Líf og list - 01.10.1951, Blaðsíða 7

Líf og list - 01.10.1951, Blaðsíða 7
til meðferðar undirstöðuatriðin í lífi þjóðar, grundvöllinn, sem rangindi og ofbeldi geta ekki hróflað við nema hefnd komi fyrir. Bakgrunnur bókarinnar er að sýna, hvað öll 'gömlu handritin eru íslandi — hand- ritin, sem nú eru í erlendum söfnum og bókhlöðum. Hinn mikli sagnsköpunarandi Lax- ness, hugmyndaflug hans og húmor töfra lesandann og gera þessa skáldsögu að viðburði. Hann hefur afburða yfirsýn og rekur gang sögunnar með há- tignarlegri ró. Hið fágæta við þessa sögulegu skáldsögu er það, að leitazt er við að sjá tímann með augum fátæks og ofsótts alþýðumanns. Þessi mað- ur er Jón Hreggviðsson á Rein, og hann er uppi um 1700. Það er ekkert ártal í bókinni, en undir lok er frá því sagt hversu heilt safn af handritum eyðileggst í staðarbruna í Kaupmannahöfn, og þá höfum við ártalið 1728. Þessi ár voru hin örðugustu neyðarár fyrir þjóðina. Danska einokunin hratt íslendingum út í ýtrustu neyð og volæði, og pest og hallæri þjökuðu landið. Jón Hreggviðsson er sakaður um að hafa móðgað kónginn með ofdirfskufullu tali. Saklaus er hann ákærður fyrir að hafa drepið kóngsins böðul, sem í ölæði reið út í mýrarfen og drukknaði. Jón Hreggviðsson fær að reyna sitt af hverju, heima og heiman. Húðstrýktur á Kjalardal, dæmdur til dauða á ’ Þingvöllum, geymdur mán- uðum saman í þrælakistu á Bessastöðum, bíðandi eftir að vera hálshöggvinn. Jóni er bjargað af hinu ljósa mani, hinni leyndardómsfullu Snæ- fríði íslandssól, dóttur lög- mannsins Eydalíns. (Hér hefur höfundurinn líklega haft hinn þekkta lögfræðing og lögmann Pál Vídalín í huga). Snæfríður hjálpar Jóni til að strjúka og sendir hann til Kaupmanna- hafnar með boð til Arnas Arn- æus prófessors, sem svarar til hins þekkta handritasafnara Árna Magnússonar eða Arnas Magnæus eins og nafn hans var í latínugervi. Hann var fyrir- rennari Ludvigs Holbergs sem prófessor í sögu við háskóann í Höfn. Jón Hreggviðsson kemst loks leiðar sinnar eftir að hafa lent í miklum ævintýrum á þjóðvegum í Hollandi, Þýzka- landi og Danmörku. Alls stað- ar er hann hunzaður og útrek- inn, en ekkert megnar að buga Jón Hreggviðsson. Það er ekki eingöngu líkamlegt þrek, sem heldur honum uppi, það er líka andlegur styrkur, kominn frá þjóðmenningu hans. Eins og flestir íslendingar er hann skáld, og mætir öllu andstreymi með beiskum vísum, og skopið er bezta vopn hans gegn harð- neskju veruleikans. Gegnum alla ósigra berst Jón Hreggviðs- son fram til sigurs fyrir manns- rétti sínum. Hinn þráðurinn í sögunni er ástarsaga Snæfríðar íslands- sólar og Arnas Arnæus, sem kemur aftur til íslands sem umboðsmaður konungs og á að rannsaka, hversu málin standa milli embættismanna og alþýðu. Jafnframt er hann á einlægu ferðastjái og leitar uppi gaml- ar og morknar skinnbækur í safn sitt. Stjómmálalega kem- ur Arnas meira og meira fram sem fremsti talsmaður íslands gegn valdhöfunum í Danmörku. Það er ekki alltaf létt að setja þekkta sögulega persónu um- svifalaust inn í skáldsögu. Sag- an getur orðið hemill á hug- myndaflugi skáldsins, og í þetta sinn er Arnas daufari á bragð- ið en hinar persónurnar í þessu fjölskrúðuga myndasafni. Eink- um er skáldlegt flug yfir lýs- ingu Snæfríðar íslandssólar. Laxness hefur tekizt að gera hana í senn að þóttafullri, hnar- reistri drottningu og vanalegri íslenzkri stúlku. Dásamleg kona, sém er körlunum miklu framar, ekki uppnæm fyrir virðuleik mágs síns, biskups- ins í Skálholti. Það er fyrst og fremst þjóðin, sem er megin- efni höfundarins, en í lýsingu hinna ættstóru, stoltu höfðingja nýtur list hans sín bezt. Við sjáum greinilega, hvaðan bæði þeir og höfundurinn sjálfur eru ættaðir. Laxness er í lífrænum, beinum tengslum við fortíðina — bæði vegna ættar og arfleifð- ar. IV ÞESSI STÓRA SKÁLDSAGA er ekki að öllu leyti á sviði raunveruleikans. Hún er einnig táknræn, og táknin birtast í þremur aðalpersónum. Snæfríð- ur er sjálft ísland, og Arnas er stolt höfðingjanna yfir hinni fornu sagnmenningu. Því verða hin heitu ástarorð hans til Snsé- fríðar hylling til sjálfstæðisþrár þjóðarinnar. En þrátt fyrir allt hefur hann of litla trú á þjóð sinni, og hann svíkur ísland, þegar hann ferðast til Kaup- mannahafnar með öll gömlu menningarverðmætin. Jón Hreggviðsson, sem alltaf finn- ur frelsið inni í sjálfum sér, stendur sem táknmynd hinnar réttlausu soltnu seigu og ó- drepandi íslenzku þjóðar. Þetta er væmnislaus hylling til þessa fólks, sem hafði vanizt því að sjá óafstýranleg forlög í hverri nýrri ógæfu, sem dundi yfir landið eða þjóðina. Það bar sín LÍF og L.IST 7

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.