Líf og list - 01.10.1951, Blaðsíða 8

Líf og list - 01.10.1951, Blaðsíða 8
ÆSKULJÓÐ FULLTÍÐA SKÁLDS Jón úr Vör: MEÐ HLJÓÐSTAF Ljóð — Reykjavík 1951. Jón úr Vör hefur verið skáld síðan 1935. Á því ári kastaði hann föðumafni sínu, lét skírast til trúar U skáldgyðjuna og leit um sömu mundir í fyrsta sinn ljóð sitt á prenti. Það birtist í „Rauðum pennum“, sem þá hófu göngu sína að tilhlutan „Félags byltingarsinnaðra rit- höfunda", og bar heitið Sumardagur í þorpinu við sjóinn. Svo laglega þótti hér af stað farið, að margir munu hafa orðið til þess að hvetja hið unga skáld (Jón var þá átján vetra) að halda áfram á sömu braut. Tvítugur að aldri sendi svo Jón úr Vör á markaðinn fyrstu Ijóðabók sína, Ég ber að dyrum (nóv. 1937; 2. útg. des. s. ár), aðra, Stund milli stríða, 1942 og hjna þriðju, Þorpið, 1946. Nú fyrir skömmu er út komin fjórða bók skáldsins, Með hljóðstaf, og þó ekki nema að nokkrum hluta ný. Höf. gerir þá grein fyrir útgáfu hennar, að hjá honum hafi legið í handriti, þegar hann bjó Þorpið undir prentun, „all- mörg kvæði, sem þar áttu ekki heima. Þau og nokkur til viðbótar urðu nú enn fyrir mér, er ég hóf s.I. vctur að efna til nýrrar bókar, og virtust aftur ætla að verða hornrekur. Það varð að ráði, að ég forlög eða fórst, en. þeir, sem eftir lifðu, báru byrðar sínar möglunarlaust. Ameríkanar hafa lýst þessa bók beztu sögulega skáldsögu í heimi. Það, sem þeir einkum leggja áherzlu á, er spennan, umhverfið qg hin frjóa frásagn- argleði. Við þetta má bæta, að hinar markvissu persónulýsing- ar, stórkostlegu sýnir og skáld- legi leikur orðanna er allt sam- an ósvikin íslenzk eínkenni. valdi úr þeim og tvcim fyrstu ljóða- kverutn mínum og setti saman í þá bók, er hér liggur . . .“ Það cr líkt og skáldið gruni, að ein- hverjum kunni að finnast útgáfa bók- arinnar kynlegt tiltæki, og vilji með grcinargerðinni spara mönnum óþörf heilabrot með hugsanlegum sleggjudóm- um að niðurstöðu. Og vel er það. Því er ekki að neita, að í fljótu bragði virðist skáldið hér hafa ráðizt í alldjarf- legt fyrirtæki til þcss að losa sig við JÓN ÚR VÖR nokkur kvæði, sem því var ami að í skrjfborðsskúffu sinni, en tímdi þó ekki að fórna bréfakörfunni. En við nánari athugun verður ekki betur séð en annað og meira hafi, þótt eigi sé fram tekið, vakað fyrir skáldinu jafn- framt: að ráða við sjálft sig og Iýsa fyrir öðrum, hvað æskuljóða sinna það vildi kannast við eftirlciðis, þcgar það nú átti í fórum sínum til viðbótar kvæði svipuð að efni og formi, svo að úr mætti gcra snotra bók Og víst er þetta furðanlega snotur bók, þegar litið er á það, hvílíkt mis- eldri er með kvæðunum, svo og hitt, að þau eru ort á því aldursskeiði höf- undar síns, sem skáldum cr títt að hafa hvað mesta andlega vaxtarverki, svo að jafnvcl geta af hlotizt hinir margvís- legustu og mis-heppilegustu hlutir. Þess kyns vcrkir hafa þó ekki raskað geðró skáldsins meira en það, að bókin er að hcita má mcð einum samfelldum svip. En lcsandinn hrekkur við og verður dálítið skrýtinn í framan, þegar það ljós rennur upp fyrir honum, að hann kemst ckki hjá að kveða upp dóm yfn tveim persónum í cinum og sama manni: annars vegar skáldinu Jóni úr Vör, sem orti ljóðin í æsku; hins vegar manninum Jóni Jónssyni, cr setti bók- ina saman fulltíða. Sé þeirri aðferð ekki beitt, verður öllu réttlæti naumast full- nægt. Það var orðið þjóðkunnugt eftir út- komu tvcggja fyrstu ljóðakvera Jóns úr Vör, að hann var gott skáld, þegar hon- um tókst upp. Og enn ber þetta nýja safn æskuljóða höfundi sínum hið sama vitni. Hvorki cru þó ljóðin mikilúðleg að svipfari né gustmikil í fasi; cn greini- lcg afsprengi cru þau hljóðláts og stillts geðs, þar scm undir slær prútt og viðkvæmt hjarta. Þannig verða kvæði Jóns úr Vör ljóðræn og rómantísk, og hafa notalcg áhrif, þó að eins og ofur- lítið skorti á geðhita skáldsins til þess, að á Iesandann svífi veruleg hrifningar- víma. Skáldið Jón úr Vör á sér góðan vin, Jón Jónsson að nafni, scm hann kaus að láta ráða vah ljóðanna í nýju bókina. Þessi góði nafni skáldsins hcfur því mið ur ekki leyst hlutverk sjtt af hcndi með öllu vanzalaust. Sú hvor tvcggja skyss- an hefur hent hr. Jón Jónsson, að taka með nokkur vangcrð smáljóð, sem fyr- ir slysni hafa slæðzt inn í kverin, sem hann valdi úr, og — sú villan er öllu argari — að hirða álíka mörg yngri kvæði (cf kvæði skyldi kalla) af barmi Framh. á bls. 27. 8 LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.