Líf og list - 01.10.1951, Blaðsíða 32

Líf og list - 01.10.1951, Blaðsíða 32
ið undir handleggjunum og fann hvernig vatnið bleytti í fötunum mínum og rann eftir hörund- inu í straumum. Tveir ungir menn stönzuðu á vegarbrúninni. — Sú hefur fengið Jaglega neðan í því, sagði annar. — Hvaða kvenmaður er þetta? — Hvað, þekkirð'u hana el<ki? Þetta er víst skáldkona. — Blessaður komdu, við höngum ekki hér úti í rigningunni. — Fótatak þeirra fjarlægðist. Skömmu síðar heyrði ég að þeir sneru við. Annar þeirra staðnæmdist rétt hjá mér. — Við skulum hjálpa henni. Annars getur hún legið hér í alla nótt. — Hey, hvar áttu heima? Eg leit upp. Þetta var fallegur maður, vel klæddur og glæsilegur og vissi víst af því. Hann hlaut að hafa öðrum hnöppum að hneppa en að' bardúsa með drukknar götustelpur. Mér þótti átakanlegt, að góðsemi hans skyldi ekki fá tækifæri til að taka sig út. — Ég á því ... því miður hvergi heima, sagði ég. Það datt ofan vfir hann. — Hvað segirðu, áttu ekki herbergi? — Nei, sagði ég döpur. Ungi mað'urinn varð vandræðalegur. — ViJtu ekki fara í skjól? spurði hann. Þú verð- ur gegndrepa. — Jörðin er svo hlý, sagði ég afsakandi. — Eg tími elcki að standa upp. — Það var kominn hópur manna, sem töluðu sam- an með hávaða á gangstéttarbrúninni. Þeir ætl- uðu allir að hjálpa mér. Ungi maðurinn gafst ekki upp. — Það er betra að vera í skjóli, sagði hann. — Já, en ég á ekkert svoleiðis skjól, sagði ég. — Það eiga þau aðrir. Hópurinn skaut á fundi. Sumir viJdu fara með mig til lögregJunnar. Eg bað til guðs í hJjóði, að þeir létu mig nú ekki í dimma klefann. Einn lagði til að þeir færu með mig heim til sín, en þegar til kom, hafði enginn möguleika á því. Ungi maðurinn kom nú alla leið út í grasið til mín, svo innilega hjálpsamur að það gekk mér til hjarta. — Hvað get ég gert fyrir þig? spurði hann. — Það getur enginn gert neitt fyrir mig, sagði ég angurvær. — Allt í einu mundi ég hvað hann gat gert og reis upp við' olboga af feginleik. Enn gat orðið góðverk úr þessu. — Áttu eldspýtu. Og ég þreifað'i innundir brjósthaldarann eftir sígarettustubbnum. Á augabragði lá í lófa hans eldspýtnastokkur, sem aldrei hafði verið tendraður eldur á, og pakki, sneisafullur af beztu sígarettum heimsins. Wellingtonstubburinn frá gamla, tannlausa drykkjumanninum missti skyndilega segulmagnið. — Áttu þá nokkra sígarettu? spurði þessi fall- egi maður og rétti mér lýsandi hvíta stráheila sígarettu, töfrandi, dulmagnaða eins og hluta úr sigurverki. — Mig kenndi til í hjartað, þegar stærðar dropi féll á hana miskunnarlaust. Mér datt í hug að stinga henni inn á mig og geyma hana hjá hinni, en þá var ungi maðurinn búinn að kveikja í henni og hún var komin upp í mig. Umandi reykurinn sogaðist út undir hör- und. Uti á vegarbrúninni þjörkuðu mennirnir um hver ætti að bjarga mér og konmst ckki að neinni niðurstöðu. Regnið dundi látlaust, og ég furðaði mig á góðu innræti mannanna að halda ráðstefnu þarna undir flóðgáttum himinsins í mína þágu. Það varð nokkurt hlé á fundinum. — Ætli það' sé ekki bezt að láta hana eiga sig, sagði Joks einn. — Svona fólk bjargast alltaf einhvern veginn. Nú varð þögn um stund. Þetta virtist vera eina lausnin. Allt í einu lagði guð til málanna og var á sama máli og síðasti ræðumaður, þyí það var eins og við manninn mælt: Það snarstytti upp í miðri dembu. Vindarnir undu upp grængullin skýjatjöldin og sólin birtist. Ungi maðurinn brosti yndislega og stikaði með þokka burt af grasinu. Hópurinn dreifðist með giaðlegum kveðjuorðum. Áhyggjum mannanna af sjálfum sér og öðrum var svipt burt um sinn. Vandamálið mikla var levst. Guð hafði skrúf- að fyrir. — Eg reis upp, teygði mig og strauk dropana framan úr mér. Sólin eisaði rauðum eldi yfir eiturgrænt grasið og ég fékk glýju í augun svo asfaltið sýndist mér kóbaltblátt. Sígarettan skein í hvítu milli fingra minna og blár reykurinn þyrlaðist upp í loftið, glatt, eins og bæn, sem verður heyrð. 32 LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.