Líf og list - 01.10.1951, Page 19

Líf og list - 01.10.1951, Page 19
við tveir lágum marflatir á bakinu uppi á lyng- heiðum Yorkshire og sóuðum tímanum konung- lega, meðan gegna þurfti starfi heimsins. Ég vildi óska, að hann hafi séð okkur, þ-\fí að ef svo, myndi sú sjón hafa gert honum gott. Við mannanna börn erum alltaf skemmtilegt athugunarefni, jafnvel ekki sízt, þegar allt leikur á reiðanum hjá okkur og við erum sem sundurtættust. Senni- lega hafði hr. Selfridge þegar, illu heilli, mynd- að sér ákveðnar skoðanir um hina stóru synd, letina, eins og hann myndi kalla hana, og var af Þeim sökum ekki við því búinn að sannfærast, ekki við því búinn að sætta sig við slíkt háttalag. ■^að er sorglegt og þeim mun sorglegra, vegna Þess að mér virðast skoðanir hans rangar og á- reiðanlega meinlegar. ALLT BÖL hér í heimi er orðið af völdum fólks, sem alltaf er eitthvað að bjástra og baksa, en. veit ekki, hvenær það á að baksa né hvað það ®tti að gera. Að mínu viti er djöfullinn ennþá starfsömust skepna í heimi, og ég get alveg gert ^úér í hugarlund, að hann forsmái aðgerðarleys- Höfnndurinn, John Boynton PRIESTLEY, hefnr samiö skáldsögur og efnismikil leikrit, auk f>ess hárfínn og skarp- ur ritgcrðahöfundu'r (essayisti). Hann ritar jafnan mikiö um bókmenntir og aSra vihkvæma hluti í ensk blöð og tímarit, er alltaf skemmtilcgur, laus vi8 væmni og hátíSIcik, hatar hræsni eins og sjálfa festina, og er lítt gefinn fyrir sýndarmennsku l hverri mynd, sem hun birtist. Hér á landi er hann þekktur af tveim lcikritum: ÉG HEF KOMIÐ HÉR ÁÐUR (I have been here beforc), sem Leikfélag Reykjavíkur sýndi áriS 1942., og ÓVÆNT HEIMSÓKN, er ÞjóðleikhtísiS farði upp í fyrrahaust (sjá gagnrýni Sv. B. t októberhefti Lífs og listar s. á.). Priestlcy er œði umdeildur í bókmenntaheiminum enska, og ekki að undra, fni'i að fáir nútiðarhöfundar eru sjálf- stœðari i hugsun og miskunnarlausari i ádciht sinni á borg- aralegt félag en hann. Þar að auki hefur hann ósvikinn hú- mor, sem margir vilja ekki fyrirgefa honum. ið og umhverfist, ef minnsti tími fer forgörðum. Ég þori að veðja, að þar sem hann er konungur í ríki sínu, er engum þegni leyft að gera ekki neitt, jafnvel ekki eitt einasta síðdegi. Vér viður- kennum öll af fúsum vilja, að heimurinn er í mestu óreiðu, en ég, fyrir mitt leyti, hugsa ekki, að það sé letinni að kenna, að svo er ástatt. Heim- inn skortir nú ekki frumkvæðar dygðir, heldur miklu fremur þolandlegar dygðir, hlutlausardygð- ir. Heiminum er allt annað lagið, en manngæði og örlítil staðfesta í hugsun. Ennþá er ógrynni af starfsorku í heiminum (aldrei hefir verið fleira tímalaust og umvésandi fólk hér á jörðu en nú), en þessari orku er bara einfaldlega beint í ranga fai’vegi. Ef t. d. allir, keisarar, konungar,-erkiher- togar, stjórnmálamenn, hershöfðingjar, blaða- menn hefðu einhvern dag í júlí 1914, þegar veðrið var sérstaklega gott og hentugt til að slóra, orð- ið skyndilega snortnir af þeirri löngun að gera ekki neitt, aðeins að flækjast um í sólarblíðunni og neyta tóbaks, þá værum vér mannkyn allt betur á vegi statt en vér erum nú. En því var Líf 0g TjIST 19

x

Líf og list

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.