Líf og list - 01.10.1951, Blaðsíða 26

Líf og list - 01.10.1951, Blaðsíða 26
Steingrímur Sigurðsson: Stiklað á ýmsu frá París og víðar OARÍS er ólýsanleg. Hún er að því leyti alveg eins og stúlka, sem gerir mann svo ástfang- inn og ruglaðan í ríminu, að maður verður ein- ungis þolandi í stað þess að vera gerandi. Enginn hefur hingað til getað gert sér fyllilega grein fyrir því í hverju töfrar hennar eru fólgnir. Þess vegna er flest eða allt, sem skrifað hefur verið um hana, aðeins froðan af rjómanum og stund- um tæpast það einu sinni. Það yrði ámóta erfitt að draga upp sanna mynd af henni og lýsa hinu óþekkta í listaverki, sem hrífur, því að borgin nær miklu fremur til skynjunarinnar en skiln- ingsins. Margbreytni hennar er ótæmandi, hún er eins og náma af óskyldum og ósamstæðum hlutum, sem þó skapa einhvern veginn órjúfandi heild. Lífið í borginni fer ekki eftir neinum föstum regl- um, svo að það er hvorttveggja í senn alltof erf- itt og alltof auðvelt að lifa þar. Búlevarðarnir, knæpurnar, kaffihúsin, öll þjóðabrotin, óreiðan og spennan í loftinu, frjálsræðið og hispursleys- ið í feimnismálum: allt þetta örvar engu síður til andlegra en líkamlegra nautna. Borgin er beinlín- is gegnsósa af lífi á sama hátt og drykkjumaður af alkohóli. Hvergi er hægara að vera einn með sjálfum sér en þar, hvergi er hægara að sleppa sér en þar og hvergi er betra að glata sjálfum sér og finna sig Kirkjan Sacre-Cæur á Montmartre. aftur en þar, því að borgin hefur ókeypis endur- vakningarkraft, þó að erfitt sé að tempra inngjöf- ina. Enginn ber brigður á, að París eigi dýrlega list, betri og merkari söfn en víðast hvar annars stað- ar í heiminum, en hins vegar er efamál, hvort hún sé uppspretta evrópskrar nútíðarlistar vegna rótgróinna, listrænna erfðavenja. Hinar sterku andstæður, sem skapast þar milli harðneskju lífs" ins annars vegar og yndisleika andrúmsloftsins hins vegar, auk takmarkalauss frelsis í lifnaðar- háttum, hljóta að auðga andlega reynslu hvers manns, sem dvelst þar við listir, hljóta að veita honum meiri sannleika og lærdóm en öll listasöfn borgarinnar til samans. ÉG KOM til Parísar snemma í ágústmánuði- Um það leyti árs eru oft hitar miklir og svækja í borginni, og þá hverfa margir Parísarbúar 1 sumarleyfi út í móður náttúru. í stað þess flykk- ist ógrynni ferðalanga frá flestum þjóðum heirus í borgina, margt þeirra auðugir Ameríkanar og Svíar, sem ósparir eru á að kaupa logagyllf minnismerki af Eiffelturninum og Sigurbogan- um. Til allrar hamingju eru kaffihúsin þar svo mörg, að hægðarleikur er að komast hjá því að rekast alls staðar á þetta ferðamannafargan, enda sækja fáir þessara túrista hina ódýru staði. Flest gallerí borgarinnar voru lokuð vegna sumarleyfa megnið af þeim tíma, sem ég varði þar, en öll meiri háttar söfn voru að sjálfsögðo opin. Impressjónista-safnið er heilt ríkidæmi, vand- að í myndavali. Cezanne er kynntur þar á tíguleg" an hátt og virðist þeirra voldugastur og klassísk- astur, enda þótt látlaus sé. Monet orkaði víða geðfelldlega. Módernista-safnið er æði sundurleitt. Þar el bæði rusl og gull og sannast að segja hefði mátt búast við því miklu betra í heild. Picasso á þal myndir, sem voru miklu verri sýnishorn af verk- um hans en vænta mátti. Braque bar af, alvöru- mikill og sannur. Rouault á þar margar písla1" myndir, safamiklar í litunum. Hann fellur ekki- Louvre-safnið er eilífðaráma, þar tekur hve1 kynjaheimurinn við af öðrum, svo að hætt er vi > að hrifnin komi í of stórum skömmtum og hja1^ að og heilinn taki ekki lengur við sér, ef of leng1 er dvalið þar í senn. Því að einhvern veginn el 26 LÍF og

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.