Líf og list - 01.02.1951, Blaðsíða 22
gang einnig „slangið“. Það er leiktjöld
þcss sviðs, sem liann sýnir oss mcð sög-
unni og gerir oss það þcim mun eftir-
minnilegra. Einnjg mun það verða
merkileg málsöguleg heimild, er tímar
líða fram.
Allar hinar yngri persónur eru sérlega
skýrar og lifandi, og má segja, að höf.
þekki þar sitt heimafólk. Aftur á móti
er ein fullorðna persónan í sögunni ó-
sennileg, heildsalinn Arngrímur Arn-
grímsson. Höf. cr auðsjáanlega of ílla
við hann til að láta hann njóta réttar
síns. Og hefði höf. þó vissulega átt að
geta fundið næga raunsæilega drætti til
að fullkomna þá mynd, án þess þó að
gera þeirri persónu hærra undir höfði
en hann gerir.
Þá segir höf. frá ýmsum harla ein-
kennilegum atburðum, sem veikja held-
ur en styrkja söguna, cn þó munu þeir
yera „sannir“ að einhverju leyti. En það
er oft því miður svo, að raunveruleik-
inn getur leyft sér að vera lygjlegri en
skáldsagan. Og menn trúa yfirleitt bet-
ur lygilegum veruleika og verulegri lygi
en lygilegri skáldsögu.
Að frásagnarhætti minnjr Vögguvísa
nokkuð mikið á Atómstöðina eftir Hall-
dór Kiljan Laxness; hefur enda hlið-
Stæðu hlutvcrki að gegna.
Ég get ekki skilizt svo við þessa um-
SÖgn, að ég minnist ekki á niðurlag
sögunnar. Síðasta málsgrein hcnnar er
fimm blaðsíður á lengd án greina-
merkjaskila. Þessi móðgun við lögboðn-
ar reglur greinamerkja réttlætist samt
fyllilega með því, að þar lifir Bambínó,
sem kastað var drukknum út úr Sjálf-
stæðishúsinu, aftur upp ævintýrið í huga
sér, samhengislaust og sundurslitið, æv-
intýrið sem er ekki aðeins ævintýrið
hans, heldur og þeirrar æsku, sem spillt-
ir tímar og andvaralaust þjóðfélag hefur
leitt á glapstigu, hverrar viðlag og
vögguvisa sejnt og snemma er:
Chi-baba, Chibaba, chiwawa,
Enjakwa cookala goomba.
Chi-baba, Chibaba, chiwawa,
My bambino go to sleep.
Sv. B.
72
Fáein orð um tónleika
Fyrir nokkrum dögum voru haldn-
ir á vegum tónlistarfélagsins hér í
bæ Beethoven-tónleikar. Svissneskur
píanóleikari, Baumgartner að nafni,
lék þrjár sónötur (op. 27 no. 1. — 57.
og 110.) og Eroikatilbrigðin svo-
nefndu. Þessi píanóleikari hefur
geysimikla „teknik“ á íslenzkan
mælikvarða, og góða kurteisi gagn-
vart gömlum mönnum eins og Beet-
hoven. Annars held ég, að flestir séu
mér sammála, að efnisskráin var stór-
furðuleg. Af hverju var ekki hægt
að fá manninn til að leika einhver
minna þekkt (og betri) verk eftir
tónskáldið? því sannarlega er fólk
orðið þreytt á hinum margþvældu
sónötum op. 27 mol. (tunglskins)
og 51 (appassionata), þó að þær séu
kannske ákaflega fallegar og góðar.
Það er annars merkilegt, hve efnis-
skráin á tónleikum tónlistarfélagsins
er yfirleitt fábrotin og oft á tíðum
ómerkileg. Tómlæti tónlistarfélagsins
gagnvart nútímatónlist er þó alveg
einsdæmi.
Það hefur kannske keyrt um þver-
bak, þegar N. V. Bentzon var hér á
ferð. (Orðið hræddir?) Hugsað sem
svo, að þetta væri bara ekkert líkt
honum Beethoven og honum Brahms,
og þá auðvitað „forkastanleg mús-
sík“. Hingað kom minnsta kosti
danskur fiðlari í fyrra (H. Holst) og
kvað ætla að leika nútímatónlist
brezka. En hinir miklu napóleonar
tónlistarinnar sögðu stopp, og sá
danski varð að leika Beethoven,
Schubert og aðra ágætismenn af
blaðinu.
Þau nútímatónverk, sem hér hafa
verið flutt, er hægt að telja á fingr-
um sér. Þannig er það þó ekki aðeins
með nútimatónlistina, því að allt-
af er eiginlega verið að leika hér
sömu verkin eftir gömlu meistarana
að fáeinum undanteknum, sem þá
eru borin fram illa tilreidd. Svo er
verið að tala um framfarandi tón-
listarmenningu á íslandi. Sannleikur-
inn er sá, að tónlistinni fer hér sí-
hrakandi, (þó sumir reyni að ljúga
öðru að sjálfum sér og öðrum) þrátt
fyrir sinfóníuhljómsveit og tónlistar-
skóla, vegna þess að forráðamenn
hennar eru staðnaðir í nítjándu ,ald-
ar-snobberíi.
En hér á víst aðallega að fjalla
um þessa Beethoven-tónleika, og
skal því haldið áfram:
Það, sem aðallega einkenndi leik
Baumgartners, var fáheyrt öryggi (a
fslandi) og þó nokkuð skemmtilegur
skilningur á hinni rytmísku hlið
verkanna, sérlega þó í leik hans á
tilbrigðunum. Hina glæsilegu sónötu
op. 57 lék hann tilgerðarlaust og
eðlilega, og mættu þar margir af
læra. Þegar hann var að spila fyrsta
kafla Tunglskinssónötunnar hafðí
maður það á tilfinningunni, að hann
vildi ljúka þessu af í hvelli. Annars
er ósköp auðvelt að leika fyrir okk-
ur íslendinga það, sem maður hefur
verið að æfa undanfarin þrjátíu—'
fjörutíu ár. Að endingu: Það var
fullt hús, og áheyrendur álíka
skemmtilegir og vanalega. (Opinn
munnur og lokuð augu).
Stál.
GÖMUL FRÆ
Frh. af bls. 20.
elskhugi. Ég er ckki nógu varfærinn
og þolinmóður. Ég er seltlur undir gaml'
ar hugsanir og kennisctnjngar — fr®»
sem dauðir menn hafa sáð, spretta upp
í sál minni og þjaka mig.“
Við gcngum lengi, og LeRoy talaðl,
radaði hugsanirnar, sem ólust í brjóstl
hans. Ég hlustaði þögull. Hugur hans
datt ofan á viðlag mannsins í fjöllun-
um. „Ég vildi, að ég væri dauður og
dofinn hlutur," tuldraði hann og horfði
á laufin, scm lágu á víð og dreif í gtns-
inu. „Ég vildi, að ég væri laufblað,
sem stormurinn feykir burt.“ Hann le*1
upp og beindi sjónum þangað, sem við
sáurn til vatnsias í fjarska á mill*
trjánna. „Ég cr lífsþreyttur, og mig
langar til að verða hreinn. Ég er maðuf
umvafinn klifrandi skriðgróðri. Ég vildi,
að ég væri dauður og stormurinn fcyktJ
mér yfir endalausum vötnum,“ mæl°
hann. „Ég þrái ekkert í heimi jafn á-
kaft og það að verða hreinn."
Leifur Haraldssott
íslenzkaði.
LÍF og LIST