Birtingur - 01.12.1955, Blaðsíða 23

Birtingur - 01.12.1955, Blaðsíða 23
þyrfti ekki að hafa meiri mæðu af menning- armálum en vitsmunum hans og starfsorku verði fenginn hæfilegri vettvangur sem okk- ur kemur minna við. Við það losnuðu embætti sem myndu duga einum 10 mönnum, kannski fleiri, sem væntanlega gætu allir lifað af laununum og hlunnindum sem fylgja. „Heimsbókmenntasaga" eítir Kristmann Guðmundsson!! Rúmsins vegna skulum við ekki teygja lop- ann um annað það hneyksli sem einna mest hefur orðið í seinni tíð: að Menntamálaráð leigði sér reyfarahöfund sem ekki er lengur lesinn til að hnupla úr norskri bókmennta- sögu og gefa út undir eigin nafni ásamt lítil- fjörlegum viðaukum frá sjálfum sér og Sal- monsen. Þar er fjallað um mestu anda heimsbókmenntanna með þeim snarpa stíl og orðalagi sem höfundur tíðkar í ritdómum í Morgunblaðinu um bókmenntir virkra daga uppi á Islandi. Ekki má gleyma fylgjandi þýð- ingum höfundar á ýmsum ljóðperlum heims- bókmenntanna sem höfundur ályktar að aðrir hafi ekki verið færir um að þýða. Er ekki ónýtt að eiga slíkan Messías. Bjarni Bene- diktsson frá Hofteigi hefur lýst þessu fyrir- tæki svo átakanlega og óhrekjanlega að við þurfum ekki að fylla Birting af dæmum í viðbót. Þeir sem nenna geta sjálfir gert sam- anburð á Verdens Litteraturhistorie eftir Francis Bull og bulli Kristmanns Guðmunds- sonar sem er vafalaust fáránlegasta rit sinn- ar tegundar í víðri veröld. Þess má geta að tillaga lá fyrir Menntamálaráði um að þýða bók Bull þegar boð kom frá Kristmanni að láta hendur standa fram úr ermum. Varla var á öðru von en Morgunblaðið álp- aðist til að verja þennan ósóma. Bjarni Bene- diktsson ráðherra upplýsti nýlega í fyrirlestri að hann hefði allt frá bernsku nærzt á sögum Þóris Bergssonar og verð ég að segja að ekki þykir mér ráðherra hafa nærzt á kjarnmeti á því sviði ef hann er þá ekki að rugla því saman við eitthvað annað. Þótt ekki sé Þor- steinn Jónsson alias Þórir Bergsson stórskáld hefði maður haldið að honum væri sárara um skáldheiður sinn en svo að gera þennan auð- virðilega kunningjagreiða og misnota sér trúnað lesenda sinna með því að skrökva því að þeim að þetta sé allt í lagi. Það samir betur óprúttnum kaupsýslumanni en skáldi. Á aímæli Kjarvals Meistari Kjarval. Mér finnst svo idíótískt að vera að óska þér til hamingju með eitthvert sjötugsafmæli því það kemur bókstaflega ekkert málinu við hvort þú ert fæddur þetta ár eða hitt árið og á mánudegi eða þriðjudegi og hvað það nú heitir númer þetta eða hitt. Og menn fara nú líka svo lævíslega að á afmælum því þá halda þeir að það sé nóg að afgreiða þann sem afmælið á með því að vera elskulegir og hátíðlegir og helzt hlusta á sjálfa sig halda ræðu af tilefninu. Það er eins og hver önnur f jarstæða að vera að binda okkur við dag- setningu þegar þú átt í hlut — en ef við erum að því þá gætum við haldið hátíðlegt árs- afmæli eða hundraðára afmæli þess er við sáum fyrst þessa myndina eftir þig eða hina myndina eftir þig eða þúsundáraafmæli þess að hafa mætt þér í Bankastræti. Því okkar hátíð: það er að hafa þig meðal okkar og njóta listar þinnar og nú eru góðir dagar því við getum gengið okkur upp í listasafn og þurfum ekki að ganga um götuna krumpaðir af heift út í þau stjórnarvöld sem hafa læst svo mikið af list þinni inni í stofum fjár- sterkra borgara þar sem við eigum ekki inn- hlaup til að skoða þegar það dettur í okkur og 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.