Líf og list - 01.12.1950, Page 2

Líf og list - 01.12.1950, Page 2
Sokkið land. SÚ undursamlega eftirvænting, sem nálægð jólanna veldur, læsir sig um alla mannlega bústaði í þessum mán- uði . Hér á kaffihúsinu, ekki allfjarri borði voru, sitja rónar í skytningi, og jafnvel þeir eru ekki ósnortnir. Þessi eftirvænting er alls staðar, hjá börn- unum er hún opinská og heitir til- hlökkun, hjá hinum eldri fer hún með meiri leynd, óljós þrá, sem er blandin trega, því að þeir vita, að jólin eru þeim land, sem er sokkið. Þú kemur heim úr langri ferð, heim í þorpið, þar sem þú lifðir bernskudaga þína. Full- ur eftirvæntingar gengur þú rakleitt þangað, sem foreldrahús þín stóðu, og sjá, húsið er horfið, allt er gerbreytt, og þú þekkir þig ekki. Þannig eru jól hins fullorðna, þrá eftir týndu landi bernskunnar jafnframt þeirri vissu, að frá þessu landi snúa stafnar og þeirri siglingu breytir enginn Jólaguðspjallið. En dýrlegt er engu að síður það hug- arástand, sem jólunum fylgir, fyrir hvem þann, sem ekki hefur forhert hjarta sitt. Þökk sé þeim góðu guð- spjallamönnum, og þá ekki sízt Lúkasi, sem skráðu jólaguðspjallið, hina barns- legu og heilögu einföldu sögu um fæð- ingu frelsarans: „Fæddi hún þá son sinn frumgetinn, vafði hann reifum og lagði hann í jötu, af því að það var eigi rúm fyrir þau í gistihúsinu Og í þeirri byggð vom fjárhirðar úti í haga og gættu um nótt- ina hjarðar sinnar. Og engill drottins slóð hjá þeim og dýrð drottins ljómaði í kringum þá, og urðu þeir mjög hræddir. Og engillinn sagði við þá: Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum, því að yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur drottinn, í borg Davíðs. Og hafið þetta til marks: Þér munuð finna ungbarn reifað og liggj- andi í jötu. Og í sömu svipan var með englinum fjöldi himneskra hersveita, sem lofuðu guð og sögðu: Dýrð sé guði í upphæðum og friður á jörðu.“ Jólin em hátíð kristinna manna. En jólaguðspjallið er guðspjall allra manna, því að það er skáldskapur, tig- inn og hreinn í einfaldleik, almann- legur Hinn heiðnasti heiðingi og svæsnasti guðsafneitari er ekki dofinn fyrir fegurð þessarar sögu, annars er hann annað og verra en heiðingi og guðsafneitari, þá er hann ómennskt tröll, sem kaldhæðin forlög hafa búið mannsgervi, en synjað um andlega spekt. Rauður vasaklútur. JÓLIN eru mikil náðargjöf, ef mað- ur hefur vit og lag á að njóta þeirra í einfaldleik, kveikja á kerti, hvíla huga sinn við jólaguðspjallið og gleðjast yf- ir því að hafa eitt sinn verið barn, ein- falt mannsbarn í einfaldri veröld, eins og blessaður litli kúturinn í Skógum á því herrans ári 1840: Fullvel man ég fimmtíu ára sól, fullvel meira en hálfrar aldar jól, man það fyrst, er sviptur allri sút sat ég barn með rauðan vasaklút. Kertin brunnu bjart í lá|um snúð, bræður fjórir áltu ljósin prúð, mamma settist sjálf við okkar borð, sjáið enn þá man ég hennar orð. „Þessa hátið gefur okkur guð, ^uð, hann skapar allan lífsfögnuð, án hans gæzku aldrei sprytti rós, án hans náðar dæi sérhvert ljós. Þessi ljós, sem gleðja ykkar geð, guð hefur kveikt, svo dýrð hans gætuð séð, jólagleðin Ijúfa lausnarans leiðir okkur nú að jötu hans“. Síðan hóf hún heilög sagnamál, himnesk birta skein í okkar sál, aldrei skyn né skilningskraftur minn skildi betur jólaboðskapinn. Sú er ósk vor þér til handa, trúfasti lesari, að þú finnir og skiljir fegurð- ina í þessari mynd séra Matthíasar af fábreyttu jólunum í Skógum í barnsku hans. Hver veit nema þú þekkir sjálf- an þig á henni með rauðan vasaklút eða annað þing, sem eitt sinn var þér meira virði en allt heimsins glys mundx vera nú. Og ef þú lest áfram, muntu ef til vill einnig þekkja sjálfan þig þar sem fullorðinn mann. Þú ert ekki ann- að eins skáld og séra Matthías, tilfinn- ingar þínar eru sljórri en hans, þú mundir ekki skilyrðislaust taka undir þetta örvæntingaróp hans: Fyrir hálmstrá herrans jötu frá hendi ég öllu; lofti, jörðu, sjá, en ef til vill er eitthvað í þér, sem tek- ur undir, hvort sem þú ert kristinn eða ókristinn, og vonandi ertu ekki það tröll, að þú getir ekki hrifizt af inni- leik, trú og mannleika þessa kvæðis. Gleðileg jól. ÞAÐ er jólaósk vor til lesarans, að hann geri sér jólin óbrotin og einföld, Iesi jólaguðspjallið og kvæði séra Matthíasar, en forðist allar þær tízku- umbuðir, sem jólahátíðin er vafin í nú á dögum, í kirkju og utan; alla þá skelfilegu jólamærð, sem ekkert gerir annað en formyrkva hið tæra ljós, sem stafar af hinni helgu sögu eins_ og hún Frh. ó bls. 22 2

x

Líf og list

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.