Líf og list - 01.10.1951, Síða 14

Líf og list - 01.10.1951, Síða 14
ur þessi aragrúi smáhluta, sem liggur cins og hrá- viði um alla myndina, hvar sem augum er iitið, í bakgrunni, miðgrunni og forgrunni, gerir allt málverkið svo innilega tilgangslaust og samheng- islaust, svo skelfilega ómyndrænt. Allt hverfur í þokukenndri ringulreið, endalausri, rauðri ringul- reið. — Blátt er málaranum hugleikinn litur, enda vill það verða yfirsterkast í mörgum olíumyndum hans. I nokkrum smámyndum beitir hann því nær eingöngu bláum og hvítum lit, og heppnast hon- um þá stundum vel sú tækni, en þessar smá- myndir flestar eru of fátæklegar, þó snoturlegar séu. Þær eru meira þægilegt augngaman en hjart- ans upplyfting (og heilans auðvitað' Hka). En galli stærri mynda Harðar liggur í því, að málaranum hættir til að láta einn lit verða alls ráðandi, yfir- stíga litaskalann, svo að myndin rennur af þeim sökum út, þ. e. a. s. hana skortir samhljóm og hrynjandi. Andlitsmyndirnar — bæði teiknuðu og máluðu — eru athyglisverðar að því leyti, að í þeim lcein- ur fram menntaður smekkur og næmt auga fyrU’ uppstillingu líkansins (fígúrunnar). Málarinn sýn- ir þar greinilega holl áhrif frá þeirri rökvissu, skynsemi og þeim fínleik, sem lengi hafa þótt exn- kenna sanna, franska list. En þrátt fyrir það hef- ur málarinn þó elclci mec/nað að glæða neitt þess- ara andlita, málaðra og teilcnaðra, neinum fcr' sónulegum einlcennum sín sjálís. Teiknunin í and- litsmyndunum sýnir þokkalega tækni, góðaix skóla, en ekki að sama skapi sterk svipmót og þrótt, sem hvei-jum málara er lífsnauðsynlegur. Steingrímur. Lil yfir sögu fauvismans QUMAR yfirlitssýningar virðast tengdar lista- ^ lífi nútímans með rafmögnuðum þræði. Sýn- ing sú á fauvistamálverkum, sem opin hefir verið í sumar á módernistasafninu í París, er ein þeirra. Hún flytur okkur aftur í tímann h. u. b. hálfa öld, og sýnir þessa hreyfing, sem var hvorttveggja í senn: andóf og bylting, í öllum ljóma sínum og mikilvægi; andóf gegn áhrifagirni impressionism- ans og bylting í litameðferð, sem komizt hefir á ákaflega hátt stig. Fauvisminn varð ekki fagurfræðilegur skóli, eins og aðrar listastefnur. Öllu fremur var hann ævintýri, stutt og blossandi leiftur, á árunum 1904—1907. Málaramir, sem hlutu af tilviljun heitið „Les fauves“ (Villidýrin), hittust af einskærri tilviljun. Þeir áttu fátt sameiginlegt, hvort heldur er snerti uppruna eða skapgerð. Þeir settu ekki fram neina kenningu og gáfu ekki út neina stefnuskrá. En þeir hafa orðið kennarar ungu kynslóðarinnar; með því að segja að meira eða minna leyti skilið yið harkalegar starfsaðferðir, hafa þeir samt umturnað hefð- bundnum venjum vægðarlaust, en þó án alls ruddaskapar, og stráð himin málaralistarinnar ó- grynni marglitra stjarna. Þeir eru allir samankomnir á sýningunni í París. Matisse er aldursforseti þeirra, og telst án efa faðir fauvismans. Derain er þeirra lærðastux og leiknastur, og pensill hans skýtur gneistum, Braque virðist ekki hafa getað haldið út á þessa braut af ótta við að brenna sig á þessum loganch KOMPOSITIO eftir Matissc 14 LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.