Líf og list - 01.02.1951, Blaðsíða 21

Líf og list - 01.02.1951, Blaðsíða 21
BOKMENNTIR Frh. af bls. 13. hefur næmt auga og viðkvæmt hjarta. Hinar léttu og lipru frásagnir eru all- flestar blandnar trcga í lokin. Svo eru °g t. d. Saga um jólatrc, Snæfríður er cm hcima, Heldurðu, að cg hafi aldrci att móður? og Að vcra fullorðinn. Þcssi síðast talda minnir annars á Aldous Huxley, cins og hann lýsir sambandi ungs og gamals af andstæðu kyni. En sagan er ckki verri fyrir því. Athyglisverðust er þó síðasta og yngsta sagan, Heiman og heim. Hún fjallar um Amcríkufcrðirnar forðum, seðar mcð augum nútimakynslóðar: ekki er alls staðar gæfa, þar sem gulls er von. Höfundur afsakar það í formála, •ið lcsendum kunni að þykja hún „ívið stuttaraleg, jafnvcl torskilin". Þess hcfði þó ckki gcrzt þörf. Einmitt tækni hin's ^áorða stíls lýsir bctur en langteygður lopi heimkomu hins týnda sonar. Inn 1 hugarhcim Ameríkufarans, scm kom hejm til að deyja og furðulegustu sög- Ur höfðu gengið um, vcrður vart betur skyggnzt cn gcrt er í cftirfarandi lýs- >ngu: „Hundinn Snata kallaði hann a*drei sama nafni og aðrir. Þcgar scppi lá fram á lappir sínar á bæjarhellunni gekk öldungurinn framhjá, gaut til hans hornauga og tautaði: Sjá smcttið a Wodchousc dómara núna. Svciattan; syei þcr, grcyið! Rauða kussan fékk einnig sín nöfn, svosem Mrs. Bcntson, eða þegar glott öldungsins varð hvað meinlegast: Thc Lady of This Very House. — —“ Stílbrögð höf. cru þannig að hann treður skoðunum sínum ckki inn á les- andann. Hann leggur aðcins fyrir liann staðreyndir, fólk og umhverfi. Elías ^ar er jafnvel um of hlédrægur á stund- "tn. Það er scm hann sé að afsaka, að hann sé að ónáða mann mcð efni því, scrr> hann ber á borð. Sumar sögurnar verða vcikan við það en ella. En sfðasta sagan bendir ótvírætt til, að hér cigi hann styrklcika mcð auknum þroska, sem eigi cftir að bcra hróður hans víða. VÖGGUVÍSA, brot úr ævintýri, er sérstæð bók. Ymsum gæti fundizt hún léleg bók, jafnvel skaðleg. Hún gefur tilefni til margs — cn fyrst og frcmst til alvarlegrar íhugunar. Elías Mar leik- ur hér djarfan lcik. Og hann gefur höggstaði á sér. Það er scm hann sé að rcyna á þolinmæði lesendanna — og eru þeir þó margreyndir fyrir. Það er scm hann segi: Með þessari bók stcnd ég cða fell. Ég hcfi skrifað það, sem mér liggur á hjarta eftir mínu eigin höfði. Ykkar er svo að dæma. Og þá getum við skilið sáttir að kalla. Bambínó hcitir scxtán ára unglingur. Hann lciðist út í ævintýrið mcð eldri félögum. Þeir brjótast inn á skrifstofu Arngríms Arngrímssonar hcildsala og stcla 10 þúsund krónum. Ævintýrið heldur áfram. Bambínó gengur æ lcngra inn í töfrahcim hinna fullorðnu undir vígorðinu: Að vera maður mcð mönn- um. Hann kynnist blcssun brennivíns- drykkjunnar. Hann finnur þá sælu- kennd að geta slegið um sig mcð fimm- tíu- og hundrað-köllum. Hann kynnist næturlífínu, þar sem brennivín og jass- tónar eru vegurinn að ástarsælunni. Og hann drekkur bikar ævintýrsins í botn. Lcyndardómar ástarinnar birtast honum af sjálfu sér, enda þótt hann spyrji að morgni: „Af hverju var það ckki betra?“ Bambínó er knúinn áfram inn leynigöng æviritýrahallarinnar. Árang- urslaust reynir hann að snúa við. Hann hefur grun um, að þetta sé þrátt fyrir allt draugahöll. Við útgöngudyrnar bíð- ur hans Ncmesis. Þar með cr skeið Bambínó á cnda runnið. Elías Mar cr nú öllu kaldhæðnari en í fyrri sögum sínum, enda færist hann þcim mun meira í fang. Hann cr skáld sinnar kynslóðar, og það sem meira er — hann reiðir að henni hnútasvipu og húðflettir hana. Ástandsárin settu sinn stimpil (stæl) á næturlífið og mótuðu það sízt til hins betra. Einhvcrjir fjár- aflamenn fengu þá hugmynd, líklega cftir amerískri fyrirmynd (undirritaður þekkir hana a. m. k. ekki úr Evrópu- löndum), að setja á fót sítrón- og kóka- kóla-knæpur fyrir unglinga til að hanga þar heila og hálfa daga. Elías Mar veit, hvað hann er að segja, þegar hann liefur þáttaskil í sögunni á þessum orðum: „Billjard, kaffihús, gatan, sóðabarinn, þrjúkaffið heima, billjard, sóðabarinn, gatan, þangað til von var á Badda Pá úr vinnunni" (bls. 44). Þetta er vinnu- dagur söguhctjunnar Bambínó. Hinar brennivínsþyrstu og yfirborðskenndu ungu stúlkur fá sitt. Jóðlandi á gúmmí- tuggum og amcrískum orðskrípum velta þær inn úr dyrunum í „næturgeimið" hjá „stælgæunum'1 auðvitað með Ame- ríkana í eftirdragi til að vera vissar um að allt sé í réttum „stæl“. Gúmmítugg- una kallar höf. hið „lífsnauðsynlcga meðal við taugaóstyrk og svcita- mennsku“. Lýsingin á þessari æsku „ævintýrisins" cr harðorðasta ádeilan, sem fram hefur komið og eru það þó orð í tíma töluð. Mcð þcssari skáld- sögu hefur Elías Mar hafið sig yfir skáldskap hins fánýta hugsanavaðáls, auðnið og tómið, þar sem höfundarnir stara stöðugt á naflann á sjálfum sér, en kemur við eina af hinum veiku kvik- um þjóðlífsins og stingur á meinsemd- inni. Fyrir það citt er Vögguvísa bók- menntalegur fengur. En eins og ég gat um í upphafi teflir höf. djarft, á fleirum sviðum en einu. Tilsvör hans nálgast stundum að vera ekki prenthæf, en þau ciga hcima í því umhverfi, sem dregið er upp. Málfar- ið á bókinni mun hcldur ckki hafa við- gengizt hingað til í bókmcnntum, cnda getur hrognamál, scm unglingar „ævin- týrsins“ tala, ekki kallazt íslenzka. Fyr- ir það á höf. ef til vill eftir að sæta hörðum dómum. Hann teflir því djarft hér sem annars staðar. Höf. hefur orð- tekið hina amerísku íslenzku ástands- ins og þjappað henni saman í þcssari stuttu skáldsögu. Vitanlega verður úr því skrípamál — jafnvel af því amerísk- ki-yddaða máli, scm hér komst í móð, cnda þótt öll orðin séu tekin af vömm íslenzks fólks. En allt hefur sinn tál- og LIST 21

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.