Líf og list - 01.10.1951, Side 11

Líf og list - 01.10.1951, Side 11
aldrei, hvað er nýskeð í sambandi við við þenn- an.“ „Segið þér frá því.“ „Þér mynduð aldrei trúa því,“ Veitingamaður- inn talaði til grafarans. „Komdu hingað, Franz.“ Grafarinn kom og tók með sér vínpelann sinn og glasið sitt. „Þessir herramenn hérna eru nýkomnir ofan frá Wiesbadenerhiitte,“ sagði veitingamaðurinn. Við tókumst í hendur. „Hvað má bjóða yður að drekka?“ spurði ég. „Ekkert,“ Franz skók vísifingur sinn. „Annan kvartlítra?“ „Kannske þá.“ „Skiljið þér mállýzku?“ spurði veitingamaður- inn. „Nei.“ „Um hvað eruð þið að makka?“ spurði John. „Hann ætlar að segja okkur frá bóndanum sem við sáum vera að moka ofan í gröfina, þegar við komum í bæinn.“ „Ég skil ekkert af því, hvort sem er,“ sagði John. „Þeir tala of hratt fyrir mig.“ „Þessi bóndi,“ sagði veitingamaðurinn,“ hann kom í dag með konu sína til greftrunar. Hún dó í nóvember.“ „Desember," sagði grafarinn. „Það munar engu. Það var þá í desember, sem hún dó, og hann tilkynnti það söfnuðinum. „Átjánda desember,“ sagði grafarinn. „Hvað um það, hann gat ekki flutt hana hingað til greftrunar fyrr en snjóa leysti.“ „Hann býr hinum megin við der Pzanaun,“ sagði grafarinn. „En hann á kirkjusókn hér.“ „Gat hann alls ekki komizt með hana?“ spurði ég. „Nei, hann kemst ekki hingað heimanað frá sér nema á skíðum fyrr en snjólaust er orðið. Svo kom hann með hana til greftrunar í dag, og prest- urinn neitaði að jarðsyngja hana, þegar hann hafði séð andlitið á líkinu. Þú skalt segja frá því,“ sagði hann við grafarann. „Segðu frá því og talaðu þýzku, ekki mállýzku.11 „Það var hjákátlegt með prestinn,“ sagði graf- arinn. „í safnaðarskýrslunni stóð, að hún hefði dáið úr hjartasjúkdómi. Við vissum, að hún var veik fyrir hjarta. Það kom stundum fyrir, að það leið yfir hana við messu. Hún hafði ekki komið í lengri tíma. Hún hafði ekki þrek til að klifra. Þegar presturinn afhjúpaði andlitið á henni spurði hann Olz: „Kvaldist hún mikið konan þín?“ „Nei,“ sagði Olz. „Hún lá þversum yfir rúmið, þegar ég kom inn og var dáin.“ Presturinn leit aftur á hana. Honum féll þetta ekki. „Hvernig fór andlitið á henni að verða svona?“ „Ég veit það ekki,“ sagði Olz. „Það er bezt fyrir þig að grufla það upp,“ sagði presturinn, og breiddi ábreiðuna aftur yfir. Olz sagði ekkert. Presturinn horfði á hann. Olz horfði til baka á prestinn. „Viltu vita það?“ „Ég verð að vita það,“ sagði presturinn. „Nú kemur rúsínan,“ sagði veitingamaðurinn. „Hlustið nú bara til. Haltu áfram, Franz.“ „Jæja,“ sagði Olz, „þegar hún dó, þá fyllti ég út safnaðarskýrsluna og setti hana út í skúrinn ofan á eldiviðinn. Þegar ég byrjaði að nota eldi- viðinn, var hún orðin stíf, og ég reisti hana upp við vegginn. Munnurinn á henni yar opinn, og þegar ég fór út í skúrinn á kvöldin að höggva í eldinn, þá hengdi ég ljóskerið neðan í hann.“ „Hvers vegna gerðir þú það?“ spurði prestur- inn. „Ég veit það ekki,“ anzaði Olz. „Gerðirðu þetta oft?“ „Alltaf þegar ég fór út í skúr á kvöldin.11 „Það var rangt af þér,“ sagði presturinn. „Elsk- aðirðu konuna þína.“ „Já, ég elskaði hana,“ sagði Olz. „Ég elskaði hana þéttingsmikið.“ „Skildirðu það allt?“ spurði veitingamaðurinn. Skildirðu allt þetta um konuna hans?“ „Ég heyrði það.“ „Hvað segirðu um að borða núna?“ spurði John. „Pantaðu,“ anzaði ég. „Heldurðu, að þetta sé satt?“ spurði ég veitingamánninn. „Auðvitað er það satt,“ sagði hann. „Þessir bændur eru skepnur.“ „Hvert fór hann svo núna?“ „Hann fór að drekka hjá starfsbróður mínum í Ljóninu." „Hann vildi ekki drekka með mér,“ sagði graf- arinn. „Hann vildi ekki drekka hjá mér, af því að Franz vissi þetta um konuna hans,“ sagði veit- ingamaðurinn. „Heyrðu,“ sagði John. „Hvernig yseri að fá sér að borða?“ „Allt í lagi,“ sagði ég. Stefán Jónsson íslenzkaði. LÍF og LIST 11

x

Líf og list

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.