Líf og list - 01.10.1951, Blaðsíða 6

Líf og list - 01.10.1951, Blaðsíða 6
II HALLDÖR KILJAN LAX- ness var aðeins 17 ára, þegar hann fékk útgefna fyrstu skáld- sögu sína. Nú á hann að baki ósköpin öll af bóksögum, smá- sögum, kvæðum og ritgerðum. Hann var eitt sinn kaþólskur og dvaldist í frönskum og belg- iskum klaustrum, hann hefur verið í Rússlandi og Ameríku. Eftir langferð sína kom hann heim aftur sem sósíalisti og rétttrúaður marxisti. Hin langa skáldsaga „Vefarinn mikli frá Kasmír“ er til marks um ólgu umbrotatímans. Laxness gat sér nafn bæði í Ameríku og Evrópu með skáldsögunni Sölku Völku, sem Aschehougs forlag gaf út 1946 í bókmálsþýðingu. Aðalpersónan er ung stúlka, sem kölluð er Salka Valka, en það er dregið af réttu nafni hennar, Salvör Valgerður. Móð- ir hennar er snauð og lítils metin kona, og Salka Valka gengur ein og óstudd út í lífið, full tortryggni í garð mann- anna. Hún er innhverf og íhugul, en gædd dug og framtaki. Með undrun og óróleik gengur hún um í fiskiþorpinu, þar sem verkamennimir hefja verkfall til baráttu fyrir betri kjörum. Forsprakkinn í þessari deilu er áróðursmaðurinn Arnaldur, sem verður rpannshugsjón hennar. En Arnaldur er þó ekki allur þar sem Salka sér hann. Litla þorpsbyltingin fer út um þúfur, og Amald dreymir um að verða mikill maður annars staðar. Þegar Salka Valka skilur, að ást þeirrá, sem henni var allt lífið, var aðeins áfangi á braut hans, fórnar hún síðustu aur- unum sínum til þess að hann geti keypt farseðil og farið burt úr fiskiþorpinu. Salka Valka stendur eftir á ströndinni með hið eldforna stríð í hjarta — hinn eilífa klofning milli ástar og heims. Laxness hefur gefið lifandi lýsingu á hinni ungu konu, sem einnig sýnir nokkur einkenni sjálfrar þjóðarinnar á erfiðum tímamótum. Hann hef- ur safnað skaphafnareinkenn- um heillar þjóðar á skarpt drengna mynd, sem bæði er sérstæð og altæk. Samtímis hef- ur hann gefið oss stórbrotna mynd af þjóðlífinu á íslandi, mótaða af nákvæmri, alhliða þekkingu á raunveruleikanum og borna fyrir oss með heiðum skýrleik og hlutlægni. Vér höf- um hitt fyrir Ísland nútímans, sem býsna fá okkar þekkja nokkuð að ráði. III HVER ÞJÓÐ hefur sína bylgju- lengd, sem frábrugðin er öll- um öðrum. Ef maður leitar djúps skilnings, verður maður að freista að komast á þessa bylgjulengd þjóðarinnar með hjálp bókmenntanna. Megin- eðli þjóðar getur maður lesið um í bókheimi hennar. Skáld- skapurinn er bein braut inn að hjarta þjóðarinnar. Enginn snill- ingur, hversu mikill sem hann er, skrifar eingöngu af sjálfum sér. Öll stórskáld sækja inn- blástur til þjóðar sinnar. Skáld- ið talar fyrir munn allrar þjóð- arinnar. í síðasta stríði skrifaði Lax- ness stórverkið um Jón bónda Hreggviðsson, þrístirnið ís- landsklukku, Hið ljósa man og Eld í Kaupinhafn. Þetta verk er nú komið í bókmáls- þýðingu hjá Tiden Norsk For- lag með titlinum „Islands klokke“, allt í einu bindi. Þegar bækur eru þýddar úr frönsku eða ensku, gömlum ritmálum, sem læst eru í opinberar orða- bækur, er stórum mun léttara að færa þær yfir á önnur mál. Þegar þýða á skáld eins og Laxness, Duun og Finnann Sillanpáá á önnur mál, er erfitt að finna þær orðmyndir, sem gefa sannan blæ og rétt orð- 'gildi. Það sjáum yið bezt, er við lesum bók eftir Duun í danskri eða sænskri þýðingu. Bæði Duun, Sillanpíia og Laxness eiga munnlegan og mjög þjóð- legan grunntón, sem torveldar þýðingu á annað mál. Þessi skáld eru eðlilegt framhald byggðasagnarinnar og tákna jafnframt hámark sagnleifðar- innar. Sá skapblær, sem ríkjum ræður, er ekki skáldsins eins, það er sjálf geðhöfn málsins og þjóðarinnar. Land með eins margbreytilegt náttúrufar og Ísland er til þess fallið að skapa hugmyndir og vekja til grand- skoðunar og íhygli. Hinn mikli auður lita, lögunar og tóna frá fljóti og jökli speglast í ís- lenzku máli. Ekkert mál í Ev- rópu á sambærilegan auð orða, er lýsa náttúru — og veðurfari. Laxness hefur rækt íslenzka tungu án þess að hún missi nokkuð af ósviknum sérkenn- um sínum í hljómi og mynd- auðgi. Stílsnilld hans er af göfg- um málmi, sem hlýtur að blikna í þýðingu. Wilhelm Kaurin hefur þýtt bókina eins vel og vandlega og unnt var, en það var mikil yfirsjón hjá forlaginu, að senda þessa skáld- sögu frá sér á bókmáli. Bók, sem lýsir gömlu íslenzku sveita- lífi, átti auðvitað að vera á ný- norsku. Efnið í „Islands klokke", hef- ur Laxness úr sögunni. Ævin- týraljómann hefur hann úr skáldeðli sjálfs sín og sjálfan tilganginn, stefnuna, frá mann- legum vilja sínum. Hann tekui' 6 LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.