Líf og list - 01.02.1951, Blaðsíða 11

Líf og list - 01.02.1951, Blaðsíða 11
Modigliani deyr. EIKINDI Modiglianis voru nú alveg að buga liann. Hann hafði hvorki nægilegt þrek né nægilega löngun til þess að' mála lengur. Gamli áhugi hans og lífsþrá vöknuðu á ný, er fylgikona iians fæddi honum dóttur, og hann fór að tala um og vonast til, að hverfa til Italíu að vorinu með stúlkunni og barninu. „Eg á móður þar“, sagði hann, hreykinn í bragði. En hann fór livergi. Hann féll aítur fljótlega saman; honum fór sí- hrakandi og hann ráfaði einn um göturnar, hóst- aði og drakk æ meira og meira. Stundum lauk hann af mynd og bar hana að dyrum Zborowskys, en var óðara floginn út í veður og vind. Arið 1919 byrjaði hann að spýta blóði og Pólverjan- um tókst einhvern veginn að koma honum til Nizzu suður við Miðjarðarhaf til vetrardvalar. Hann hafði þar tæpast til hnífs og skeiðar og fékk leigt inni á hóruhúsi. Og þegar stúlkurnar komust að raun um, að hann var tæringarsjúklingur og blásnauður listamannsræfill, sem engin ráð hafði á að kaupa sér módel, buðust þær til þess að' sitja fyrir hjá honum ókeypis, þegar þær höfðu af- greitt viðskiptavini sína. Þær komu allar fram bjartar og engilhreinar meyjar í málverkum hans. Hann var nú reiðubúinn til að deyja og tók að fýsa aftur til Parísar. Zborowsky sekli fimmtán málverk eftir hann i Marseilles fyrir fimm hundr- uð franka og fór með hann aftur til höfuðborgar- innar. I janúar 1920 lagðist hann í rúmið með háan liita og læknir skipaði honum tafarlaust á sjúkrahús. Ilann fékk að'svif á leiðinni og lá alla nóttina í óráði. Um morguninn andaðist hann í sjúkraskýli góðgerðarstofnunar, og í andarslitrun- um heyrðist hann muldra eitthvað um heittelsk- aða fósturjörð sína, Itálíu. Útför síðasta, stórbrotna Bóhemsins. REGNIN um andlát Modiglianis barst eins og eldur í sinu um gjörvöll hverfi Parísar. Lista- mennirnir buðust til þess að sjá um kostnaðinn af útförinni og þustu út á göturnar með hatta í hendinni til þess að' safna í sjóðinn. Þá barst þeim símskeyti og þeningaávísun frá bróður Modiglianis á Italíu, sem var þingmaður fyrir Livornokjör- dæmi og opinber talsmaður ítalskra jafnaðar- manna. Skeytið hljóðaði: „Gerið útförina svo glæsilega úr garði, að hún verði konuijgi sæmandi“. Utförin veitti Parísarbúum dýrlegan hvíldardag. Allir, sem vettlingi gátu valdið, fóru á stúfana, öll Montparnasse, öll Montmartre, módel, gleði- konur, börn, hermenn og búðarmenn; rithöfundar og listamenn allir með' konum sínum og kærust- um. Líkfylgdin mjakaðist hægt eftir götum París- ar frá Montparnasse í áttina að Pére Lachaise- kirkjugarðinum, og iolkið tíndist inn á kaffihúsin og talaði með miklum söknuði um „síðasta stór- brotna bóheminn“. Líkfylgdin fór fram hjá hópi MODIGLIANI: Jcatnie Hébuteme listamanna. Einn þeirra var Picasso. Hann benti á líkbörurnar, þar sem Modigliani hvíldist um- luktur miklu blómahafi, og síðan á lögregluþjóna, sem stóðu þar skammt frá og slógu saman hælum í virðingarskyni við hinn látna. Þeir voru með hvíta hanzka á höndunum. Picasso gat ékki orða bundizt og sagð'i: „Sko til, jafnvel Modi getur samið við lögguna að síðústu!“ Nóttina, sem Modigliani dó, framdi fylgikona hans, Jeanne Hébuterne, sem þá var vanfær eftir hann í annað sinn, sjálfsmorð, með því að varpa sér ofan úr glugga á fimmtu hæð. Listamenn Parísar urðu sárhneykslaðir, er það vitnaðist, að kaþólskir foréldrar stúlkunnar neituðu að leyfa að jarða stúlkúna við hlið Gyðingi. LÍF og LIST II

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.