Líf og list - 01.10.1951, Blaðsíða 16

Líf og list - 01.10.1951, Blaðsíða 16
HÖGGMYNDIR Síðgotungur um list, sem gleymist Drífa Thoroddsen MYNDLISTIN er ekki stundleg list, sem kem- ur og fer eins og Ijóð eða lag, heldur blífur hún og.er. Það er ekki þungt að bera ljóð bæ frá bæ, en mun þyngra að! drasla með sér steinum og trjám, litum og lérefti. Það er skiijanlegt, að meira sé til af ljóðum en myndum á Islandi. I ljóðum hafa aliar listgreinar fyrri tíma sameinazt, þegar hvergi er hægt að finna hinar. Þó hafa alltaf verið til menn, sem kunnu að búa tii myndir, en myndir þeirra kannski hlotið örlög þess staðlega, sem hverfur aftur í duftið, til upphafs síns, eða verður léttvægt fundið af eftirtímanum. En gott ljóð gleymist seint, þegar menn kunna að hlusta og muna. Myndlistin krefst efniviðar. Fyrir listmálarann þarf að flytja hann allan inn, liti, striga, blýanta, kol og pappír. Myndhöggvarann ætti þó ekki að skorta hráefnið, þegar hann hefur allt blá- og grá- grýti síns grjótauðuga heimalands til að vinna úr. Lengi mega bætast við myndhöggvarar, að þurrð verði á því. Þó virðist svo sem myndhöggvar- arnir eigi þeim mun erfiðara uppdráttar sem efnið ætti að geta verið' auðfengnara, því að þeir koma list sinni ekki á framfæri að neinu ráði, og veldur því bæði ummál myndanna og áhorfandinn, sem iJF og LIST betur kann að lilusta á 1 jóð en horfa á myndir, eða þá hann sér liti piktursins fyrr en form mynd- höggvarans. Því verður það oft á samsýningum, að höggmyndalistin stendur í skugga málaralist- arinnar og gleymist. Það þarf ekki annað en horfa á Esjuna eða skreppa á Þingvöll til að' sjá, hve mikill mynd- skeri hefur mótað landið. Spurn er, hvort sveit eins og Þingvallasveit sé fögur, þar sem hraun eru meiri en graslendi og fleiri fjöll en bóndabæir, meira af ísköldu vatni en silung. Hins vegar er })að meitluð sveit og mótuð og er því fögur. Nöfn Til hægri: SJÓMAÐUR eftir Sigurjón Ólafsson. Neðst til vinstri: LISTHNEIGÐ eftir Ásmund Sveinsson.

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.