Líf og list - 01.10.1951, Side 15

Líf og list - 01.10.1951, Side 15
vegi. Graphismi Dufýs er veglegur, en virðist dá- lítið utanveltu þarna. Kröftugir litir. Litir Mar- qets eru í fullkominni mótsetningu við hinn hóg- væra, gráleita blæ, sem einkennir síðari verk hans. Magnin, Jean Puy og Valtat hafa, ef til vill, ekki kynnzt sömu frægð og listbræður þeira, en hafa engu að síður sýnt það svart á hvítu, hvert hug- ur þeirra stefnir. Camoin sýnir furðulega mýkt. ÖERAIN: Fiskibátarnir Friesz ber stöðugt vott um æskuþrótt. Van Don- gen, sem kominn er frá Hollandi, virðist á þessu tímabili hafæ gefið hið bezta, sem hann átti til. Þar gefur að líta myndir, þar sem litatónar leika með kunnúttu og safaríkri ástríðu listamannsins, sem afvopnar áhorfandann gersamlega, og heldur honum hugföngnum. Loks er þar Vlaminck, sem sýnir með „hjólreiðamanninum“ óbundið nátt- úruafl, og þar vellur fram sú orka, sem hann býr yfir. í þessari mynd nær fauvisminn hámarki og má telja hana tákræna fyrir hann. — Um- fram allt megum við ekki gleyma því, þegar við horfum á þessar myndir, sem vekja undrun okkar og jafnframt aðdáun, að yfirleitt höfðu höfundar þeirra ekki náð þrítugsaldri. Ef við eig- um að skoða hreyfinguna í því ljósi, sem henni her, skulum við reyna að bera þetta uppfinninga- °g sköpunarafl saman við þau afrek, sem æsku- hiennirnir sýna nú. Það er ekki hægt að skýra fauvismann nema frá sjónarmiði ævintýraþrár kornungra manna, og þar er líka að leita skýr- lrigarinnar á því, hvers vegna þessir ungu menn, sem hópazt höfðu saman vegna skyndilegrar föngunar til þess að auglýsa áhuga sinn og á- kafa, skildu jafnsnögglega. Það er eins og þeir hafi viljað ganga í „eldraunina", eins og Derain orðaði það, áður en þeir færu fyrir alvöru að þjóna listinni. — í rauninni hafði þessi blossi verið undirbúinn fyrir löngu. Og sá er einn kost- ur sýningarinnar og ekki sá minnsti, að sýna okkur uppsprettu hans, en þá liggur leiðin frá Delacroix til Van Gogh, en eftir hann er sýnd ein mynd frá Galerie d’Apollon, sem er mjög sannfærandi í æpandi litum sínum. — Það er einkum eftir bituryrði Cézannes um hefðbundna myndlist, litalexíur Gauguins og óreiðu Van Goghs, sem málaralistin heldur inn á það svið, þar sem liðauðgin hrósar sigri, sjálfráð og frjáls. Ungu mennirnir höfðu þá bragðað ávöxt skilningstrésins og það hafði ært upp í þeim sult. Þeir þráðu beiskari ávexti. Þeir fóru að beita skrækum litum, gulum, rauðum, grænum og bláum, sem komu sýningagestum þeirra, sem vanir voru væmnum litum viðurkenndrar mál- aralistar samtíðarinnar, til þess að gnísta tönn- um. — Þegar þessir æskumenn höfðu þannig hlaupið af sér hornin, fóru þeir að fást við önn- ur verkefni. Sem betur fer lifir list þeirra enn í dag, og við sjáum, að aðskilnaður þeirra hefir leitt þá all-langt frá því, sem tengdi þá saman áður fyrr. Spyrja mætti, hvort tímabil fauvism- ans hefði orðið til einskis, hvort berserksgang- ur þeirra væri ekki fremur barnabrek lærlinga en alvarleg list. — Það, sem virðist skrýtnast við þessa sögu, er það, að í rauninni var þar um að ræða sitt lítið af hvoru: lönguninni til þess að hafa hátt, og þörfinni á því, að ná valdi á nýj- um plastiskum lögmálum. — Síðari tímar hafa sýnt, að fauvisminn leysti viðjar, en síðan kom kúbisminn með strangari reglur. Og nú sjáum við, að fauvistamálverkin, sem upphaflega voru álitin duttlungar æskumanna, eru mjög eftirsótt, ekki aðeins sem söguleg plögg um nútímalist, heldur vegna listgildis. Því má bæta við, að öfg- ar þeirra og dirfska valda ekki lengur neinum óróa. Slíkt hefur sézt víðar. Bernard Champigneulle. r------------------------------------------------n MYNDAGETRAUNIN Þrjátíu svör bárust við getrauninni, sem Líf og list efndi til í sumar, en ekkert þeirra reyndist rétt. Hér er lausnin: Myndir nr. 2, 5, 7 og 10 eru gerðar af andlega heilbrigðum málurum. L----------------------------------..... , ------) LÍF og LIST 15

x

Líf og list

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.