gamla símann
og „hestinn“ í garðinum sem var
þó bara stór steinn. Stundum
fengum við kökur og heitt
súkkulaði úr fallegu bollastelli.
En það sem var mest spennandi
við að fara í heimsókn til „afa í
Reykjó“ var það þegar þú
hvarfst allt í einu inn í eitt her-
Hreinn Þorvaldsson
✝ Hreinn Þor-valdsson múr-
arameistari, til
heimilis á Klepps-
vegi 82, fæddist á
Búðum í Fáskrúðs-
firði 19. desember
1928. Hann and-
aðist á Landspít-
alanum við Hring-
braut 26.
september 2011.
Hreinn var jarð-
sunginn frá Grafarvogskirkju 5.
október 2011.
bergjanna á gang-
inum. Við sáum
aldrei inn í það her-
bergi en við vissum
hvað var geymt þar
inni. Nú auðvitað
útlandanammi. Þið
amma voruð svo
dugleg að ferðast.
Toblerone, M&M
og Daim eru dæmi
um sælgætisteg-
undir sem munu
alltaf minna okkur á þig.
Við systkinin vorum svo hepp-
in að fá tækifæri til að vera með
ykkur í einni af ferðum ykkar
erlendis. Þó okkur líði sé eins og
það hafi gerst í gær eru nú orðin
talsvert mörg ár síðan. Þið
kynntuð okkur fyrir öllu sem var
nauðsynlegt fyrir Íslendinga að
gera á Kanarí, hvar væri best að
versla og hvert við ættum að
fara á kvöldin. Við munum vel
eftir því þegar þið fóruð með
okkur að heimsækja Harry og
hvað þið þekktuð hann vel. En
það sem stendur upp úr þeirri
ferð var þegar við fórum öll út
að borða og fengum okkur app-
elsínuönd.
Það er erfitt að sjá á eftir þér
en við vitum að þú ert nú sæll á
góðum stað. Minningin um þig
mun lifa með okkur um alla tíð.
Kross úr silfri
kross frá þér
kaldur er við vanga minn
– kveð ég þig í hinsta sinn.
Takk fyrir allt,
Jóna Svandís og Hreinn.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og við-
eigandi liður, "Senda inn minning-
argrein", valinn úr
felliglugganum. Einnig er hægt
að slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og hve-
nær sá sem fjallað er um fæddist,
hvar og hvenær hann lést og loks
hvaðan og klukkan hvað útförin
fer fram. Þar mega einnig koma
fram upplýsingar um foreldra,
systkini, maka og börn. Ætlast er
til að þetta komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður, en
ekki í minningargreinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með minningargrein nema beðið
sé um annað. Ef nota á nýja mynd
skal senda hana með æviágripi í
innsendikerfinu. Hafi æviágrip
þegar verið sent er ráðlegt að
senda myndina á netfangið minn-
ing@mbl.is og láta umsjón-
armenn minningargreina vita.
Minningargreinar