Líf og list - 01.02.1951, Blaðsíða 18
GÖMUL FRÆ
Smásaga eftir SHERWOOD ANDERSON
Hann var lítill maður vexti, skeggj-
aður og fjarskalega óstyrkur á taugum.
Mér er minnisstætt, hve sinarnar á háls-
inum á honum voru strengdar.
Árum saman hafði hann reynt að
kekna fólk með aðferð þeirri, sem nefnd-
ist sálgreining. Hugmyndin var orðin
honum að rótgróinni ástríðu. „Ég kom
hingað vegna þess, að ég er þrcyttur,"
sagði hann mæðulega. „Líkaminn er
ckki þreyttur, hcldur er eitthvað innra
með mér orðið gamalt og úttaugað.
KLig skortir gleði. Ég vildi mega gleyma
l nokkra daga eða fáeinar vikur öllu
fólki og þeim áhrifum, sem gera það
að þessum brjóstumkennanlegu aum-
éogjum.
f mannsröddina kemur stundum tónn,
sem gcfur til kynna sára lífsþreytu.
Hann kemur, þegar maður hefur lagt
sig allan fram um að ryðja einhverjum
hindrunum úr vegi hugsana sinna.
Skyndilega finnst manninum sig skorta
þrek til að halda áfram. Eitthvað innra
með honum stöðvast. Lítilsháttar
jprenging á sér stað. Hann rýfur þögn-
ina og talar, ef til vill bjálfalega. Litlar
hliðarkvíslar frá eðlisuppsprettu hans,
sem hann hafði ekki gert sér greia
fyrir að væru til, færast í aukana og
brjótast fram. Þegar svo ber undir, verða
menn mikillátir, nota stór orð, gera sig
yfirleitt að fíflum.
Og þannig gerðist læknirinn hávær.
Hann spratt upp af þrepinu, þar sem
við höfðum setið, gekk um gólf og lét
móðan mása. „Þér eruð að vestan. Þér
bafið flúið fólk. Þér hafið bjargað sjálf-
*m yður — svei yður! Ég hef ekki —.“
Hann var sannarlega orðinn hávær. „Ég
bef hrærzt í lífinu. Ég hef kafað undir
yfirborðið í lífi karla og kvenna. Eink-
um hef ég þó rannsakað konurnar —
konurnar okkar hérna í Bandarikjun-
nm."
„Þér hafð elskað þær?“ gat ég mér til.
„Já,“ sagði hann. „Já — þér eigið
kollgátuna. Ég hef gert það. Annars
fengi ég engu til vegar komið. Ég verð
að reyna að elska. Þér skiljið víst, hvem-
ig málið er vaxið? Það er eina leiðin.
Ástin verður að vera undirrót athafna
minna.“
Mér fór að skiljast, hve lífsþreytan
lagðist þungt á hann. „Við skulum
synda í vatninu,“ stakk ég upp á.
„Ég vil hvorki synda né leggja á mig
neitt annað bölvað strit. Mig langar að
hlaupa og æpa upp yfir mig af fögn-
uði,“ lýsti hann yfir. „Um stund, í
fáeina klukkutíma langar mig að vera
eins og sölnað Iaufblað, sem vindurinn
feykir yfir þessar hæðir. Ég el eina ósk
í brjósti, aðeins eina — að frelsa sjálf-
an mig.“
Við gengum rykugan þjóðveg. Mig
fýsti að láta hann vita, að ég þóttist
skilja, og greip því til minna ráða.
Þegar hann nam staðar og einblíndi
á mig, tók ég til máls: „Þér eruð hvorki
meiri né betri en ég,“ lýsti ég yfir.
„Þér eruð hundur, sem hefur velt sér
í sorphaugi, en vegna þess, að þér er-
uð ekki alveg ósvikinn hundur, hafið
þér ímugust á fýlunni af yðar eigin
skinni."
Ég sótti í mig veðrið. „Starblindi aula-
bárður," hvein ég með óþrcyju. „Karl-
mcnn af yðar tagi eru bjálfar. Þér getið
ekki haldið áfram á þessari braut. Það
er á einskis mann færi að voga sér langt
út á lífsbraut annarra."
Einlægni mín varð æ ástríðufyllri.
„Þau mein, sem þér áformið að lækna,
eru mein alls mannkyns," sagði ég.
„Það, sem þér viljið gera, er ófram-
kvæmanlegt. Bjálfi! — gcrið þér yður
í hugarlund, að hægt sé að skilja ást-
ina?“
Við stóðum á veginum og horfðum
hvor á annan. Það vottaði fyrir hæðnis-
glotti í munnvikum hans. Hann þreif í
öxlina á mér og hristi mig. „En hvað
við enim skarpir — en hvað við erutn
fljótir að átta okkur á hlutunum!"
Hann hreytti orðunum út úr sér,
sneri því næst við og gekk spölkorn
frá mér. „Þér haldið, að þér skiljið, en
þér skiljið ekkert,“ hvein hann. „Það,
sem þér segið, að sé óframkvæman-
Iegt er framkvæmanlcgt. Þér eruð lyg'
ari. Þér getið ekki verið svona ákveð-
inn án þess, að yður sjáist yfir citthvað
óljóst og fíngert. Yður sést gersamlega
yfir merg málsins. Líf mannanna er líkt
ungtrjám í skógi. Þau eru heft og
þvinguð, sívafin í greipar vínviðanns.
Vafningsviðirnir eru gamlar hugsanir og
skoðanir, sem dauðir menn hafa gróð-
ursett. Sjálfur er ég umvafin klifrandl,
skríðandi vínviði, sem þjakar mig og
þvingar."
Hann hló gremjulega. „Og þess vegna
langar mig til að hlaupa og bregða á
lcik," sagði hann. „Mig langar til aí
vera laufblað, sem vindurinn feykir yfir
hæðir. Mig langar til að deyja og fæðasC
aftur, og ég er einungis umvafið tré
og vcslast upp. Ég er, sjáið þér til, lífs'
þreyttur, og mig langar til að verð«
hreinn! Ég er áhugamaður, sem leitar
fálmandi að lausn á ráðgátum lífsins,“
mælti hann að lokum. „Ég cr lífsþrcytt-
ur, og mig langar til að verða hreinn.
Ég cr þakinn klifrandi skriðgróðri, sen»
umvefur mig og hamlar mér.“
* * #
Kona frá Iowa kom hingað til Chi-
cago og tók herbergi á leigu í húsi
nokkru í vcsturborginni. Hún var á að
gizka tuttugu og sjö ára gömul og lct
í veðri vaka, að hún væri komin til
borgarinnar til þess að kynna sér nýjustu
aðferðir við kennslu í hljóðfæraleik.
í húsinu í vesturborginni átti einn-
ig hcima maður nokkur ungur. Her-
bergi hans var við langan gang á ann-
arri hæð hússins, og herbergi konunn-
ar var hinum megin við ganginn, bcint
á móti herbergi hans.
Um unga manninn cr það að scgja,
LÍF og LIST
18