Birtingur - 01.12.1955, Blaðsíða 26

Birtingur - 01.12.1955, Blaðsíða 26
breiðsla litanna fer sem sléttueldur um landsbyggð- ina. Karlar og konur, ungir og gamlir, fleygja frá sér bókunum og grípa glæparitin tveim hönd- um, þau eru rifin út úr bókabúðunum og lesin hvar sem höndum verður undir komið, standandi í strætisvögnum, á sjoppum, í heimahúsum, á veit- ingahúsum — og blómlegar ungar konur spranga um göturnar með ritin standandi upp úr innkaupa- töskunum innan um matvælin. Heimilisblöðin bregða skjótt við, glæpasögu má ekki vanta, og sjá: þar skartar hún brátt á áberandi stað og söl- unni er borgið. Ríkisútvarpið hefst ekki að í fyrstu, bíður átekta, en síðan fer það af stað og þá tekur fyrst í hnúk- ana. Þeir vísu herrar sem þeirri stofnun stjórna, háborg menningarlífs alþýðu, sjá nú Ríkisút- að við svo búið má ekki lengur varpið fer á standa, það skyldi aldrei verða um stúfana útvarpið sagt, að það þekkti ekki sinn vitjunartíma, og nú voru hend- ur látnar standa fram úr ermum. Mergjuð glæpa- saga, Hver er Gregory?, er þýdd í hasti og síðan dembt yfir þjóðina í guðs friði. Og svo mikið lá á að þeysa þessari spýju yfir landsins börn að sag- an var flutt örar en almennt gerist um útvarps- sögur. Tveir háskólastúdentar þýddu og lásu, og er það út af fyrir sig ekkert undrunarefni, en Innflutt framlag kvikmyndahúsanna. það er glöggt tímanna tákn og kórónaði smekk- leysuna. Sagan sem slík gerði hvorki til né frá, en flutningur hennar í útvarp var hættulegur og óverjandi, tiltækið var stuðningur við útgefendur glæparitanna og hlaut að verka sem einskonar blessun, viðurkenning á glæpasögulestrinum. Þeir sem haft hafa löngun til að lesa þessi rit, en skammast sín fyrir að láta sjá sig með þau, geta nú óhræddir hampað þeim og útgefendurnir borið höfuð hátt. Það sjónarmið hefur greinilega ráðið vali sögunnar að koma til móts við óskir fjöldans, þær óskir sem hin ótrúlega sala glæparitanna hafði staðfest, en eigi þetta sjónarmið að Klámsaga í ríkja, þá geta menn vænzt þess að undir- útvarpið fari bráðlega á stúfana með búningi? flutning sögu þar sem uppistöðurn- ar eru nauðganir og mergjaðar kynlífslýsingar, og geta menn nú farið að hlakka til þess húslesturs. Skaðsemi glæparitanna leikur ekki á tveim tung- um, þó að til séu þeir sem telja þau skaðlausa dægrastyttingu. Um það er engum blöðum að fletta, að sá maður sem sýknt og heilagt hrærist í umhverfi glæpa og hvers kyns spillingar, hvort sem það er í veruleika eða ímyndun (og sennilega er það síðar- nefnda fullt eins hættulegt, því að þar er maðurinn ekki á verði) hlýtur óhjákvæmilega að draga dám af umhverfinu og bíða tjón á siðgæðisvitund sinni, glæpurinn glatar ægileik sínum, Forherðing verður hversdagslegur, og lesandinn forherðist með svipuðum hætti, þótt í minna mæli sé, eins og hermaður á vígvelli, sem smám saman verður ónæmur fyrir skelfileik og viðurstyggð eyðileggingar og manndrápa. Og stór- hættuleg eru slik rit börnum og unglingum og geta vafalaust leitt til glæpa, þar sem stór skapgerðar- veila er fyrir, enda benda sterkar líkur til að sumir unglingaglæpir síðustu ára eigi rót sína að rekja til þessara rita og nokkur eru þau dýr sem hengd hafa verið í nafni „Gregorys", og sitthvað fleira mætti tína til, en þess gerist engin þörf. Er þessi útgáfustarfsemi firn mikil, og vandséð hverra sekt er meiri, útgefenda, prentsmiðjanna eða mannanna sem taka að sér dreifingu þeirra, bóksalanna. Utgefendurnir eru greinilega hrak- menni, en ef til vill hafa þeir það Bóksalar sér til málsbóta, að þeir eru fávísir renna á menn og menntunarsnauðir og bera lyktina máski ekki fullt skyn á hvað þeir eru að gera, en það verður ekki um 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.