Líf og list - 01.10.1951, Blaðsíða 3

Líf og list - 01.10.1951, Blaðsíða 3
HITSTJÓRI: Steingrímur Sigurðsson, Barmahlíð 49. Sími: 81248 LÍF og LIST TÍMARIT UM LISTIR OG MENNINGARMÁL Kemur út í byrjun hvers mánaðar. Árgangurinn kost- ar kr. 50.00. Sími: 81248 2. árgangur Reykjavík, ág.—okt. 1951 8.—10. liefti Örlítil afsökunarbeiðni til lesenda! Líí og list heíur ekki komið út síðan í júlí í sumar (er þó mánaðarrit) og hefur þess vegna ekki gegnt skyldum sínum við kaupendur og aðra vildarvini. Sökina er einfaldlega að finna hjá mér og engum öðrum. Dvöl mín erlendis var ná- kvæmlega helmingi lengri en ég hafði ráðgert. Þetta var nokk- uð, sem ég og París fengum ekki ráðið við, því miður, og þarf þá ekki að leita nánari skýringa. Mun nú reynt af fremsta megni að bæta fyrir syndina, og kemur hér nýtt hefti, stærra að lesmáli en vanalega, og gildir fyrir mánuðina þrjá: ágúst, september og október. Steingrímur Sigurðsson. KÁPUMYND: FRUMMYNDIN af konunni á forsíðu þessa heftis er til hér í Reykjavík, og mun, að öllum Úkindum, yera með merkilegustu málverkum, sem til eru í landinu, ekki hvað sízt af þeirri sök, að hér á íslandi er varanlegt, frumgert brot ^anskrar málaralistar. Af einskærri tilviljun komst Líf og list á snoð- lr um dýrgrip þennan, sem gleður augu húsráð- enda dag hvern á heimili nokkru við Smáragötu hér í bæ. Hér er um ósvikið verk að ræða, en við hefur brunnið, að þyrlað hefur verið upp mold- ^yki um eftirlíkingar og stælingar á verkum frægra meistara. Eigandi myndarinnar er Gunn- ar Guðjónsson, skipamiðlari. Keypti hann mynd- lna úr einkasafni Gildemeisters í Hamborg. Höfundur myndarinnar: Edouard MANET, f. í París 1832. Gekk út á listabrautina í trássi við auðugan, borgaralegan föður. Þráði bæði frægð og frama. Gekk á ýmsu. Fólk hló að myndum hans. Hann háði tuttugu og fjögurra ára stríð og þrotlausa baráttu gegn akademiskum listkredd- um, en sagði þó aldrei skilið við listrænar erfða- venjur gömlu meistaranna. Emil Zola, helzti list- gagnrýnir sinnar samtíðar í Frakklandi, eygði snilligáfu hans, jós á hann lofi og varði hann ó- trauður. Manet var glæsimenni, skemmtilegur, kátur og fyndinn, elskaði búlevarðana og kaffihúsin; hafði aðlöðunarhæfileika; fólki þótti vænt um hann. Hann öðlaðist mikla viðurkenning og frægð í lifanda lífi. Dó kvalafulum dauðdaga 1883. Hann er og verður í tölu mestu meistara Frakka. 0g LIST 3

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.