Líf og list - 01.10.1951, Side 20

Líf og list - 01.10.1951, Side 20
ekki að heilsa, ennþá var boðorðinu um hið at- hafnasama líf ekki boðið byrginn; enginn tími mátti þá fara til spillis; eitthvað varð að gera. Og sem vér vitum ósköp vel, var nokkuð gert. Og enn eitt: Ef stjórnmálamenn vorir hefðu tek- ið sér hvíld í hálfan mánuð frá störfum, frá allri skriffinnskunni og málæðinu, og aðeins dokað við á einhverju hæðardragi og gert ekki neitt í stað þess að æða til Versala með kynstrin öll af ill- meltanlegum skoðunum og mikla orku til þess að sóa, þá kynnu þeir kannske að hafa farið á hina svonefndu friðarráðstefnu þeirra og komið það- an aftur með mannorð sín óflekkuð og heims- málin í góðu horfi. Ef jafnvel helft stjórnmála- manna í Evrópu nú í dag myndi hirða að engu þá almennu og ríkjandi skoðun, að leti sé glæp- ur, og fara burt og gera ekki neitt um hríð, þá myndum vér mannkyn allt vissulega eitthvað græða á því. Fleiri dæmi flykkjast að manni. Til að mynda halda sérstakir trúarbragðaflokkar ráð- stefnur öðru hverju; en þó að erlendis séu til meinsemdir, sem gnæfa fjöllunum hærra, og þó að örlög siðenningarinnar í heiminum leiki enn á bláþræði, þá gera þeir, sem sækja þessar ráð- stefnur, ekkert annað við tímann en að lýsa alls- herjarvanþóknun sinni á sídd kvenpilsa og glymj- andi í danshljómsveitum. Allt þetta ráðstefnu- fólk ynni þarfara verk, ef það lægi einhvers stað- ar marflatt á bakinu, góndi upp í himininn og hressti upp á sálina og andlega heilsu sína. SÚ SKOÐUN, að letin sé höfuðsynd og sú kenn- ing, sem henni fylgir, að lífið sé hart, byggist á atorku og athafnasemi, eru hvorar tveggju mjög ráðandi í Ameríku. Og vér getum ekki umflúið þá staðreynd, að Ameríka er sérstaklega auðugt land. En hins vegar getum vér engu að síður komizt hjá því að viðurkenna þá staðreynd, að borgaralegu félagi þar um slóðir er þannig hátt- að, að allir beztu samtíðarhöfundar amerískir eru ádeiluhöfundar, draga samfélagið sundur og sam- an í háði. Nógu forvitnilegt er og að gefa því gætur, að flestir miklir rithöfundar amerískir hafa enn ekki hikað við að lofa iðjuleysi, enda hafa þeir öðlazt sáluhjálp sína af þessum hæfi- leika sínum til að gera ekki neitt og stæra sig af því. Ef Thoreau hefði t. d. ekki verið gædd- ur hæfninni að slóra og gera ekki neitt annað en góna á stjörnumerki fjósakonunnar, myndi hann hafa verið sjálfumglaður gaur og kaldlundaður sérgæðingur. Og ef Whitman hefði verið svipt- ur því, að ráfa um með hendur í vösum tímun- um saman, sem hans vandi var, og þeirri saklausu gleði, sem slík dægrastytting veitti honum, hefði hann einungis verið bannsettur beinasni. Hvert fífl og hver ótíndur dóni getur verið iðinn jarð- vöðull og sóað orku sinni á báðar hendur, en menn verða að hafa eitthvað í sjálfum sér, áður en þeir geta helgað sig því að gera ekki neitt. Maðurinn verður að hafa einhvern forða til að taka af, verð- ur að geta dýft sér ofan í furðuleg, kyrrlát fljót drauma og hugarflugs, verður að vera skáld í hjarta sínu. SKÁLDIÐ Wordsworth, sem vér ljóðelskir leitum jafnan til, þegar önnur skáld bregðast oss, vissi hvers virði það er að gera ekki neitt. Segja má ef til vill, að enginn vissi betur en hann um það. Enda er hægt að finna beztu lýs- ingu á þessu efni 1 verkum hans. Hann lifði nógu lengi til þess að afturkalla flestar skoðanir sín- ar frá æskuárunum, en ég hugsa ekki, að hann hafi nokkru sinni vísað þeirri æskuskoðun sinni á bug, að maðurinn gæti ekki unnið annað holl- ara og meira andlega uppbyggjandi starf en að drolla og stara á móður náttúru. (Satt er, að hann er afar reiður farandlýð nokkrum í einu kvæði sínu, vegna þess að flökkumenn þessir höfðu ekki gert nokkurn skapaðan hlut allt frá því að hann byrjaði gönguför sína, þangað til að hann gekk fram hjá þeim aftur, tólf stundum síðar. En þetta er, gruna ég, hleypidómur hans gegn kynþætti (flökkulýður þessi var mongólskur) blandinn öf- und, því að þó að hann hefði ekki gert mikið, hafði mongólaþjóðin gert enn minna). Ég er ekki í vafa um, að ef hann hefði lifað í dag, myndi hann boða keningu sína af enn meiri eldmóði og enn tíðar en nokkru sinni áður, og hann myndi sennilega hallmæla hr. Selfridge og taka svari okkar tvímenninganna (eitt kvæði hans byrjar svona: „Last week they loitered on a lonely moor“ þ. e. „Síðustu viku lámuðust þeir um lyngheiði eyðilega“) í fjölmörgum dýrlegum sonnettum, sem myndu þó annars ekki vekja minnstu eftir- tekt. Hann myndi segja, að allur heimurinn væri betur á vegi staddur, ef hann verði hverri hugsan- legri stund þessi næstu tíu ár til að liggja kylli- flatur á lyngheiði og gera ekki neitt. Og hann hefði rétt að mæla. (Grein þessi er sennilega rituð fyrir röskum tuttugu árum, en ekki kemur það að sök. Sannleiksneisti sá, sem finnst í henni, er óslokknaður. — RITSTJ.). 20 LÍF og LIST

x

Líf og list

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.