Líf og list - 01.02.1951, Blaðsíða 16

Líf og list - 01.02.1951, Blaðsíða 16
alltaf verið fyrst og fremst listrænn, en það er meira en hægt er að segja um marga samtímamenn hans. Pignon er að mínu viti miklu innblásnari málari. Og öll lians list virðist mér byggð á klassiskuin grunni. En, ef til vill, eru hæfileikarnir fremur bundnir við vitið en tiirinningarnar. Hnitmiðaðir, mjúkir tónar, ávöl form eru aðalsinerki hans. Fyrrum mátti oft greina hjá lionum áhrif frá Pieasso og sumum öðrum meisturum nútímalistar. En hann þurrkaði |>au út og lét sína klassisku hugs- un klæðast búningi abstruktverksins. Nú á þessu ári virðist hafa orðið talsverð breyt- ing intira með honum og maður er aftur farinn að greina mannleg form, mannlegar línur. Setja sumir ]iað i samhand við stjórnmálaskoðanir hans. Parísarskólinn. EF PAÍSA RSKÓLINN í málaralist er enn til, ]>á eiga heima í honum ástralski málarinn Goerg, portúgnlska konan da Silva, liollenzku bræðurnir Van Velde og Spáriverjinn Borez. Enginn af þessum mál- urum er nýgræðingur í listinni, en ]>au slanda nú öll á hátindi þroskaskeiðs Síns. Goerg kom til Parísar fyrir mörgum árum, en hefur nú unnið sér ]>ar mikið álit. Nú ANDRÉ MINAUX: Stúlka er liann t. d. prófessor við Akademi Grande chaumiere og í fyrra varð hann fremstur í samkeppninni um Hallmarcverðlaunin. Goerg hefur auðsjáanlega numið mikið af hinum gömlu meisturum hvað tækni snert- ir. Litur hans er djúpur og heillegur, unn- inn og slípaður af svo mikilli vandvirkni, að af ber. I því er að finna sterkustu eiginleika hans sein málara. Hins vegar finnst mér byggingunni oft á tíðum ábóta- vant, þótt hinir glteislegu litir leiði at- hyglina frá ]tví. Portúgalska konan da Silva er dugmikil. Hún er einn af þeim málurum, sem mest ltafa lagt sig fram við að brjóta flötinn mjög smátt, saxa hann niður í örlitlar einingar. En mjög virðist mér henni vera mislagðar hendur. Sumar myndir hennar eru þrungnar krafti og inýkl málverksins, aðrar leysast upp fyrir aug- um imutns og verða að engu. Af Intllcn/.ku bræðrunum Van Velde er Bram eldri, fæddur lH!)ö. Ilann kom til Parísar iirið 1925, en bróðir hans, Gear, ári síðar. Síð- an hafa ]>eir dvalizl ) Frakklatuli sleitu- laust, haldið þar sýningar og skaitað sér gott nafn í listheiminum. Nú standa þeir báðir undir vemdarvæng gullerí Macght. einnar voldugustu liststofnunar í París. Báðir eru heiðarlegir, sannir listamenn, sem bera tneð sér alþjóðlegan svip abstrakt- listamannsins. I>ó getur maður ekki kom- izt hjá að taka eftir þvi, hve mjög þeir eru tengdir hinni glæsilegu ltefð í málara- list sins eigin lands, sinnar eigin þjóðar. Þetta snertir Gear sér í lagi. llann er beinn arftaki interiör-málaranna miklu í Hollandi á 17. öld. Um það er engum blöðum að fletta. Spánverjinn Bore/, kem- ur hér síðastur, ekki vegna þess að hann sé eitthvað lakari en hinir, heltlur af þvi að list hans er, ef til vill, óskýranlegri. Ég hygg, að i honum sé heimurinn að eignast annnn Renoir jafn innblásiim og aðdáanlegan, en ef til vill meira hugsantli. Leyndardómurinn í sköpun Borez verður ekki