Líf og list - 01.02.1951, Blaðsíða 9

Líf og list - 01.02.1951, Blaðsíða 9
sinn í mestri örvæntingu sinni gerði hann samn- ing við eiganda málverkasafns um að mála fyrir hann gegn ákveðinni borgun á dag, eins og hver annar daglaunakarl. Hann skuldbatt sig til að gera myndir, sem áttu að kosta 40 franka hver að viðbættri einni koníaksflösku. Hann var lok- aður í stofufangelsi niðri í kjallara listsalans, og hann hélt loforð sitt um vikuskeið', málaði nak- inn ofan að mitti, lengst af í hálfgerðri ölvunar- vímu. En þegar vinnuveitandi hans kóm þar eitt sinn að með nokkra gesti til þess að líta á starfið, gerði Modigliani sér hægt um vik og rústmölvaði koníaksflösku á höfði svíðingsins og hljóp öskr- andi út á götuna. Þegar hann sýndi myndir sínar í sýningarsal Mademoiselle Weill, sem alltaf var ófeimin við að sýna allan þremilinn, vakti það' töluverða hneykslan. Búðarstúlkur, skrifstofu- menn, hattadömur og sendlar flykktust á sýning- una og göptu forviða á þessar annarlegu, óspill- ingarlegu, nöktu konur. Lögreglan lokaði sýning- arsalnum, þar til myndirnar voru teknar niður, og engin þeirra seldist. Að listamanninum látnum fór ein þeirra á 22 þús. franka. Franeis Carco varð skotinn í einni mynd Modiglianis, Ijóshærðri stúlku í allri sinni nekt með hold, sem minnti á mjólk og appelsínur. Hann var trylltur í að kaupa hana, bauð i hana aleigu sína, lítið fé. Modigliani gaf honum myndina. „Þú ert, skotinn í málverki mínu?“ spurð'i hann drukkinn, en engu að síður með á nótunum. >,Hvers vegna, hvað elskarðu í því — eða hvernig þá? Elskarðu það á sama hátt og þú elskar kon- ur? Ja — so — það er svo! Farðu með hana!“ List Modiglianis. EGAR stríðinu lauk, var mesta starfsorka hans þrotin — hann hafði þá gert sín beztu verk, og nú endurtók hann í litluin breytileik aft- urgengna listformúlu sína, sem hann hafði numið' af negralíkneskjunum. Það, sem gerði hann frá- brugðinn hinum félögum sínum, nútíðarmálurum, var áhugi lians á viðfangsefninu, áherzla sú, sem hann lagði á andleg verðmæti í lífinu, sálina og andann í viðfangsefninu, þó að hugur hans væri i'eikull og gagnsýrður af ástríðum berklasjúklings. Hinir félagar hans voru rígbundnir ytri aðstæð- um, liinu veraldjega: Matisse var rósamynda- skreytari, Derain liandverksmaður, Van Dongen var dæmigerður tízkumálari nýjungagirninnar og Þicasso var letursetjarí. Modigliani gerði sér far V' ’ V LÍF og LIST um — svo langt sem gáfur hans og geðsveiflur náðu til — að athuga og rannsaka mennina, að fara inn í sálir þeirra og sýna í skökkum andlit- unum og mögrum líkömunum hitasótt lífsins og þann harmleik, sem hann vissi af hugsýki hins sjúkléga og hæfileika gædda manns, að var allt, sem beið hans sjálfs. Hann málaði aldrei svo and- MODIGLIANI: Nakin kona, cr heldur á hvítri skyrtu lit (portret), að hann væri ekki bundinn fyrir- myndinni einhverjum ástúðarböndum; hann not- aði aldrei atvinnumódel, og hann málaði aldrei mynd til þess eins að finna lausn á myndrænu eða mótunarlegu (plastisku) vandamáli. Eg get kannske fallizt á, að sálræn skarpskyggni hans hafi ekki verið mjög djúpstæð, og að andleg reynsla hans hafi verið of einhlít, einhæf, á sömu bókina lærð og án víðfeðmis og tilbreytni. En þrátt fyrir þessar aðfinnslur, er list hans afskap- lega persónuleg og sönn, og þó að hún sé ekki öll gædd djúpu mannviti, er hún alla tíð yndislega hjartnæm og einstaklega fullkomin innan sinna takmarka. List Modiglianis má flokka í tvo hópa, annars 9

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.