Líf og list - 01.02.1951, Blaðsíða 8

Líf og list - 01.02.1951, Blaðsíða 8
„Ástin mín! Þú ert hóra". ODIGLIANI tók nú að hafa mök við ýmsa þorpara og glæpamenn, til þess að krækja út úr þeim eiturlyf. Oft á tíð'um lagðist hann í slíkt svað af völdum eiturlyfja, að hann vissi hvorki í þennan heim né annan, svo að dögum skipti. Hann fékk óráð, missti hálfvegis meðvit- undina, sá ofsjónir, talaði við alls konar fólk, sem hann þóttist sjá, og hugðist finna drauga og djöfla í vögnum á strætum úti. Móðir hans reyndi öll hugsanleg ráð til þess að bjarga honum, ritaði lionum hjartnæm bréf og sendi honum peninga til þess að kaupa sér föt fyrir. Hann las bréfin hátt í allra viðúrvist inni á knæpunum. Ensk stúlka, sém varð' á vegi hans, hvatti hann eindregið til þess að vanda betur klæðnað sinn. Kæmi það fyrir, að Modigliani væri orðinn þokkalega til fara, sótti hann alltaf í sama, gamla horfið. Hann seldi yfirhöfn sína, sleit borðann úr hattinum og stytti jakkann sinn með vasahnífi. Hann var kom- inn að hungurmorði, er ensk kona með ofurlitla skáldæð í sér tók hann undir verndarvæng sinn. Hana hafði alltaf dauðlangað til þess að elska stórsnilling á listasviðinu og fann nú loksins draumamann sinn í Modigliani. Hún bar hann á hondum sér um tveggja ára bil, og henni auðn- aðist, að minnsta kosti um stundarsakir, að sann- færa hann um hreinleik ástar sinnar og óeigin- gjarna hollustu sína og trvggð við hann. Hann málaði þóttalegt andlit hennar margsinnis og vann „líkast því sem hann væri innblásinn dugn- aði og dirfsku ungs guð's“ eins og haft var eftir ensku fylgikonunni. En þegar hann varð þess vís, að sú enska var almannleg og haldin sönm löst- um og óæðri tilhneigingum og önnur mannanna börn, sótbölvaði hann þessum verndarengli sínum og hljóp frá henni. Sú enska kaus sér einnig veg- inn, sem veit niður á við, til þess að öðlast sálu- hjálp, og nokkrum árum síðar bar svo við, að hún mætti aftur gamla elskhuga sínum. Hún var nú komin eins langt og hægt er að komast út á spill- ingarbrautina, og ungi guð'inn hennar var heldur ekki sem brattastur og bezt fyrirkallaður — en stolt hans var nú meira en nokkru sinni fyrr. „Ástin mín“, sagði hann alvarlega, „þú ert hóra“. Tötrum búinn höfðingi. ÓHEMUNUM fannst mikið til þess koma, hve gáleysislega Modigliani murkaði úr sér líftór- una. Hann fór í hundana á stórbrotinn liátt. Það iolst í því einhver reisn og tíguleiki. Af allri sjálfs- eyðingarstarfsemi hans stafaði virðuleiki — og í allri breytni hans og tilhneigingum lýsti sér stór- mdnnska og örlæti. Hann \rar tötrum búinn höfð- ingi og fyrirmaður, Hinir félaganna mygluðu og rotnuðu nið'ur óskáldlega og á meðalmennskuleg- an liátt; ellegar gerðust kaupmenn í listinni; eða seldu sig á vald kaupmennskunni; ellegar þá bund- ust samtökum um að óvirða list Cézffnnés með ]>ví að skoða hana heppilega til skrauts í við- hafnardyngjum kvenna. Modigliani hafði í sér töluvert af sálareldi snillingsins — og töluvert af þeim mannleik, sem lyftir list yfir handiðn. Hinir félagar hans sátu til borðs og drukku te með amerískuin auð'mönnum, prúðir og undirgefnir. Kæmi það fyrir, að amerískt auðfólk byði Modi- gliani til tedrykkju, honum til heiðurs, steypti hann jafnan í sig vænum skammti af hashis, kveikti í borðdúknum og ætlaði að rifna af kæti, ])egar hann sá hve eldblossinn skaut bálreiðúm gestgjöfum hans skelk í bringu. Hann átti það til að halda við stúlku og svíkja hana, en aldrei fór þó svo, að hann gæfi henni ekki eitthvað' í staðinn, svo sem riddaralega ástúð og nærgætni og minnirig um, hve djúpa og heilaga virðing hann bar fyrir list sinni. 1‘icasso hefði vel getað hjálp- að honum, 'en Picassö hugsaði fyrst og fremst um sjálfan sig, að skara eld að sinni köku. Hinir vinir hans af Sama Sauðahúsi, þeir Soutine, Kisling’. Jacob og Guillaume höfðu meiri mannkærleika- tilfinningar, en iþ'eir höfðu ekki meiri aúraráð' en svo, að þeir gátu stöku sinnurn gefið honum fyrir glasi af áfengi. Þess vegna varð hann af sínum veika mætti að bera einn ábyrgð á lífi sínu og' list og sannfæringu. Og nú ögraði hann guðunum að slá sig í duftið! Lélegur kaupmaður. ODIGLIANI var allsendis ófær til þess að geta staðið í brösum við listmangarana — til þess var liann of stoltur í fyrsta lagi og í öðru lagi of heiðvirður. Þeir kunnu líka ekki að meta list lians, en þeir höfðu þó mikinn hug á að kló- festa myndir hans í von um, að þær kynnu ein- hvern tíma að eiga eftir að ganga í augun á mál- verkasöfnurum. Eitt sinn bauð hann listsala mik- inn fjölda teikninga, og mangaratetrið byrjaði óð- ara af gömlum vana að þrátta um og prútta niður verðið á þeim, óverulegustu upphæð. Modigliam tók þá teikningar sínar saman, án þess að mæla orð af vörum og fleygði })eim ofan í salerni. Eitt 8 L.ÍF og LIST

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.