Líf og list - 01.10.1951, Blaðsíða 22

Líf og list - 01.10.1951, Blaðsíða 22
Höskuldur Skagfjörð í gervi Cotys hins gamla. efnilega leikkonu og henni með leikinn. í milli-þingnefndinni var skýr og skemmtilegur leikur hjá INDRIÐA WAAGE, JÓNI AÐILS, ÞORGRÍMI EINARS- SYNI og VALDEMAR HELGA- SYNI. Er þetta bezti leikur Þor- gríms, en hann er með yngstu leikurunum og má búast við, að gamanhlutverk eigi vel við hann. Leikstjóm Indriða var vel af hendi leyst svo sem við var að búast. Þó hefði gervi sjómanns- ins og verkamannsins mátt vera auðkennilegra. Þá verður að skrifast á reikning leikstjóra og höfundar í sameiningu, að hinn rómantízki kafli í leik Haralds um uppruna listanna féll út úr stíl leiksins. Það var skemmd á leiknum að láta Har- ald allt í einu verða skáldleg- an. Skáld eru yfirleitt ekki skáldleg o.g allra sízt á meðan þau eru að yrkja. Sami kafli sagður hressilega hátt yrði margfalt áhrifameiri, af því að STEINDÓRI HJÖRLEIFSSYNI. Það hlutverk þyrfti að vera umfangsmeira, en Steindór inn- ir það samvizkusamlega af hendi. í leikslok verður það nán- ast að statista hlutverki. Manni verður á að spyrja, af hverju hann er þá orðinn laus við nef- klemmuna, úr því að landið heldur áfram að græða á lyktar- ofnæmi hans. HAUKUR ÓSKARSSON er lögfræðingurinn, sem ætlaði að taka húsið af skáldinu í skuld, en verður að síðustu atvinnu- laus, af því að íslendingar eru orðnir svo ríkir, að enginn nenn- að fara í mál. Haukur leikur eðlilega og raddbreyting hans var með bezta móti. VALUR GÍSLASON lék Sir John, hjálparhellu hans í Dóra- fyrirtækinu. Því miður var hlut- ur hans gerður minni en vera ætti samkvæmt stöðu hans í leiknum, en hann lék Jón enska á látlausan og viðfeldinn hátt. Coty hinn franski var leikinn af BALDVINI HALLDÓRS- SYNI. Leikur hans var vel í átt- ina en mátti þó vera franskari. Fransarar hafa ekki stórar sveiflur og hægar, heldur smáar og hraðar. Frönskuhreimurinn í röddinni vidi líka gleymast, en skilst, ef leikarinn er ókunug- ur málinu. I gervi Coty hins gamla var HÖSKULDUR SKAGFJÖRÐ og vakti mikinn fögnuð, það var líka vel og mun leikarinn hafa átt ýmsar hugmyndir að því sjálfur. Höskuldur hefur ekki enn fengið tækifæri til leiks í Þjóðleikhúsinu. En hvernig er það? Er það ekki hlutverk og skylda Þjóðleikhússins að gera liðskönnun meðal sinna og gefa þeim tækifæri til að sýna, hvað í þeim býr? Ekki geta þeir eldri leikið til eilífðar. GERÐUR HJÖRLEIFSDÓTT- ir lék bandaríska auðmey, sem Dóri bjargar úr fantaklóm með þefvísi sinni. Gerður kom fyrst fram í Lénharði fðgeta undir stjórn Ævars Kvarans og sýndi strax eftirtektarverðan leik. Leikur hennar í „Dóra“ var eðli- legur og sannur og gæddur mikl- um þokka. Má óska Þjóðleik- húsinu til hamingju með svo Haukur Óskarsson (lögfræðingur) og Haraldur Björnsson (skáld). 22 LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.