Líf og list - 01.02.1951, Blaðsíða 23

Líf og list - 01.02.1951, Blaðsíða 23
A KAFFIHÚSINU í'rh. af bls. 2. rnaeli og vitleysur blaðamanna og Þýðenda. Þetta er mjög ógeðfellt verk, sem í bezta lagi mætti nota sem straffserfiði handa ungum kandídöt- urn (ungum kandídötum er ævinlega refsað fyrir að vera ungir), en því miður er það jafngagnslaust og það er leiðinlegt. Ef hægt væri að útrýma málvillum á þennan hátt, væri til Úaamis engin synd til í heiminum lengur, því að þetta er einmitt að- ferðin, sem prestar vorir hafa löng- Ufn agað oss með: skrifað nöfn synd- anna upp á lista, til viðvörunar, og sagt: „Þetta eru syndirnar, varizt Þær, og þér eruð sýndlausir". Árang- Urinn mega allir sjá. Enn er það í tillögum háskólaráðs, sð hámenntaráð láti gera bók um ís- lenzk mannanöfn. Þetta er ágætt, Þessa hefur lengi verið beðið með eþreyju, og mál til komið, að sú Þið styttist. Og að lokum vill há- skólinn, að hámenntaráð ákveði staf- setningu íslenzkrar tungu. Það er nú svo. Stafsetning sú, er vér búum við uú, er vel viðunandi, og engin brýn bauðsyn að breyta henni. En ef uokkuð má að henni finna, er það einmitt það, að hún er of akademísk. Úvað mundi þá, ef „akademían" mtti að fara að breyta henni? ^íðara verksvið SEM SAGT, það má segja bæði Sott og illt um tillögur háskólaráðs. En er það ekki höfuðgalli, bæði á frumvarpinu og tillögum háskólans, að hámenntaráði eru ekki ætluð önn- Ur verkefni en þau, sem heimspeki- deild háskólans í þrengstu merkingu, Þ- e. norrænudeildin, á að vinna og er að vinna, ýmiss konar þjónusta við tungu vora og það jafnvel hin oæðri þjónustustörf? Tunga vor er ðýrmæt, og menning vor er óaðskilj- anleg tungunni, það er satt. En það er einhver forpokun í þessu sífellda nUddi um tunguna tungunnar vegna, Varðveizlu hreinleika hennar, hvað seiu tautar og raular, eins og það vseri mark í sjálfu sér, þetta þóf þjá hundruðum kennara, sem allir keppa að því að skila málinu af sér eins og þeir tóku við því, og þykjast Ur því geta dáið rólegir. Þetta er sagan um þjóninn, sem gróf talent- ^ha og skilaði henni aftur, ó- skemmdri og hreinni, sömu talent- unni, og þóttist hafa unnið verk sitt vel. Og nú á að stofna hámenntaráð til þess að standa vörð um holuna, þar sem talentan er grafin, til enn frekari tryggingar því, að ekkert fái henni grandað og hægt verði að skila henni hreinni og skínandi, sömu tal- entunni, í hendur næstu kynslóðar kennara og hámenntaráðsmanna. Væri ekki viturlegra, að hámennta- ráði væri ætlað hlutverk þess þjóns, sem ávaxtaði sitt pund? Þyrfti það ekki að koma miklu skýrar fram, að hámenntaráð eigi fyrst og fremst að gera arðbær þau tæki til æðri menningar, sem vér ráðum yfir? Tunga vor er vitanlega eitt helzta tæki vort, en oss virðist ekki há- menntaráð eiga að sitja við að fægja vopnin, heldur beita þeim og gefa öðrum tækifæri til að beita þeim. Hér er áreiðanlega stórt hlutverk fyrir hámenntaráð, þótt ekki verði útlistað að sinni. En þess ber vel að minnast, að æðra mennigarlíf vort er síður en svo einvörðungu bundið við íslenzkt mál. Ýmsar menntir vor- ar og listir eru því öldungis óháðar, aðrar háðar því óbeint aðeins. Eí vel væri, ættu þær þó eflaust allar að njóta góðs af tilveru hámennta- ráðs. Líklega ætti þegar í upphafi að búa svo um hnúta, að enginn einn hópur mennta- eða listamanna geti náð ofurvaldi í ráðinu, þvi að sízt af öllu má það verða klíka. r~ -------------- HANNES PÉTURSSON: VERULEIKI NÆTURINNAR Náttkulið þýtur í naktri eik, dimmir í hug eftir dagsins leik, kvöldið er fjarri mð klið og söng, niðar við eyrum nóttin löng. Rökkrið á margar myndir til, tunglsgeislafingur fálma um þil. Vekur mér traust þetta veika skin, hugurinn öðlast þar hollan vin. En utan úr myrkrinu’ á allan veg v------------------------------ LÍF Árnaðaróskir VÉR, sem kaffið drekkum hér 6 húsinu, ættum máske að biðja for- láts, er vér leyfum oss að leggja orð í belg um þetta stórmál. En leyfið kettinum að líta á kónginn. Vér öðl- umst sennilega aldrei sæti í há- menntaráði, en um hitt höfum vér von, að oss verði ekki meinað að taka þátt í kostnaðinum af því. Vér biðjum forláts fyrir það eitt, að vér höfum orðið að tala almennar um þetta mál en vér hefðum kosið, en rúmið markar oss bás. Sendum vér að lokum vaéntanlegu hámenntaráði hugheilar árnaðaróskir og biðjum hin eilífu goð að blessa oss störf þess. Yfirbót ER VÉR nú höfum séð Óhreinar hendur í leikhúsinu, viljum vér með gleði lýsa yfir því, að þýðing leik- ritsins hefur Lofti tekizt mjög sæmi- lega og betur en þýðing nafnsins gaf tilefni til að vænta. Óskum vér Lofti til hamingju með þetta og von- um, að hann hafi lært eitthvað af frábærri tilsvarasnilld Sartres og sannri fyndni. En torskilið er oss það, að Loftur skyldi á elleftu stundu gefa Þórhalli Þorgilssyni helming heiðursins af þýðingunni. Vér leyf- um oss að efa, að Þórhallur sé nokk- uð betri í dönsku en Loftur, og ís- lenzka Lofts hefur nýlega verið met- in til þúsunda. Hvað kemur þá til? ------------------i---------------- gamalkunn augu greini ég. krefja þau hug minn köld og hljóð um sérhverja hugsun, sérhvert ljóð. Hvað hugði ég stórt verður harla smátt, hvað hugði ég fagurt — holt og grátt. Og allt, sem er hafið af höndum tveim, verður ómælislitið í augum þeim. Ó, nær kemur dagur með nýjan þrótt, er stekkur á burt hinni sterku nótt? Hún fyllir mig ógn, því að ekkert svar ég á við þeim sannleik, er sé ég þar. ___________________________________/ og LIST 23

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.