Birtingur - 01.12.1955, Blaðsíða 22

Birtingur - 01.12.1955, Blaðsíða 22
mér grun um ógurlegan sífelldan hita eða eld sem nærðist á sjálfum sér, litur svo sí- brennandi og heitur að hélt við óþoli. Yfir þetta rauða baksvið reis svört bygging sterk óhaggandi og kyrrstæð: það sem hreyfist aldrei, hið varanlega, — og svo blá lögn með þunnum æðum þar sem þeytist rafið með níst- andi losti og frosti: eðlin þrenn. Mér þótti á einhvern máta sem ég kann ekki að greina sem þetta væri sérstæð hat- römm túlkun á nútímanum, sterk og vægð- arlaus (má ég segja kveifarlaus?) og þessi mynd ætti heima á myndlistarsafni ríkisins. Hún væri minnisverður áfangi í myndlistar- sögu okkar. Eitthvað í þessari mynd minriir mig á lýsingar Camus á einhæfum sársauka nútíma- mannsins í gerningahríð tímans. Kvaran lað- ar ekki beinlínis til kynningar þá hina tóm- látari sem leita að þægilegheitum að orna sér við. En hann hefur ábyggilega sitt- hvað handa þeim sem nenna að vinna fyrir næringu hugarins á sviði myndlistar þótt ein- hverjum kunni að virðast ofanrituð hugleiðing um eina mynd byggð á véfengjanlegum for- sendum. Gunnar Gunnarsson í hlutverki Fjallkonunnar Það er ekkert grín að horfa upp á það hvað viðhlæjendur geta leikið menn grátt með auglýsingastarfsemi sem tekur rangt mið af tilefni sínu. Á að rýja Gunnar Gunn- arsson skáldfrægð með sífelldum saman- burði við Laxness? Hví ekki að lofa honum að eiga það sem hann á sem mikill höfundur á Norðurlöndum? Sérstæðrar tegundar var sú háttvísi Stúdentafélags Reykjavíkur að láta hann koma fram í gervi Fjallkonunnar í útvarpinu 1. desember: hingað til hefur nú venjan verið sú að hafa til þess ungar fallegar konur að flytja ávarp Fjallkonunnar á fjöl- breytilegum byggðarlagasamkomum. I þetta sinn varð Gunnar Gunnarsson fyrir valinu og jók þar nýstárlegum þætti við frægð sína með þeirri plúmpu grossmutterverfeinung sem hann flutti af skriðþungri þýzkættaðri til- finningasemi til varnaðar helztu óþurftarmá',- um Islendinga. Oít veltir lítil þúía þungu hlassi Vilhjálmur Þ. Gíslason hefur líka komið við menningarsögu þessa hausts og þess verð- ur minnzt með þeim hætti sem hæpið er að nokkur maður óski sér. Ekki er vitað til þess að sá maður hafi lagt nokkru menning- armáli lið nema í hópi þeirra sem telja Vin- sældir og áhrif merkilegt uppeldisrit sem því miður virðist hafa komið þýðanda að viðsjárverðum notum. Helzt drífur hann það um dagana að miklast af þeim afrekum ann- arra sem hann gat ekki hindrað. Nú hefur það komið á daginn að þessi maður sem af mörgum var talinn meinlaus friðsemdarmað- ur og hefur löngum notið viðmóts eftir því hefur espað til slíkrar andúðar gegn sér að langt þarf að leita sambærilegra dæma. Þessi könnuður merkilegra rannsóknarefna hefur komizt að þeirri niðurstöðu að ekki þurfi að ætla sér að iðka lifandi tónlistarlíf í land- inu vegna vinsældaskorts meðal alþýðu sem hann þykist hafa einhverjar heimildir um og það sé nóg að hlusta á grammófón og kirkju- kóra af annesjum. Um tíma horfði svo að V.Þ.G. tækist einum saman að ganga af sin- fóníuhljómsveitinni dauðri svo sem grein Ragnars Jónssonar í Morgunblaðinu upplýsir bezt. Þó mun menntamálaráðherra ekki hugsa sér að líða aftöku sinfóníuhljómsveit- arinnar og munu allir þakka honum það ef rétt reynist. Æskilegast væri að Vilhjálmur Þ. Gíslason 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.