Birtingur - 01.12.1955, Blaðsíða 12

Birtingur - 01.12.1955, Blaðsíða 12
sem stundum táknar einfaldleika. Þessi hvíta sígaretta (og hann teiknaði lítinn hring í loftinu með henni láréttri svo reykurinn slitn- aði snöggvast frá) boðar hún einfaldleika ? Þannig þarf líka að meta alla liti á sviðinu í sambandi við annað. Þó er svo í sumum óperum að litir í grímum leikara birti ákveðna eiginleika. Grátt er litur hins illa manns, seg- ir Ma (og þá verður mér hugsað til þess að við lítum eins á það hér svo sem sér af orðinu grályndi, og Njála segir frá Valgarði inum gráa föður Marðar). Rautt merkir hollan, trúverðugan eða heiðarlegan mann. Einnig eru ölvaðir menn oft hafðir rauðir. Það hafa flestir líka séð fyrir sér í lífinu sjálfu. Nú væri ekki fráleitt að spyrja: Hvernig eru grímurnar til komnar á sviðinu? í fornri tíð báru hershöfðingjar jafnan grímur þá þeir fóru að stríða. Bæði var það til þess gert að vekja ótta í brjóstum óvina og virðingu með sínum liðsmönnum. Þar sem oft var sótt efni söngleikjanna fornu í stríðin hlutu grímur að vera hafðar þegar þessir hershöfðingjar voru sýndir. En það er líka önnur orsök: Grímur léttu leikaranum að leyna sínum eigin tilfinningum svo þær spilltu ekki túlkun hans þar sem hann notaði hreyf- ingar, látbragð og dans. Leikarar voru mál- aðir svo fremur dyldist hvað þeim bjó sjálf- um í brjósti utan við leikefnið. Oft var gott fólk litað fagurlega en hið verra gert illúðlegt og ljótt. En stundum var öfugt að farið. Sá góði ófríður en vondi mað- urinn tálfagur álitum. Ýmiskonar furðuskepnur og kynjaverur, djöflar, andar, álfar eða dýr eru oft persónu gædd í leikjum og verður jafnan af því hversu þeir eru málaðir ráðið hverrar náttúru þeir muni. En lengi mætti um þetta þinga. í Pekingsöngleikjunum leyfist að nota mál- uð leiktjöld og þar er margskonar stíll uppi. 10 Þess sá fá dæmi í sýningunum hér á íslandi því þau urðu ekki flutt hingað vegna fyrir- ferðar og annarra vandkvæða sem voru á og varð að skilja þau eftir á ýmsum stöðum ytra. Mikið er fjallað um fagrar konur. Konan er æðsti fulltrúi fegurðarinnar. Skáldin kín- versku lýsa konunni sem blómi. Og það er konan, segir Ma: konan í Evrópu, konan í Kína, konan allsstaðar. Til forna var sagt að konan væri það blóm sem ætti fegurð og yndisþokka í ætt við mána. Þannig er konan líka búin og máluð á sviðinu: Hún gefur fegurðinni mál. Við töluðum fyrr um listræna ýkingu og nauðsyn hennar. Á sviðinu er konan gerð enn fegurri en hún virðist í veruleikanum. Ýkingin er lykill listamannsins til að lúka upp huldum dómum svo áhorfandanum gef- ist að líta í djúpin. Þetta á jafnt við um skáldin, málarana, (leikritahöfundana: alla listamenn. Ýkingin er töframeðal þeirra. Og allt verður að lúta kröfum fegurðar í list. Það sem er ekki fagurt það hefur mistekizt, seg- ir Ma Shao-po. Og enn segir hann: Bestu höfundar eru þeir sem mest og hæfilegast ýkja mikilvæg- ustu þættina í lífinu og hræra þannig huga fólksins til að skynja hin dýpri rök veru sinnar. Ýking er sérkennileg og einkennandi fyrir kínverska list. Svo er sagt frá gamla skáld- inu Li Pa að hann hafði 30 þúsund stiku langt skegg, hvítt. Þetta er nú kannski fulllangt til að verði bókstaflega trúað. Hér er ætlunin sú að gefa til vitundar hve óskaplegar á- hyggjur og mæðu skáld þetta ól í hug sér. Skáld 'hefur lýst konu þannig að svo fögur væri hún að þegar fiskar koma upp að vatns- borðinu og sjá hana þá sökkva þeir til botns, fuglar himinsins ná ekki að fljúga og hrapa til jarðar, máninn felur sig í skýi og blómin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.