Birtingur - 01.12.1955, Blaðsíða 4

Birtingur - 01.12.1955, Blaðsíða 4
einusinni rétt til þess að spyrja um það. Við eigum ekkert í henni nema minninguna. Það má hengja hana á móti sól, það má hafa hana í of þurru herbergi, það má selja hana úr landi, bera hana á haug. Okkar réttur yfir henni er enginn, fremur en öðrum þeim stór- verkum íslenzkrar myndlistar sem eru einka- eign manna. Þetta átti að verða þakkargrein til Jóhann- esar Kjarvals fyrir gullvæga sýningu. Nú sé ég að ekki verður við því spornað, að í hana skráist vanþakklæti til valdhafa menningar- mála fyrir að hafa skotið sér undan því að byggja íslendingum þjóðlistasafn. Efsta hæð Þjóðminjasafnsins er hvorki til þess ætluð né til þess hæf. Tvö hundruð myndir Kjarvals, sem þar voru, fylltu hvern krók, og var þó nær hálfu of þétt hengt. Hvað mundi þá, ef öðrum góðmálurum okkar væri ætlað viðhlýtandi rúm ? Hvar ætti stórmannleg gjöf Ásgríms að komast fyrir, hvar safn Risebys af myndum Muggs, hvar verk Jóns Stefánssonar, hvar Schevings og hvar hin framsækna sveit með Þorvald og Svavar í fylkingarbrjósti? Hér er ekki spurt til svars, því það er augljóst: Bygging íslenzks myndlistarsafns er eina lausnin. Væri til hús sem gegndi þörfum góðs lista- safns, mundu þegar berast þangað verk sem eiga að réttu öndvegissess í þjóðarsafni. Sumt væri kleift að kaupa með opinberu fé, sumt mundi fást lánað, annað mundi berast þang- að að erfðagjöfum. Slíks eru dæmin gömul og ný þegar listasafn er stofnað, og jafnan vandameira að standa gegn en taka á móti. Nútíma listasafn er þó ekki aðeins sýning- arhús. Þar er lifandi og starfandi stofnun: útgáf ur, fyrirlestrar, kvikmyndatökur af verk- um og starfsháttum listamanna, sýningar, skólafræðsla, eftirprentanir listaverka, skipti- sýningar við útlönd, rekstur lestrarsals með listtímaritum og bókmenntum um listir, — allt þetta og enn fleira heyrir til starfssviði þess. Eins er þó mjög að gæta: Gott listasafn verður að eiga rúmt svæði umhverfis sig undir þær höggmyndir sem ætlað er að standa úti. Slíkur höggmyndagarður verður að vera þannig settur, að verkunum megi búa rétta umgjörð með ýmislegum gróðri og landslags- háttum, — og ekki aðeins listaverkunum, heldur og fólkinu sem þangað sækir. Af þess- um sökum er staðsetning listasafns vanda- verk og mætti sýnast óvinnandi, eins og Reykjavík er orðin nú. Þó vill svo til, fram- tíð þessa bæjar til ómetanlegrar gæfu, að staðurinn er til. Fyrir nokkrum árum var listasafnsmálið mjög á döfinni, og kom ég þá á framfæri þeirri hugmynd að bezta staðsetning þess mundi vera sunnanvert í miðjum Laugarási. Itarlegast mótaði ég hugmyndina í Tímariti Máls og menningar haustið 1948 og lét þar fylgja uppdrætti að listasafni staðsettu þar, sem Skarphéðinn Jóhannesson arkitekt hafði gert úti í Kaupmannahöfn. Tillagan var studd þeim kostum aðallega, að safnið stæði hátt og fallega þar uppi í ásnum gegnt suðri, að það yrði þar í tengslum við fyrirhugað íþrótta- og menningarsvæði í Laugardalnum, en ekki sízt vegna hinna fágætu skilyrða sem þar væru til f jölbreytilegs og fagurs höggmynda- garðs. Skyldi garðurinn ná allt frá hábrún ássins, niður fyrir hverasvæðið 1 Laugardaln- um, og nyti þannig jafnt af hrjóstri ísaldar- klappanna uppi í holtinu og gróðurmagni jarð- hitans í dalnum. En svo fór eins og fara vill, þegar lágkúran trúlofast deyfðinni: Listaverk ríkisins voru sett upp á efsta loft Þjóðminjasafnsins — til 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.