Líf og list - 01.10.1951, Blaðsíða 31
og alvarlegir á stéttinni, nieð hendur fyrir aftan
bak.
— Hvað getum við gert fyrir þig?
Það varð dapurlega hljótt.
Orkestrið hætti að leika, líkt og klippt hefði
verið á segulband, og regndroparnir hrundu af til-
viljun á öskutunnulokin eins og áður.
Eg hugsaði mig um af öllum kröftum. Það var
svo sorglegt að allir skvldu vilja vera svona góðir
við mig þegar ég þurfti þess ekki..
Hreint og beint grátlegt.
Ég vissi varla hvernig ég átti að afsaka mig:
— Þakka ykkur kærlega fyrir, en guð gerir
bara svo mikið fyrir mig núna að lögreglan gerir
tæpast betur.
Þetta var næstum ókurteislega orðað og ég
fann það.
Lögregluþjónarnir urðu dálítið undirfurðulegir.
— En þú ert rennvot, sagði annar þeirra. —
Viltu ekki koma i skjól?
Skjól! Eg hrökk saman af skelfingu, þegar ég
minntist þrönga klefans og alúminíumdollunnar
rneð' volga vatninu, — bara af tilhugsuninni einni,
að verða nú kannske látin inn í myrkrið og lolcuð
með járnlokum og steinveggjum frá allri dýrðinni
úti. Kannske hlusta skelfd á reiðiþrungnar for-
mælingar og vængstýfðar bænir fanganna í stað-
inn fyrir ástarkurr hvítra dúfna og sólskins-
söngva frjálsra manna að ógleymdri þeirri himn-
esku píanósóló á öskutunnulokunum.
Ég brosti hressilega, og reyndi að bæta fyrir
fyrri ósvífni mína:
— Þakka ykkur fyrir, en ég held það sé óþarfi,
því að guð’ hefur það fyrir sið, ef hann sturtar á
mann, að þurrka mann rétt strax aftur. Hann
fer að ganga upp á norðan, — skin milli skúra
veit alltaf á uppstyttu.
Ég beið hugrakkari eftir málalokunum — gáfu-
legar athugasemdir um veðrið bæta alltaf mál-
stað manns.
Lögregluþjónarnir litu spyrjandi hvor á annan.
Loks sagði annar:
— Hún er ekkert mjög full. — Það er bezt hún
sleppi.
Ég stóð upp, rétti sem bezt úr mér og strauk
hárið frá augunum.
— Bless! sagði ég kumpánlega, gekk hnakka-
kerrt út á strætið og reyndi að slaga sem minnst.
Hvítu dúfurnar voru komnar aftur og þutu
fram hjá mér í stóran liring.
Ég var undireins orðin þreytt og völt á fótun-
um, svo að jafnvel gatan freistaði mín að leggj-
ast. Framundan var lokkandi græn grasflöt og
ég neytti síðustu krafta til að ná þangað.
Álengdar fann ég hve mjúk hún var, og vínsúr-
an moldarþefinn hagði fyrir vit mín með golunni.
Fæturnir báru mig varla síðasta spölinn og ég
seig þakklát niður á ilmandi, regnblauta jörðina.
Ég fálmaði inn á mig eftir sígarettustubbnum,
... ég fékk bara ofbirtu í augun.
en mundi þá, að ég átti engar eldspýtur.
Stubburinn var ennþá þurr og ég stakk honum
varlega innundir brjósthaldarann, ánægð' yfir að
eiga hann eftir.
Svo hjúfraði ég mig niður í jörðina og fannst
komið logn. —
Það byrjaði enn að rigna.
Fyrst duttu nokkrir feinmir dropar á víð og
dreif með löngu millibili. Grænt ský dró grisju
fyrir sólina og úrkoman jókst.
Sá ódauðlegi snillingur reyndi enn að nýju
möguleika síns hljóðfæris. Það var eins og góm-
um væri drepið á holan málm.
Svo dundi regnið' ákaflega og droparnir slengd-
ust á gangstéttina eins og hagl. Eg byrgði höfuð-
LÍF og LIST
31