Líf og list - 01.10.1951, Blaðsíða 27

Líf og list - 01.10.1951, Blaðsíða 27
það svo, að verk gömlu snillinganna krefjast af mönnum lengri tíma og meiri athygli en margt í list samtímans. Delacroix og Titian eru andleg ofurmenni. Margt í myndum þeira á skylt við Lear konung eftir Shakespeare. ítölsku prímitiv- istarnir margir hverjir sýna ljóslega, hve holl á- hrif þeir hafa haft á marga nútíðarmálara. Á vinstri bakka Signufljóts í námunda við bókakassana er lítið gallerí, sem kennt er við Madame Katía Granoff. Ég rakst þar inn einn góðan veðurdag. Þar voru til sýnis og sölu myndir eftir Soutine, Chagall, Utrillo og Modigliani. Teikning eftir Modigliani kostaði aðeins 100 þús- und franka (4500 krónur í íslenzkum peningum), og málverk eftir hann yar þar falt fyrir 300 þús- und franka eða 13—14 þúsund íslenzkar krónur, en það er svipað verð og er á mörgum íslenzkum föndrara-málverkum, sem gefin eru í tilefni af fimmtugs- sextugs- eða sjötugsafmæli einhvers góðborgarans hér í Reykjavík. Mér hitnaði í hamsi við að hugsa til þess. Hvers vegna ver ekki íslenzka ríkið gjaldeyri sínum í að kaupa frönsk listaverk fyrir Lista- safnið? Ég var orðinn svo áfjáður, að mér var orðið skapi næst að skrifa æruverðugu menntamálaráði Tuileries-garðurinn og Carrousel-sigurboginn. til að biðja það um að fala myndina til kaups — meira að segja lét ég Madömu Granoff taka myndina frá í nokkra daga. (Framh. í næsta hefti). ÆSKULJÓÐ Framh. af bls. 8. bréfakörfunnar og smeygja þelm inn á milli þeirra, sem prenta átti í bókinni höfundi sínum til verðugs hróss. Aftur á móti hefur hann bent skáldinu á nokkra staðj í hinum cldri kvæðum, þar sem betur mátti fara, cins og til þcss að friða samvizkuna — og látið gott hcita Ekki til þess að hrclla vclncfnt góð- skáld Jón úr Vör, heldur til eftirminni- legrar viðvörunar öðrum — og þá eink- anlega ungum -— skáldum, skal hér einn gallagripurinn tckinn af handa- hófi og dreginn fram í dagsljósið. Yfir- skriftin cr: AS. „Hæ, Blönd’ós" er kallað, og bifreiðin stöðvast. „Æ, blessuð komið nú strax. Hvort ertu ei svangur? Ég hlust’ ekki á þig. Hér færðu nýsoðinn lax.“ BÓKMENNTIR FULLTÍÐA Við flykkjumst í salinn. „En fréttirnar, piltar, er framsóknin hæg eða ör?“ „Ja, Vilna cr falhn, en Finnar þrauka.“ „Vill fröken Guðríður smjör?“ Slíkan og þvílíkan kveðskap er sak- laust að hafa yfir undir borðum á Blönd’ósi, ef einhver ferðafélaganna dottar ofan í súpudiskinn sinn, en ... Nóg um það!----- Héðan í frá verða öll æskuljóð Jóns skálds úr Vör á cina bókina lærð. Fram- tíðin cin fær skorið úr því, hver þeirra eru lífvæn, hver þeirra skolast með straumi tímans í djúp gleymskunnar, hver þeirra verða þcss megntig enn um sinn að angra vandfýsinn lesanda. En öll hafa þau cngu að síður, hvert í sínu lagi og í sameiningu, með einhverjum hætti orðið til þess að styrkja þá við- leitni höfundar síns að vcrða meira og SKÁLDS betra skáld. Þess vcgna ber ljóðvinum að taka við bókinni með þakklæti — „hvað sent líður list og rími“ — og það því fremur sem skáldinu hefur auðn- azt mcð þcirri bók sinni, er eigi á heima að gera að umtalsefni í þcssu sambandi — Þorpinu — að tryggja sér öruggan sess á íslenzku skáldaþingi samtíðar sinnar. Jón skáld ýtti úr vör á Boðnarhaf með „byltjngarsinnuðum rithöfundum,“ þá einn hinna yngstu. Með hliðsjón af því sýndist í fljótu bragði ekki ófróðlcga spurt: „En byltingin?" Sé betur að gáð verður þó ljóst, að spurningin er ekki tímabær. Því að Jón úr Vör sækir á brattann við sígandi lukku, mcð fast land undir fótum — meðan þeir, sem hcyra til hinni yngstu skáldakynslóð í dag, þrcyta gandreið í skýjum við mik- ið crfiði sakir gcipilegra höfuðþyngsla. Leiftir Haraldsson. LÍF og LI3T 27

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.