Birtingur - 01.12.1955, Blaðsíða 13

Birtingur - 01.12.1955, Blaðsíða 13
blygðast sín andspænis fegurð hennar og hneigja krónur sínar. Áhorfendur hér virðast hafa kunnað að meta þáttinn: Armband úr jaði. Þar er lýst tilfinningum sem fylgja hinni fyrstu ást. Þær eru ýktar eftir nótum. Stúlkan tekur ekki upp armbandið án fyrirvara þótt laust liggi. Fyrst lætur hún vasaklút sinn falla yfir það svo hylji það og tekur síðan upp. Þetta merkir að þannig sé farið tilfinningum hennar þegar hún elskar fyrsta sinni. Hún blygðast sín að láta aðra vera vitni þess sem gerist innra með henni. Og undirtektir áhorfenda hér virð- ast mér benda til þess að tilfinningalífið í Peking sé ekki svo mjög frábrugðið því sem gerist í Reykjavík þegar öllu er á botninn hvolft. (Ástin er svipuð sjálfri sér í Sjanghai og Súgandafirði eða eigum við að hætta á að hafa enn einu sinni yfir það er Tómas kvað: að „hjörtum mannanna svipar saman, í Súdan og Grímsnesinu"). 1 þættinum: Fögur kona við öl sýna hreyf- ingar og látbragð konunnar ekki aðeins hve drukkin hún er heldur lýsa þær líka tiltekn- um lífshætti og kenndum þeirrar er svo lifir og fela í geðblæ sínum ljóð um einmanaleik fagurrar konu í hirðlífinu. Tilfinningar henn- ar eru tjáðar með ýktu fasi og látbragði öl- vímunnar. List hrærir hugina dýpst og innilegast þegar ýktir eru mikilvægustu þættir veru- leikans; þeir sem ríkastir eru í hjörtum og hugum mannanna. Ýking birtir dýpri og var- anlegri sannleik en nokkur eftirlíking megnar. Eftirlíkingin verður ósönn í listinni þar sem ýking lýkur upp hinum innri sviðum skiln- ingi hugarins. Og til þess er listin: að opna lífið og auð- legð þess áhorfendum, veita þeim leiftursýn í djúp þess, vísa þeim leiðina að hinum tæru lindum. Wang Ching-chien og Lo Hsi-chnn berjast i ndttmyrkri i þœttinum A krossgötum. Það er hlutverk listamannsins að birta fólki fegurðina og sannleikann. Til að vera þess megnugur þarf listamaðurinn að standa öðr- um ofar, lifa ríkar svo hann fái skyggnzt dýpra og víðar. Það er skylda hans að bregð- ast ekki því hlutverki að hef ja njótendur list- ar sinnar. Honum er ætlað að lyfta siðferðis- stigi alþýðunnar, veita henni fyllra, auðugra og göfugra líf. Mestu höfundar: Shakespeare, Ibsen, Tsékoff, allir hafa þeir verið dáðir af því að þeir gerðu þetta. Á þá leið talaði Ma Shao-po. 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.