dreginn fram í dagsliósið fremur en hjá öðrunt góðum listamönnum. En ég hef sér í lagi orðið var við eitt atriði, sem ég vildi ncfna hér. Borez dýrkar hið gráa. Hann málar flötinn, mest. af myndinni í fínlegum gráum tónum, en slær svo i gegn um þetta með einutn sterkuin lit. Það verð- ur ótrúlega áhrifamikið. Aður en lengra er ltaldið, þykir mér rétt að nefna hér nokkra franska málara, sem eru af sömu kynsíóðinni og þeir. er talað hefur verið um hér að framan. Charles Walcli cr mjög atlialainn og vinsæll af ungu kynslóðinni, þótt geta hans sem listamanns sé ákaflega takmörkuð. Francis Griiber ti einnig miklii fylgi að fagna og hefur á sið- ustu árum verið hafitm upp til skýjanna, sem forystumaður nýs, svonefnds realisma, sem nú er að stinga upp kollinum í París- (Walch og Griiber eru nú báðir látnir). — Aftur á móti er hlutfallslega minna talað um Francis Desnoyer. Hann ber þó af- Myndir hans bera fremur norrænan svip en suðrænan, áferðin er hrjúf og stórskor- in. Yfirleitt virðist skilningur hans á mál- verkinu. andrúmsloftið allt ólikt þvi, sem ríkir meðal flestra, franskra listamanna. Fremsti málarinn í flokki hinna ,,figúra- tifu“ listamanna er án efa Jean Dubuffet- Hann liefttr aðsetur sitt í gallerí Bene Drouant. Af áhangendum lians má nefna Henri Michau, sem er heimsþekkt skáld og byrjaði ekki að leggja slund á myndlist fyrr en á fullorðins aldri. Greinilegt er, llve mjög þessir málarar eru tengdir Súr- realismanuin eða cinhvers konar eftirstöðv- um hans. Þráfaldlega verður maður var við það i verkunt þeirra, að það er hm sálræna túlkun, sem er aðalatriðið eða nndirstraumurinn. Af ]>eim sökum draga þeir oft úr áhril’um litarins og formbygg' ingarinnar. Tvær fylkingar abstrakt-mólara. „EKKI-FÍGÚRATÍFU" málararnir eru klofnir í tvær fylkingar. Sú þeirra, sem tel- ur sig bundna náttúrunni, starfar einkum í sambandi við gallerí Billet-Caput.o. Æðsti prcslur hennar er Alfred Manessier, en ' rauninni liggja margar taugar á milli hans og Jean Bazins, er nefndur var hér að fram- an. Manessier hefur góða samstarfsinenn. Þeir lieita: Gustave Singier, Jean IjC Meal og Leon Gischa. Þessir málarar vinna að því að leysa sömu eða svipuð vandamtd 1 listinni og undir forystu Manessiers liefur ]>eim orðið mikið ágengt.. En þrátt fynr hið nána samstnrf eru þeir allir sjálfstætt liugsandi listamenn. Ég sagði áður, að ]>essi grein hitinar „ekki-fígúratífu“ listar teldi sig bundnn náttúrunni. Og ég vil bæta því við, að Manessier telur sig metra að segja ekki vera abstraktmálara. Hann og sálufélagar hans lita svo á, að með ]>vl að hagnýta sér ltitt nýrri sjónarmið, hið nýja stafróf, komist listamaðurinn nær náttúrunni, skapi annan raunveruleika. sem cr æðri, sannari og konkretari en sa hinn hversdagslegi. En höfuðatriðið er, að allt komi frt'i náttúrunni. Við erum böm hennar, og verðuni því að nærast á móður- injólkinni. llún er ætfð lindin. uppsprettan. er við verðum að teyga af gömul sannin<h, nýjan þroskn. Annars er fyrirsjt'uinlegur kaldur dauði og ekkert annað. 16 LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.