Birtingur - 01.12.1955, Blaðsíða 10

Birtingur - 01.12.1955, Blaðsíða 10
Nú eru um 2000 atvinnuleikhús í Kína og þar starfa 200 þúsund leikarar. Á síðasta ári var talið að fjöldi áhorfenda væri 400 milljónir. Og túlkurinn gáði á blaðið hjá mér til þess að öruggt væri að ég hefði töl- una rétta: segi og skrifa 400 milljónir. Túlkurinn sagði að herra Ma vildi gjaman heyra mína næstu spurningu og herra Ma horfði ýmist á mig tala hvers mál hann ekki skildi eða á varkáran reyk sígarettunnar sem fikraði sig upp í óútskýrðri leit eins og feim- ið ljóð sem leitar að næmu eyra. Ég hafði uppi orð um að mig langaði til að vita eitthvað um merkingu hinna ýmsu lita og táknandi hreyfinga sem notaðar væru í sýningunum og Ma Shao-po svaraði mér svo ítarlega að tæplega myndi rúmast í svo litlu hefti tímarits þótt reynt væri að gera verðug skil: Meðal annars sagði Ma Shao-po að í Pek- ingóperunni rynnu saman flestar greinir lista: söngur, dans, tónlist, fimleikar, drama, látbragðslist, myndlist. Allt er þetta saman ofið og miðað að einingu allra greina og þar tíðkast mikið táknmál eða symból sem eru atvikum háð. Þessir leikir byggja allir á mannlífinu, túlka það og fjalla um tilfinningar fólks. Þeir eru lifandi en ekki dauðir. Þeir eru eng- anveginn fastir í fornri hefð, steinrunnin list, heldur lifandi og frjó og varanleg. Litir eru mjög mikilvægir og öll skreyting gegnir því hlutverki að skýra og styðja túlk- un þess sem fram fer í mannlífinu. Til þess er beitt hnitmiðaðri ýkingu. Tilgangurinn er tvíþættur: annarsvegar að birta sannleik úr lífinu, að hinu leytinu að skapa listræna feg- urð. Til þess er ýkingin tækið. Tökum t. d. búninga. Þeir eru með litum og sniði sem tíðkaðist til forna. En efnið í þeim er allt annað: þar sem áður var málmur það er nú úr silki og öðrum léttum og fíngerðum og fögrtun efnum. Og litir og snið er ýkt til að auka fegurðargildið. Hin klassiska leiklist gerir mjög strang- ar og róttækar kröfur til fegurðarinnar. Bún- ingar eru skreyttir innra sem ytra, innhverf- an ekki síður en það sem út veit. Með því er ætlunin að sýna virðingu fyrir manneskjunni og lotningu fyrir listinni. Þegar klæði flaksa svo að áhorfandinn sjái rönguna verða líka fyrir augum hans fagrar skreytingar. Hann finnur þá að ekkert er til sparað og hér er ekki aðeins hugsað um hið ytra borð. Þetta eflir líka hina djúpu ást leikarans á listinni. Það eru ekki fyrst og fremst leikstjórar skreytarar málarar búningasaumarar heldur ekki sízt leikararnir sjálfir sem þurfa að eiga djúpt og háleitt fegurðarskyn og myndnæmi enda eru þeir hafðir með í ráðum um liti og snið búninga. Leikarar þurfa t. d. sjálfir að kunna til hárbúnaðar eftir ströngustu listakröfum, kunna að mála grímur. Það mætti minna á þáttinn: Fögur kona við öl. Búningur konunnar fögru er stilltur saman við alla aðra búninga sem birtast sam- tímis á sviðinu. Allt er fellt í eina mynd, ekkert tilviljun háð, allt er gert svo að hvergi slakni hið andríka litaspil heildarinnar, né riðlist. Rauðum blómum sem hún ber í hári hlýtur að fylgja grænt lauf ekki aðeins fyrir þá sök að svo sé í náttúrunni heldur vegna samvinnu lita, væri það svart til að mynda kæmi fram falskur tónn í leik litanna. Allar hreyfingar lúta lögmálum myndlist- ar og þjóna ströngustu kröfum fegurðar. Leikarinn þarf að þekkja hverja hugsanlega fingrahreyfingu. Sérhver þeirra er vandlega hugsuð. Allir möguleikar eru rækilega kann- aðir hverju sinni. Ekkert er svo smátt að krefji ekki fyllstu alúðar túlkandans. I Kína er hugtak sem farið er að þýða með orðinu Skúlptúreskness: það er haft til að 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.