Líf og list - 01.10.1951, Blaðsíða 9
SMÁSAGA EFTIR ERNEST HEMINGWAY
ALPALIÓÐ
AÐ VAR HEITT á leiðinni ofan í dalinn, þótt
árla morguns væri. Sólin bræddi snjóinn á
skíðunum, sem við bárum, og þurrkaði viðinn.
^að var vor í dalnum, en sólin var mjög heit. Við
komum veginn inn í Altur, berandi skíðin okkar
°g bakpoka. Þegar við gengum framhjá kirkju-
garðinum, var jarðarför að ljúka. Ég sagði „Grúss
Gott“ við prestinn, er hann gekk framhjá okkur
út úr kirkjugarðinum. Presturinn laut höfði.
„Það er merkilegt, að prestur skuli aldrei á-
varpa neinn,“ sagði John.
„Maður skyldi halda, að þeir fengjust til að
segja Grúss Gott.“
„Þeir svara manni aldrei,“ sagði John.
Við staðnæmdumst á veginum og horfðum á
'grafarann moka nýbrotinni moldinni ofaní. Svart-
skeggjaður bóndi í háum leðurstígvélum stóð við
gröfina. Grafarinn hætti að moka og rétti úr
úakinu. Stígvélaði bóndinn tók rekuna af hon-
urn og hélt áfram að fylla gröfina — dreifði
vendilega úr moldinni eins og maður dreifir
h»ykju á tún. í bjartri maísólinni virtist þessi
grafarmokstur óeðlilegur. Ég gat ekki hugsað
’bér nokkurn mann dáinn.
„Hugsaðu þér að vera jarðsettur á svona degi,“
sagði John.
„Ekki kærði ég mig um að láta gera það við
rnig.“
„Jæja,“ sagði ég, „við þurfum þess ekki með.“
Við héldum áfram eftir veginum, framhjá hús-
þorpsins til veitingahússins. Við höfðum ver-
á skíðum uppi í Silvretta í heilan mánuð, og
það var gott að vera kominn aftur ofan í dalinn.
t’að var svo sem nógu gott skíðaland í Silvretta,
en það var vorsnjór og færi bara gott snemma
a rnorgnana og aftur á kvöldin. Annars spillti sól-
skinið því. Við vorum báðir þreyttir á sólskin-
lnu. Maður komst ekki undan sólinni. Eina for-
s®lan var af klettunum eða kofanum, sem var
byggður í skjóli við klett upp við jökul, og í
skugganum hélaði svitinn í nærklæðum manns.
■^aður gat ekki setið úti fyrir kofanum án þess
a^ hafa dökk gleraugu. Það var gaman að verða
úökkur af veðurbiti, en sólin hafði verið mjög
þ^eytandi. Maður gat ekki hvílzt í henni. Ég var
feginn að vera kominn burtu úr snjónum. Það
Líp
var of áliðið vors að vera uppi í Silvretta. Ég
var orðinn þreyttur á skíðamennsku. Við vorum
þar of lengi. Ég gat fundið bragðið af snjóvatn-
inu, sem við höfðum hirt til drykkjar úr bráðinu
af bárujárnsþaki kofans. Bragðið var að nokkru
leyti táknrænt um afstöðu mína til skíðaferða.
Ég var feginn því, að fleira var til í heiminum
en skíðaferðir, og ég var feginn að vera á brott
frá þessum ónáttúrlega háa fjallstindi og ofan í
maímorgni dalsins.
Veitingamaðurinn sat úti í anddyri hússins,
stóllinn hans hallaðist upp að veggnum. Við hlið
hans sat matreiðslumaðurinn.
„Ski-heil!“ sagði veitingamaðurinn.
„Heil!“ sögðum við og reistum skíðin upp við
vegginn og lögðum af okkur baggana.
„Hvernig leið ykkur uppfrá?“ spurði veitinga-
maðurinn.
„Schön. Heldur mikið af sól.“
„Já. Það er ofmikið sólskin á þessum tíma árs.“
Matreiðslumaðurinn sat á stól sínum. Veitinga-
maðurinn fór með okkur inn, opnaði skrifstofu
sína og færði okkur póstinn. Það voru bréfaböggl-
ar og nokkur blöð.
„Fáum okkur bjór,“ sagði John.
„Ágætt. Við drekkum hann inni.“
„Húsbóndinn færði okkur tvær flöskur og við
drukkum þær, á meðan við lásum bréfin.
„Bezt við fáum okkur meiri bjór,“ sagði John.
Stúlkan færði okkur hann í þetta sinn. Hún brosti,
á meðan hún opnaði flöskurnar.
„Mörg bréf,“ sagði hún.
„Já. Mörg.“
,,Prosit,“ sagði hún og fór út og tók tómu flösk-
urnar með sér.
„Ég var búinn að gleyma, hvernig bjór var á
bragðið."
„Því var ég ekki búinn að,“ sagði John. „Ég
hugsaði mikið um hann uppi í kofanum."
,,Jæja,“ sagði ég,“ hér höfum við hann.“
„Maður ætti aldrei að gera neitt of lengi.“
„Nei. Við vorum of lengi uppfrá."
„Alltof djöfull lengi,“ sagði John. „Það er slæmt
að gera sama hlutinn of lengi í einu.“
Sólin skein innum opinn gluggann og í gegnum
bjórflöskurnar á borðinu. Flöskurnar voru hálf-
og LIST
9