Líf og list - 01.02.1951, Blaðsíða 10
vegar andlitsmyndir (portret) og hins vegar
myndir af nöktum konum, sem hvorar tveggju
hafa verið hafnar til.skýjanna fyrir góða plastíska
eiginleika og góða með'ferð lína, sem þær eru á
engan hátt eítirtektarverðastar fyrir. I forms-
byggingu stældi hann skurðgoðamyndir Afríku-
negranna, og áherzlu sína á flötinn fékk hann að
láni frá Cézanne og kúbistunum, og litastigi hans
minnti á hreina litatóna ítölsku frescomálaranna.
Hann samræmdi línur við einfaldleik mynztursins:
vanalegast egglaga höfuð, er hvílir hornhvasst á
sívölum, löngum liálsi og aflangur bolur með
handleggjum og íótum,' sem aðeins eru dregnir
upp á þann veg, að hægt sé að’ greina þá. Það
er ekki ýkja erfitt að skapa fcstu í línuformi og
fá út úr myndinni einfalda, mótunarlega (plast-
Lska) heild, þegar búið' er að færa mynztrið (fígúr-
una )niður í hreina, jafngildandi, rúmfræðilega
fleti og búið er að skafa af því öll smáatriði, sem
eru til trafala. En það er ekki eins auðvelt að
fá fram sjálfstæða heild úr myndinni, sem jafn-
framt verður að túlka eigindir fyrirmyndarinnar,
þegar einskorðað er við sýnishom af höggmynd-
arlegu afskræmi. Þetta tókst Modigliani. Hann
skapað'i andlit úr þessum sama jarðvegi, en sam-
tímis því gat liann í myndinni haldið sérkennum
og réttum hlutföllum fyrirmyndarinnar, oft á
þann hátt að hann ýkti sérkenni fyrirmyndarinn-
ar, svo að nálgaðist að vera skoptúlkun (karika-
túr). Það er ekki sú hlið listar hans, sem veit að
-forminu sjálfu, er vekur eftirtekt okkar, heldur
er það hið sálræna innsæi hans og tilfinning hans
á leyndardómum hjartans. Andlitsmynd hans af
málaranum Morgan Russel er gott dæmi þess. I
þessu bleika andliti, sem kemur fram í málverk-
inu, sá Modigliani fyrir ömurleg og niðurlægjandi
örlög efnilegs, amerísks málara, sem varð inn-
lyksa og staðnaði í París. Og í öllum mannamynd-
um sínum opinberað'i hann fjörtjón sitt og hrun
persónuleika síns sjálfs. Mannamyndir hans eru
sorgarleg fjölskylda — og dálítið einhæf og til-
breytnisnauð — sum andlitin eru sjúkleg og yfir
þeim hvílir þýður feigðarsvipur; önnur þeirra em
eins og yfirbuguð af hryggðardýpt og örvamtan.
Nöktu konumar hans voru flestar grannar og
rennilegar stúlkur, sem báru svip saklausra, skír-
lífra yngismeyja. Hann hafði sofið hjá öllum þess-
um stúlkum, en honum heppnaðist, þrátt fyrir
hina ströngu listformúlu sína, er hann bjó til með
aðstoð' afríkönsku skurðoðamyndanna, að sjá þær
í óvæntum hreinleika, og túlka eða endurvarpa í
andlitum þeirra og líkömum fínleik sálar sinnar
og tilfinninga. I öllum myndum hans, bæði í
nöktu konunum og andlitsmyndunum, finnum við
taugabrenglunartöfra frá einhverri vansælustu
listamannssál þessarar aldar.
Síðustu fjörkippir.
RIÐ 1917 kynntist hann kornungri og lag-
legri stúlku, dóttur kaupmannshjóna. For-
eklrar hennar fyrirgáfu henni elcki mök hennar
við Modigliani og litu á hana eins og hvert annað
úrþvætti upp frá þessu. Modigliani og stúlkan
bundust óskírlífum, en göfugum tryggðarböndum,
sem ekkert gat rofið, ekki einu sinni dauðinn
sjálfur. Stúlkan elskaði hann af slíkri ákefð og
slíkum innileik, að' ást hennar náði bráðlega há-
punkti í iornfýsisæði. Og hann fann í henni full-
komið samræmi líkamlegrar og sálarlegrar ástar.
Hann var vinkonu sinni trúr þar til hann var all-
ur, utan það, áð hann lét eitt sinn blendinn kven-
mann með kynferðilegt ágæti draga sig á tálar,
sér til sorgar og vanza. Stúlkan hljóp að heiman
til þess að taka þátt í lífi hans eða því, sem þá
var orðið eftir af því. Þau lifðu saman við hin
ömurlegustu lcjör, áttu hvergi þak yfir höfuðið',
sváfu undir benim himni eða inni á knæpunum,
og stundum í vinnustofum listamanna, sem gátu
ekki boðið þeim annað en gólfið til að liggja á;
þau höfðust við á kaffihúsunum, þáðu snarl af
elskulegum veitingamönnum, hrópuðu málverk
sín til sölu á gangstéttunum og hrakhraufuðust
um Montparnasse-hverfið, sníkjandi, betlandi,
hungruð og þjáð'— stúlkan framkvæmandi betlið.
Pólskt skáld, sem hét Zborowsky, tók að sér
að bjarga þeim. I kaffihúsum Parísar fóru marg-
ar sögur af örlæti Pólverjans; og eflaust hefur
verið fótur fyi'ir þeim flestum. Hann missti aldrei
trúna á Modigliani og snilligáfu hans. Hann rúði
sig' inn að skyrtunni til þess að hjálpa þessum vini
sínum og hljóp margar þingmannaleiðir til þess
að sannfæra kaupmangarana um listverðmæti
mynda hans. En Zborowsky var sjálfur ekki vel
stæður. Hann átti ekki annað en tóma íbúð, löng-
un til þess að yrkja ljóð og konu. Hann var allur
af vilja gerður til þess að hjálpa Modigliani, en
hann hafði engin peningaráð til þess að styrkja
hann varanlega og svo að eitthvað munaði um.
Modigliani sá líka fram á það og eyddi öllum pen-
ingunum, sem Pólverjinn hafði safnað honum til
handa, í áfengi og eiturlyf.
10
LfF og LIST