Líf og list - 01.02.1951, Blaðsíða 7
Og þegar hann var orðinn rólfær, sneri hann aft-
ur heim til gömlu Italíu. Hann fékk heilsuna aft-
ur undir umsjá móður sinnar. Og hann fór aftur
að þreyja eftir lífinu, sem næstum var búið að
drepa hann. Móðir hans sárbað hann um að vera
um kyrrt í Italíu, en hann var haldinn enn hættu-
legri sjúkdómi en hvíta dauðanum — það vaí
bólusótt bóhemíunnar — og hann hélt aftur tn
1‘arísar.
Félagarnir flytja á Montpamasse.
ANN átti sér nú ekki viðreisnar von. Töfrar
persónuleika hans löðuðu alla að honum, sem
urðu á vegi hans. Veikindi hans og kjánalegt stolt
hans gerðu hann brjóstumkennanlegan — en lífs-
venjur hans voru óbætandi. Hann flýtti sér frá
einni stúlku til annarrar, og á milli þess hlaut
hann örvun frá einhverri ungri veru, sem hann
skoð'aði sem engil sendan af himnum ofan og
uiálaði eins og óður væri. Hann settist að í gömlu
hreysi og teiknaði firnin öll af fíngerðum and-
Htsmyndum eftir minni, sem hann seldi síðan
fyrir örfáa franka, en hugur hans gerði skjótt
uppreisn gegn þessu starfi, það var of kaupmang-
aralegt, og auk þess þótti honum að hætti sannra
ítala gaman að skrafa. Því losaði hann sig skjótt
undan viðjum vinnustofunnar. Árið 1913 sögðú
félagar hans með Picasso í fararbroddi skilið við
Montmartre og tóku sér bólfestu á Montparnasse,
vinstri bakkanum svokallaða. Modigliani slóst
Uieð í förina. Við borðin á Rotonde-kaffihúsinu
og Closerie des Lilas gat nú bráðlega að líta mál-
hreifa forsprakka nútíðarlistarinnar — svo sem
Matisse, Maillol, Picasso, Vlaminck, Carco, Sal-
nion, Soutine, Derain, Kisling, Léger og Gleizes.
Þeir komu þar saman til þess að slöngva fram
kenningum sínum og taka við skömmum hver frá
öðrum. Mælskastur þeirra allra og, ef til vill, ein-
arðastur og ósveigjanlegastur í sannfæringu sinni
var Modigliani. „Hann hafði tekið skakkan pól“,
var haft eftir Max Jacob, „og mátti nú til með
að byrja á jarðarförinni sinni alveg að nýju“.
Vegabréf hans til ódauðleikans.
TRÍÐIÐ skall á, félagamir tvístruðust, og það
komst glundroði á listalífið á Montparnasse.
Modigliani reyndist ófær til herþjónustu. Hann
lagðist nú í æ meiri drykkjuskap og óreglu til
þess að' gleyma eymd sinni og ráfaði einmana um
hverfið. Eitt sinn snemma morguns sást liann
skjögra dauðadrukkinn um göturnar á leið til
hreysis síns. Öðru hverju nam hann staðar og
tók að syngja angurværar ítalskar vögguvísur yfir
svefnpurkunum í húsunum þar í grenndinni. Lög-
reglan kom á vettvang, tók hann fastan og krafði
hann skilríkja. „Vegabréf!“ hrópaði hann. „Skil-
ríki! Vegabréf! Hér eru skilríki mín — vegabréf
mitt til ódauðleikans!“ Hann fálmaði ofan í vas-
MODIGLIANI: FJvire í tinni nekt
ana og' dró fram stærðarstranga af teikningum.
Þeir lokuðu hann inni, en vinir hans skárust i
leikinn og honum var sleppt úr haldi. Hann mál-
aði myndir af nokkrum félögum sínum, sem voru
sama markinu brenndir og hann — eitt málverkið
var af mexíkönskum málara, Rivera að' nafni, sem
á myndinni líkist brögðóttum, slóttugum Austur-
landabúa. Modigliani trítlaði með myndirnar til
listinunasalanna. „Farðu burt með þær!“ hrópuðn
þeir allir. Allir nema einn. Sá hét Guillome, harð-
svíraður ungur fjárplógsmaður, sem hjálpaði hon-
um stundum og fékk í staðinn sum beztu mál-
verk hans fyrir skít og ekki neitt.
LÍF 0g LIST