Líf og list - 01.10.1951, Blaðsíða 13

Líf og list - 01.10.1951, Blaðsíða 13
Sýnixtg Harðar Agústssonar í HVERT SINN sem mér er litið' inn á sýn- togar nýrra málara (og raunar þeirra, sem gamlir eru í hettunni), verður mcr á að spyrja sjálfan mig: Hvað hefur maðurinn að segja? Þessi spurn tók hug minn allan, þegar ég liafði skyggnzt um sýningu Harðar Ágústssonar, sem nú er nýkominn frá París hinni miklu, fullur af lærdómi í faginu (hefur haldið nýlega tvo fyrir- iestra í röð um myndlist að fornu og nýju). Onnur grágrett spurning læddist fram í hug- skotið: Hefur maðurinn eitthvað nýtt og uppbyggilegt að flytja eð'a segja? Hvorugri þessara spurna verður svarað í einni svipan, ef heiðarlega skal dæma um hæfni mál- arans. Hörður hefur sýnt hér sjálfstætt einu sinni áð- Ur, haustið 1949. Myndir hans frá því tímabili Voru vægast sagt áhrifalitlar, þó að þær sýndu mikinn vilja, nánast sagt einlæga viðleitni í þá átt að tjá einhvern trúrænan yl, en hráleiki lita og tvístraðar og óákveðnar línur kæfðu í fæðing- Unni flest, sem vakti fyrir hinum góðhuga málara. Slappleiki í myndrænni byggingu málverksins (komposilio) gerði myndir hans áberandi flatar og dauðar. En nú er Hörður eldri, sennilega rík- ari að reynslu og áreiðanlega að kunnáttu. Hann er afkastamikill, vinnur og tekur list sína alvar- lega, ávaxtar hæfileika sína eins og auðið er. Aulc pess hefur hann haft óvenju góðar að'stæður, því að með hinni löngu dvöl sinni í París hefur hann átt kost á því að vera í nánum tengslum við slag- æð fagurra hluta í heiminum. Einnig hlýtur hið áfenga og innblásandi andrúmsloft borgarinnar að hafa örvað hann til stórræða í vinnunni. Svo löng dvöl málarans (nærri fimm ár) í svo fjölbreyti- legu umhverfi sem París er, hlýtur að lofa fögru Um góðan árangur, — og ofan á allt hefur mað- Urinn unnið' eins og hamhleypa. En spurningarnar tvær liggja ósvaraðar: Sýningin er nú liðin, ritið er með seinni skip- Unum og því verður að nægja að grípa á því helzta, sem vakti eftirtekti að finna heildarsvipinn. Eitt liið fyrsta, sern málverkunum er sameiginlegt, er leitun málarans við að knýja fram expressjónist- isk áhrif í óhlutrænu (abstrakt) formi, að endur- spegla geðhrif og lirifning, sem skapast vegna sam- lifunar hans við' náttúruöflin. Ekki þarf annað en líta á nöfnin í skránni: Haf, jörð loft, Sumar, Rok, Sólflekkur á hafi, Eldur, svo að noltkur heiti málverkanna séu tilgreind, til þess að menn fari að renna grun. í, livert málarinn er að fara og hvað hann hyggst fyrir. (Annars er hin mesta firra að ætla, að nöín á myndum gegni alltaf hlut- verki. Nöfnin sjálf bæta aldrei myndirnar né auka á yndisþokka (sjarma) þeirra. Hins vegar geta rómantískar nafnagiftir á listaverkum orkað tví- mælis, — en sleppum því!) Enginn vafi leikur á því, að málarinn hefur afar sterkar; rómantískar tilhneigingar, en aimað mál er það, hvort sú róm- antík, sem málarinn eygir og dáir, komi á fim- legan, sannan og sálrænan (spíritúelan) hátt fram úr penslinum og hendinni, sem stýrir honum. Því miður hefur málaranum tæpast tekizt að' finna þá túlkunaraðferð, sem liæfir honum; að’ minnsta kosti fer þessi abstrakt-neo-expressjónismi mál- aranum illa. Litirnir í flestum þessum hugmynd- um (fantasíum) eru þungir, falla illa saman, ein- hver grútarkeimur af samsetningu þeirra, línur og liti margra olíumyndanna skortir sveiflur og iðandi hreyfing, léttan samleik; það er eins og málarinn skeyti ekki um að byggja margar þess- ara mynda úr andstæðuáhrifum (kontrast.) lit- anna, svo að maður fer að fá hugboð um, að mál- arinn atlmgi tæplega áhrif Ijóss og skugga í nátt- úrunni ellegar vinni myndir sínar við' lélega birtu, hálfgerða grútartýru — jaínvel! Skýrt kemur þetta fram í stóru myndinni Tvö við hafið („Þjóð- viljinn“ birti af henni Ijósmynd), sem var hægra megin fyrir miðju, strax og inn var komið í sal- inn. Menn hljóta að muna eftir lienni. Sú mynd er máluð í rauðu, gulrauðu, eggjarauðu, ljósrauðu, lifrauðu, blóðrauð'u, og dökkur litur markar línu- mót. Þessi mikli roði orkar óþægilega, maður sér beinlínis allt rautt, og hin flöktandi form og all- LÍF og LIST 13

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.