Birtingur - 01.12.1955, Blaðsíða 40

Birtingur - 01.12.1955, Blaðsíða 40
Sjödægra Steinn Steinarr lét svo ummælt í sumar-hefti Birtings að hin eldri samtímaskáld okkar væru löngu ráðin gáta. Satt er það: ekki væri heiglum hent að finna nýjungar í verkum þeirra t. d. síðasta áratuginn (enda skrýtin ung- menni sem lcituðu nýmæla á þeim slóðum). Eitt hinna eldri skálda hefur þó verið mörgum nokkur ráðgáta í seinni tíð. Ekki erti nema tvö eða þrjú ár síðan Sigfús Daðason sagði í tíinaritsgrein, að hvort sem Anonymus væri tvítugur eða tíræður í holdinu væri hann nýtt afl í íslenzkri ljóðlist. Mér þótti það of sterkt að orði kveðið, og enn hika ég við að taka undir orð Sigfúsar án fyrirvara. Samt finnst mér það merkilegast við Sjödægru eftir Jó- hannes úr Kötlum (Anonymus) að hún ber vitni andleg- um umbrotum sem jafnaldrar hans og jafnvel yngri menn mættu öfunda hann af. Glíma Jóhannesar við form ljóða sinna er ckki að hefjast í dag. Þegar hann var hcima í Dölum ungur maður að kenna Steini að lesa agaði hann mál sitt harðlega við stuðlanna þrískiptu grein, orti háttatal dýrt og karlmann- lcga kveðið. En þótt maður hefði fullkomið vald á öllum bragarháttum í heimi væri það engin trygging fyrir því, að honum tækist að leysa formvanda eins ljóðs hvað þá fleiri. í Samt mun ég vaka kastar Jóhannes stuðlum, rími og háttbundinni kveðandi mörgu frómu hjarta til mikillar skelfingar. Líklcga liefur skaphita hans og konunglegri mælsku ekki verið vanþörf á því aðhaldi scm bragreglurn- ar fornu veita jafnvcl hagmæltustu mönnum. Að minnsta kosti finnst mér ekkcrt sem Jóhannes hefur kveðið jafnilla ort og þau kvæði í Samt mun ég vaka, sem óbundin cru „rósfjötrum rímsins" (enda bætti það ekki úr skák að krafa tímans var prédikun, „sannlcikurinn sjálfur" án umbúða). Skáldið hefur fundið að ckki var allt fengið með því að kasta goðunum í fossinn og dregið þau aftur upp úr gljúfrum: næstu og viðamestu bækur þess — Hrím- hvíta móðir, Hart er í hcimi — eru að mcstu ortar upp á gamla mátann, og manni finnst sem gömlu hættirnir hæfi bczt þessum sögu- og mælskukvæðum. í Sól tér sortna er Jóhannes hins vegar kominn í sjálfheldu og finnur sárlega til þess. Hann er þá búinn að vera þjóðfrægt skáld (gott ef ekki þjóðskáld) á annan áratug, og hefur sumum hætt við að Iáta sér jtað nægja. En Jóhannesi var ekki rótt. Hann fór af landi brott, tók að lesa af áfergju erlend nútímaljóð og snaraði nokkrum þeirra á íslenzku. Jafnframt tekur hann að birta undir nafni Anonymusar frumort Ijóð er stungu í ytra tilliti mjög í stúf við fyrri kvæði hans og reyndar flest sem ort hafði verið á íslenzku. Ég ber virðingu fyrir svona æskulegu þreyjuleysi full- orðins skálds, liver sem árangurinn verður. Hinu vil ég ekki Ieyna að ég hef Jóhannes grunaðan um græsku: 1) að hann hafi ekki árætt að hætta þjóðskáldsorði sinu fyrir hið nýja brum, sem naut vægast sagt lítillar almenningshylli (og var hvað vcrst séð í hópi samherja hans), leynzt Jiess vegna bak við dulnefni Jrangað til harðasta hríðin var tim garð gengin, 2) að hann hafi sjálfur verið hálfvolgur í trúnni á hinn unga gróður og vaxtarskilyrði hans 1 körgum jarðvegi norðursins. Þessi innri togstreita eða tvískinnung- ur lield ég cigi nokkra sök á því, að endurnýjunin nær ekki öllu lengra en til ytra borðs hinna anonymu Ijóða. En þar við bætist hið þriðja, sem vitanlega veldur mestu og ckki tjóar um að sakast: að tímaskynjun skálds á aldur við Jóhannes og með Iífsreynslu hans cr náttúrlega allt önnur en þeirra ungu skálda sem rutt hafa nútímaljóð- listinni braut hér á landi: ljóðlist sem er cnn frábrugðnari eldri Ijóðum að innri gerð en ytri byggingu. Veruleiki ljóðs er ckki yrkisefnið sjálft, heldur mynd þess. í góðu ljóði hverfur yrkisefnið í mynd sína, Vcrður hún. Samlíkingin hefur um aldir verið (og er kannski enn) langalgengasta aðferð skáldanna við að Iklæða yrkisefnið ljóðmynd sinni: þar af kemur liið hvimleiða eins og, cins og, eins og (cins og skáldin séu sífcllt að hvísla í cyra lesandans, þú mátt ekki taka okkur of hátíðlega, elsku ljúfur, yrkisefnið er ckki mynd þcss, heldur eins og hún, sem hún, dþekk lienni, i líkingu við hana): bæjar- hrafninn austur yfir fjall / eins og sorg á dökkum vængj- um líður", „og kistan ljómar eins og aprílsnjór" eru tvö skýringardæmi valin af handahófi úr Eilífðar smáblómum, þeirri bók Jóhanncsar scm skyldust er Sjödægru. Nútíma- skákl erlend og hérlend leitast við að gera veruleika Ijóðsins sjálfstæðari en áður, óháðari hinum ytri vcruleika, koma á beinu sambandi lesandans við veruleika ljóðsins með Jiví m ,a. að sleppa samanburðarorðum og snúa sér beint að myndinni. f Sjödægru bryddir á tilraunum í þessa átt: „Mitt hjarta er lítill fugl .." (ekki cins og lítill fugl), „Mín sál er hafrænan milda". Þó cr eins og ekki sé nema að nokkru uin vfsvitandi nýbreytni að ræða cða skáldið sé veilt í trúnni á hið nýja lag; t. d. segir jiað á cinum stað „vér kóngsþrælar vér krossjjrælar dýfum árunum sem í bik", þar sem ólíkt betur hefði farið að segja „dýfum árum í bik". Ótti við misskilning? íslendingar virðast vera núbúnir að uppgötva liti (eða sigrast á ótta sínum við þá?), en kunna að vonum lítt með jjá að fara enn. Þeir eru eins og börn sem eignazt hafa vatnslitakassa í fyrsta sinn og njóta þess af hjarta að lita og lita sterkt — nota mest aðallitina (af Jjví að jjau kunna ekki að blanda) og láta sér á sama standa hvort Jjeir hljóma saman eða ekki (hafa enda takmarkaða tilfinningu fyrir litasamhljómum). Þessi unga óþroskaða litagleði er farin 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.