Líf og list - 01.02.1951, Qupperneq 5

Líf og list - 01.02.1951, Qupperneq 5
ferðað'ist suður á bóginn í fylgd móður sinnar sér til lieilsubótar. Hann stundaði nám í listskóla í Róm, sem gerði hbrium ekkeft, gótt. Þaðan hélt hann til Feneyja til þess að læra á akademíinu þar. Hann dvaldist í þessari boi’g konungshirðar- innar nokkur ár, án þess að sýna írá byrjun nókk- urt umburðarlyndi þeim fastmótaða aga, sem þar ríkti, og var aðeins í hóí'i hrifinn af ' feneyskri list. Hann sneri heim til Toscana og bjó um skeið í Flórenz, alveg eirðarlaus unglingur, gagntekinn og fúllur af iþrám og sjóðandi áhuga og metnað'i, sem hafði kviknað í honum við að kynnast list ítölsku prímitívistanna. Hann hafði fengið óljóst hugboð um, að hann ætti eftir að skapa nýja list, sem yrði jafn-einföld og stílhrein og áhrifa- rík eins og trúarkenrid listaverk gömlu meistar- anna. Móðir hans gat ekki dulið gleði sína, er hann æddi eins og ölvaður maður um listasöfnin í Flórenz. Hún varð fyrst til að' viðurkenna og sjá hæfileika hans og hún sá, að í honum bjó fullhugi og forvígismaður nýrrar málarakynslóð- ar, sem myndi endurlífga frægðarljóma Italíu, þegar hún var og hét. En sonirin dreymdi úm París, og eftir mikla kveinstafi og táraflóð hélt hann, 21 árs að' aldri, alfari til Frakklands með blessunarorð móður sinnar í vegarnestið. Bóhemskt líf á Montmartre. ODIGLIANI á Montmartre! Hann var ung- ur og laglegur, hafði hæfileika, en lítið fé í vasanum. I honum skiptust á munuð'leiki róm- anska ættarblóðsins og hitaákefð Gyðingakyn- stofnsins, undursamlegt minni og skerpa og sjálf- stæði í allri hugsun, sem bauð öllum borgaraleg- uin siðgæðisreglum byrginn. En á hinn bógirm, sem honum varð að teljast til frádráttar, var hann lítt upp alinn, heilsutæpur og gersnevddur þeim viljastyrk, sem þarf til þess að stunda reglu- legt nám. Hann gekk upp og niður Montmartre- brekkuna — talaði um Shelley og Oscar Wilde, og þegar hann var drukkinn inni á Lapin Agile- kránni, þuldi hann glefsur úr ljóðum Dantes og beið eftir færi á að stofna til vandræða eða hleypa þar öllu í bál og brand. Hann var algerlega á bandi boðbera nútíðarlistastefnu þeirrar, sem þá var að fæðast á Montmartre, og hann fann sér gott athvarf í hrörlega lnisinu á Rue Ravignan, þar sem Picasso og félagar hans fátæku með enn fátækari fylgikonum þeirra leituðust við að kryfja til mergjar Cézanne og skurðgoðamyndir Afríku- negra. Meðal kunnugra gekk hann undir nafninu: drengurinn með eldinn í augunum —, og allir elskuðu hann, því að' hann var gæddur hreinu hugarfari og fínum tilfinningum í garð kvenna (sem enginn bóhemanna átti nokkuð af). Konur voru brjálaðar í honum — hann fór vel og virðu- lega með þsef, en slíkt viðhorf þekktist hreint ékki meðal hinna bóhemsku villikatta, og stund- AMEDEO MODIGLIANI um átti hann morð fjár. Hann stakk undan Picasso (tók frá honum Ljósku lostfögru), hló, hóstaði, drakk og vann eitthvað ofurlitið. Stopul vinna. — Ýmis áhrif á list hans. YRST framan af drakk hann aðeins létt vín, og með'an hann var staðráðinn í að víkja ekki út af þeirri venju, reyndi hann á allan hátt að halda heilsu og kröftum og vinna reglulega. En það var til lítils. Óreglulegir lifnaðarhættir hins bóhemska umhverfis freistuðu reikullar sálar hans og' spilltu hinum göfugu hvötum hans. Sá eldur framtaks og atorku, sem knúði hann til þess að hagnýta sér gáfur sínar til hins ítrasta, LÍF og LIST 5

x

Líf og list

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.