Líf og list - 01.10.1951, Blaðsíða 29

Líf og list - 01.10.1951, Blaðsíða 29
GATAN í RIGNINGU er glæný saga eftir Ástu Sigurðardóttur. Síðan Líf og list birti sögu hennar, SUNNU- DAGSKVÖLD TIL MÁNUDAGSMORGUNS, í apríl þessa árs, hefur margt og misjafnt drifið á daga ungfrúarinnar. Hún hefur því frá mörgu nýju að segja. Ritið telur sér virðing að því, að mega flytja þau tíðindi, að von sé á bók eftir hana á næst- unni, sem hún hefur unnið að í sumar og haust. Enginn efi er á því, að með komu þeirrar bókar veitir Ásta fersku og heitu blóði inn í íslenzkt bókmenntalíf, því að leitun er á skáldsagnahöf- undi, sem fer jafn-glæsilega af stað eins og hún út á hina torsóttu og vandrötuðu rithöfundar- braut. Ásta er gædd þeirri ólgu, því lífsmagni og þeim náttúrukrafti, sem tilfinnanlega vantar í ritverk unghöfundanna hér. Framtíðin brosir við slíkri hæfileikakonu á listasviðinu. RITSTJ. Ný mynd af höfundinum. — KALDAL tók. — Það gerir ekkert til. Ég ætlaði bara að fá mér súpu, heita súpu. — Það er stúlka, sem selur mér stundum súpu, þegar ég er svangur. Hann leit á mig eins og hann væri að biðja fyrirgefningar. — Mað'ur á svo sjaldan fyrir mat, bætti hann við. Hann saup gúlsopa úr flöskunni og fékk hósta- kast. Eg hélt hann ætlaði ekki að ná andanum og studdi hann meðan hann engdist sundur og saman. Sígarettan hans datt í poll, glóðin dó með snarki og þurrt tóbakið saug í sig vatnið eins og svamp- ur. Vínið rann út úr munnvikjunum á honum nið- ur í óhreint skeggið og ofan á háls. Eg klappaði honum á vangann með lófanum og þurrkaði hon- um í framan með' klútgarminum mínum og rétti honum svo hina sígarettuna, þegar hann var bú- inn að jafna sig. Svo saup ég á flöskunni. — Skál! sagði ég. Hann leit upp hissa. — Þú ert orðin glöð, sagði hann. — Svona eiga stúlkur að vera í sólskini, —■ ungar stúlkur, glað- ar stúlkur. — Skál! Það færðist bros yfir skeggjað og úfið andlitið og ég sá að hann var tannlaus í efra gómi. — Á ég segja þér eitt? spurði hann. — Einu sinni sat ég á bekk með' stúlku í fallegum garði fyrir mörgum árum. Það var ung stúlka og falleg eins og þú og góð við mig eins og þú. — Eg held ég muni það, — útræna og gekk á með skúrum eins og núna og glaða sólskin á milli----- Drykkjumaðurinn þagnaði og horfði fram hjá mér langar leiðir. Ég leit í rauðþrútin augu hans og tók eftir að vatn streymdi í þau úr einhverri dularfullri upp- sprettu, unz þau fylltust á hvarma. Hann hreyfði ekki höfuðið' og brosið fölskvað- ist ekki. Tárin byrjuðu að falla eins og kvikasilf- urskúlur, — ofan þvæld fötin og niður i pollana í för með regninu. Ég hristi regnblautt hárið rösklega frá enninu. — Er hún dáin? spurði ég. Drykkjumaðurinn rankaði við sér. Hann var búinn að fá ekka. — Nei. Hún er enn-ennþá li-lifandi. Það-það vex hjart-hjartarfi á leiðinu hennar núna nú- niina--------- Eg rétti honum khitinn minn og liann þurrkaði LÍF og LIST 29

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.